Skessuhorn - 10.10.2018, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 201812
Sýningin Íslenskur landbúnaður
2018 verður haldin í Laugardals-
höllinni í Reykjavík dagana 12. til
14. október næstkomandi. Að sögn
Ólafs M. Jóhannessonar, fram-
kvæmdastjóra sýningarinnar, verð-
ur þetta stærsta landbúnaðarsýn-
ing sem haldin hefur verið í Laug-
ardalshöll.
Þegar hafa um eitt hundrað sýn-
ingaraðilar pantað bása bæði á úti-
og innisvæði sýningarinnar og er
uppselt. Jafnframt er haft eftir Ólafi
í tilkynningu að mest komi á óvart
hve fjölbreyttur landbúnaður sé
stundaður á Íslandi. „Það eru ekki
bara okkar fjölbreyttu og hreinu
matvæli sem streyma frá íslenskum
býlum heldur stunda bændur ferða-
þjónustu í æ meira mæli en einnig
skógrækt, orkuframleiðslu og hvers
kyns heimilisiðnað og allt verð-
ur þetta kynnt á sýningunni. Það
verður ekki bara hægt að smakka
og kynnast nýjungum í íslenskri
matvælaframleiðslu heldur einnig
nýjustu tækjum og tólum og ýmsu
fleiru. Og svo verður afar áhuga-
verð fyrirlestrardagskrá,“ segir
Ólafur. kgk/ Ljósm. úr safni.
Sýningin Íslenskur landbúnaður í
Laugardalshöll um helgina
Kynningarfundur um málefni leik-
og grunnskóla á Kleppjárnsreykj-
um var haldinn í Logalandi þriðju-
dagskvöldið 2. október síðastlið-
inn. Til stendur að færa starfsemi
leikskólans Hnoðrabóls frá Gríms-
stöðum að Kleppjárnsreykjum í
nýja byggingu sem reist verður
við húsnæði grunnskólans. Hluti
af eldri byggingum skólans verð-
ur rifinn og leikskólinn byggð-
ur á sama stað. Nýr leikskóli á að
geta rúmað allt að 47 börn. Verk-
ið verður boðið út á haustdögum
og stefnt er á að húsið verði tilbúið
eftir rúmt ár. Að framkvæmdum
loknum verður á Kleppjárnsreykj-
um samstæður leik- og grunnskóli,
þó ekki þannig að skólastofnanirn-
ar verði sameinaðar í eina. „Slíkt
samstarf tveggja skólastiga á sama
stað felur í sér mikla möguleika í
framþróun skólastarfs á staðnum,“
segir Gunnlaugur A Júlíusson
sveitarstjóri í samtali við Skessu-
horn.
Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti
sveitarstjórnar Borgarbyggðar, hóf
kynningarfundinn í Logalandi og
fór yfir forsögu málsins og stöðu
þess. Í samtali við Skessuhorn eft-
ir fundinn segir hún að breyting-
ar séu þegar hafnar á eldra hús-
næði grunnskólans til að undir-
búa það stóra verkefni sem fram-
undan er. „Teikningar liggja fyrir
að 530 fermetra nýbyggingu sem
skiptist í 301 fm leikskóla og um
230 fm sameiginlega aðstöðu fyrir
kennara og starfsfólk beggja skól-
anna.“ Hún segir að í suðvestur-
horni grunnskólans, í mötuneyt-
isálmunni, sé byrjað að breyta
eldra húsnæði þannig að það geti
rúmað starfsemi yngstu deild-
ar grunnskólans og raungreina-
kennslu, starfsemi sem verið hefur
í húsnæði sem í næsta áfanga verð-
ur rifið til að rýma fyrir væntan-
legri leikskólabyggingu. „Það má
því segja að hafinn sé fyrsti áfangi
þeirra miklu breytinga sem eru í
vændum. Við gerum ráð fyrir að í
vetur verði svo hægt að hefja næsta
áfanga sem er niðurrif eldri bygg-
inga í suðausturhorni skólans,“
segir Lilja Björg. Til stendur að
rífa þar íbúð sem þjónaði fyrstu ár
skólahalds sem skólastjóraíbúð og
samliggjandi tveggja hæða rými
sem upphaflega var byggt sem
heimavist.
Lilja Björg segir að ekki sé kom-
inn tímarammi á hvenær fram-
kvæmdum verður lokið, það muni
ráðast af því hvernig gengur að
tryggja verktaka og af öðrum þátt-
um í því ferli sem framundan er.
„Búið er að hanna nýbygginguna
og ef allt gengur að óskum verð-
ur verkið boðið út á næstunni og
draumatímasetning væri þannig að
hægt yrði að flytja leikskólann frá
Grímsstöðum í nýtt hús eftir ríf-
lega eitt ár,“ segir Lilja Björg. Hún
segir að á þessu stigi sé ekki hægt
að svara því hver kostnaður við
framkvæmdirnar verður.
Sóknarfæri í skólastarfi
á Kleppjárnsreykjum
Lilja Björg segir að ánægjulegt sé
hversu skólasamfélagið sem teng-
ist bæði leikskólanum og grunn-
skólanum sjái mörg sóknarfæri í
sambyggðum leik- og grunnskóla
og stemningin fyrir verkefninu
sé því góð. „Það er langt og ítar-
legt samráðsferli búið að eiga sér
stað. Um leið er sveitarfélagið að
marka ákveðna stefnu í skólamál-
um á Kleppjárnsreykjum þar sem
flæði milli skólastiga verður aukið
þannig að hæfileikar nemenda geti
notið sín óháð aldri.“
Starfsfólk spennt fyrir
verkefninu
Á kynningarfundinum í Loga-
landi fóru stjórnendur leikskól-
ans og grunnskólans, þær Sjöfn
G. Vilhjálmsdóttir leikskóla-
stjóri Hnoðrabóls og og Dagný
Vilhjálmsdóttir deildarstjóri og
Helga Jensína Svavarsdóttir, skóla-
stjóri Grunnskóla Borgarfjarðar,
og Ingibjörg Adda Konráðsdótt-
ir deildarstjóri, sameiginlega yfir
þau tækifæri sem felast í samþætt-
ingu á starfi leik- og grunnskól-
ans eftir að framkvæmdum verð-
ur lokið. Í máli þeirra kom fram að
tækifærin sem felast í samþættingu
skólastarfsins liggi ekki eingöngu
í þeim hluta skólastarfsins sem
snýr að nemendum heldur felast
þau einnig í fjölmörgum tækifær-
um fyrir starfsfólk skólanna. Fram
kom hjá þeim að mikil tilhlökkun
er meðal starfsfólks að takast á við
þróun skólastarfsins á staðnum út
frá nýjum forsendum sem opnast
í kjölfar þeirra framkvæmda sem
framundan eru.
Í lok fundarins skýrði Kjartan
Sigurbjartsson, byggingarfræð-
ingur hjá Pro-Ark teiknistofu,
út fyrirhugaða hönnun leikskól-
ans og þær breytingar sem hafnar
eru á húsnæði grunnskólans. Tals-
verðar umræður urðu á fundin-
um í kjölfar framsöguerinda sem
sneru að ýmsum þáttum fyrirhug-
aðra framkvæmda. Rætt var með-
al annars um tímasetningu fram-
kvæmda og einstakra verkáfanga,
endurskipulagningu lóðar og inn-
keyrslu á staðinn, rými innandyra
og starfsaðstöðu kennara. Í máli
margra fundarmanna kom fram
ánægja með þá stefnumörkun að
samþætta starf leik- og grunn-
skólans þegar sá möguleiki gafst.
Byggingarnefnd hefur nýlega ver-
ið endurskipuð fyrir fyrirhugað-
ar framkvæmdir og einnig hefur
sami byggingarstjóri verið ráðinn
að verkefninu og stýrir stækkun og
breytingum sem nú standa yfir á
Grunnskóla Borgarness.
mm
Stefna að samþættingu leik- og grunnskóla á Kleppjárnsreykjum:
Nýr leikskóli verður sambyggður grunnskólanum
Nýja viðbyggingin kemur í stað fyrrum heimavistar og skólastjóraíbúðar í suðausturhluta grunnskólahússins. Ljósm. mm.
Svipmynd af frummælendum á fundinum í Logalandi. F.v. Lilja Björg, Helga
Jensína, Ingibjörg Adda, Sjöfn Guðlaug og Dagný. Ljósm. amh.
Grunnmynd af skólahúsnæði eftir breytingar. Teikning: ProArk.