Skessuhorn - 10.10.2018, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 20186
Meiri umferð í
september
LANDIÐ: Umferðin á
Hringveginum í nýliðnum
septembermánuði jókst
um tæp sex prósent sem
er töluvert meira en með-
altalsauking september-
mánaða frá því árið 2005.
Aukningin er hins vegar
töluvert minni en hún hef-
ur verið nýliðin ár. Um-
ferðin jókst mest á Suður-
landi, eða um 10,5%, en
hún dróst saman um 2,1%
á Norðurlandi. Á Vest-
urlandi jókst umferð um
3,1% í mánuðinum, en til
samanburðar jókst hún um
7% milli septembermán-
aða 2016/17. Það sem af er
ári hefur umferðin á lands-
vísu aukist um 4,4%.
-mm
Innkalla Ora
fiskbúðing í
dósum
LANDIÐ: Matvælastofn-
un vekur athygli neytenda
á innköllun á Ora fiskbúð-
ingi vegna galla í dósum.
Ora hefur innkallað fram-
leiðslulotur með tveimur
„best fyrir“ dagsetning-
um, í samvinnu við Heil-
brigðiseftirlit Hafnarfjarð-
ar- og Kópavogssvæðis.
Innköllunin nær til eftir-
farandi vöru: Vöruheiti:
Ora Fiskbúðingur í 1/1
dós (855 grömm), strika-
merki: 5690519000032
og lotunúmer L1C1561,
L1C1562, L1C1563,
L1C1071, L1C1072. Var-
an er merkt best fyrir:
17.04.2022 og 06.06.2022.
„Neytendum sem keypt
hafa Ora fiskbúðing með
þessum lotunúmerum er
bent á neyta hans ekki.
Neytendur geta skilað vör-
unni til ÍSAM, Tunguhálsi
11, 110 Reykjavík eða haft
samband við gæðastjóra
Ora í síma 522 2770 eða á
netfangið helgam@ora.is.“
-mm
Opinn
fundur um
sjávarútvegs-
mál
SNÆFELLSBÆR: Hald-
inn verður opinn fund-
ur um sjávarútvegsmál
með Kristjáni Þór Júlíus-
syni sjávarútvegsráðherra
á Hellissandi á morgun,
fimmtudaginn 11. október.
Fundurinn verður hald-
inn í félagsheimilinu Röst
á Hellissandi og hefst kl.
20:00.
-kgk
Hreystigarður
fyrir fullorðna
AKRANES: Bæjarráð Akra-
neskaupstaðar samþykkti á
fundi sínum sl. fimmtudag að
settur verði upp hreystigarð-
ur fyrir fullorðna á Langa-
sandssvæðinu. Verður garð-
urinn fyrir neðan Akranes-
höllina. Hreystigarðurinn
verður útbúinn átta líkams-
ræktartækjum með gervi-
gras sem undirlag og gróð-
ur í kring til skjól- og rýmis-
myndunar. Sömuleiðis verða
sett upp upplýsingaskilti sem
sýna m.a. hvernig nota megi
tækin til fjölbreyttar líkams-
ræktar. Tækin sem sett verða
upp í hreystigarðinum koma
frá danska fyrirtækinu Nor-
well og eru sérstaklega ætl-
uð til heilsueflingar utan-
dyra. Fyrirtækið hefur m.a.
sett upp sambærilega garða
í Reykjavík og Kópavogi.
Tækin eru vottuð og pó-
lýhúðuð með hertu gúmmíi
sem kemur í veg fyrir að þau
ryðgi eða festist. Heildar-
kostnaður við uppsetningu
hreystigarðsins er um sex
milljónir króna.
-kgk
Mjólkurbíll
bilaði
HVALFJ: Síðdegis á föstu-
daginn þurfti að loka fyr-
ir umferð um Hvalfjarðar-
göngin. Ástæðan var sú að
mjólkurbíll bilaði í göng-
unum og var umferð stöðv-
uð þar til búið var að koma
bílnum út. Töluverðar bið-
raðir mynduðust, enda er
föstudagssíðdegi einn um-
ferðarþyngsti tíminn.
-mm
Byggðarráð Borgarbyggðar er nú í
fyrsta sinn aðeins skipað konum. Það
eru þær Lilja Björg Ágústsdóttir, for-
seti sveitarstjórnar og oddviti Sjálf-
stæðisflokksins, Halldóra Lóa Þor-
valdsdóttir, oddviti Vinstri hreyfing-
arinnar græns framboðs og formað-
ur byggðarráðs, og Guðveig Anna
Eyglóardóttir oddviti Framsóknar-
flokksins sem skipa ráðið. Blaðamað-
ur Skessuhorns leit við hjá þeim að
loknum byggðarráðsfundi síðastlið-
inn fimmtudag þar sem fjórða kon-
an sat sem áheyrnafulltrúi, María
Júlía Jónsdóttir úr Samfylking-
unni. „Magnús Smári Snorrason er
áheyrnafulltrúi en hann komst ekki
á fund núna. Við erum því venjulega
með einn karlmann við borðið auk
okkar,“ segir Lilja og brosir.
Góð samvinna
snýst ekki um að
vera alltaf sammála
Aðspurðar hvernig samstarfið gangi
brosa þær allar og horfa hver á aðra
áður en þær segja samhljóma að það
gangi mjög vel. „Samvinnan er mjög
góð þó svo við séum vissulega ekki
alltaf sammála. Góð samvinna snýst
heldur ekki um að vera alltaf sam-
mála,“ segir Halldóra Lóa og Lilja
og Guðveig taka undir. „Þetta snýst
fyrst og fremst um að geta virt skoð-
anir annarra og að taka það ekki nærri
sér þó aðrir séu ekki alltaf sammála,“
segir Guðveig og bætir því við að
stundum komi smá ágreiningur og þá
sé mikilvægt að geta tekist á án þess
að taka því persónulega. „Við verðum
að geta tekist smá á um málefnin, til
þess erum við hér,“ segir hún og bros-
ir. „Þegar við göngum svo hér út úr
húsi erum við allar góðar vinkonur,“
segir Lilja og bætir því við að henni
þyki mikilvægt að geta skilið pólitík-
ina eftir í vinnunni. „Allir sem fara í
pólitík verða að geta tekist aðeins á
en það er líka mikilvægt að vera til-
búin að setja sig vel inn í málefnin og
hlusta á aðra með opnum huga, jafn-
vel þó viðkomandi sé pólitískur and-
stæðingur,“ segir Guðveig. „Lang-
flest sem við gerum hér í byggðarráði
hefur líka ekkert með flokkspólitík að
gera. Við erum allar hér til að vinna
fyrir íbúa Borgarbyggðar og ég veit
fyrir víst að allar viljum við gera okk-
ar besta, þó við séum ekki alltaf sam-
mála um hvað það sé,“ bætir Lilja við
og brosir.
Skiptir aldur kvenna
meira máli en karla?
Aðspurðar hvort þær hafa orðið varar
við einhverja óánægju í samfélaginu
með að það sé enginn karlmaður í
byggðarráði neita þær því. „Sjálf er ég
mjög hlynnt því að við reynum alltaf
að hafa kynjahlutföll sem jöfnust en
stundum hittir bara svona á. Þetta
er bara partur af lýðræðinu en núna
hittist þannig á að í þremur framboð-
um af fjórum voru konur í oddvita-
sæti,“ segir Halldóra Lóa. En hvern-
ig hefur þeirra upplifun sem konur í
pólitík almennt verið? „Eitt sem ég
tók eftir um leið og ég fór að blanda
mér í pólitíkina var hvernig aldur
kvenna virðist skipta meira máli en
aldur karla. Á þessum tíma var ég 38
ára og þá var talað um að ég væri svo
ung stelpa í pólitík. Karlkyns jafn-
aldrar mínir voru samt aldrei sagð-
ir vera neitt áberandi ungir og ég
heyri ekki oft talað um karlmenn í
pólitík sem stráka,“ segir Guðveig
og Halldóra Lóa og Lilja taka und-
ir. „Ég hef líka oft fengið spurning-
ar út í fjölskylduhagi, hversu mörg
börn ég eigi og hvernig ég nái að
samræma pólitík og fjölskyldulíf. Ég
er ekki viss um að karlmenn í pólitík
fái sambærilegar spurningar,“ bætir
Halldóra Lóa við. arg
Byggðarráð skipað konum
Lilja Björg Ágústsdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Guðveig Anna Eyglóardóttir
og María Júlía Jónsdóttir að loknum byggðarráðsfundi síðastliðinn fimmtudag.
www.skessuhorn.is