Skessuhorn - 10.10.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 201814
Síðdegis á fimmtudaginn kom
upp eldur í bílaleigubíl sem er-
lendir ferðamenn óku á Snæfells-
nesvegi, á móts við Rauðkolls-
staði í Eyja- og Miklaholtshreppi.
Vegfarandi sem kom að slökkti
eldinn sem þá logaði upp undan
vélarhlíf bílsins. Fólkið komst út
af sjálfsdáðum og náði auk þess
að forða farangri sínum úr reykj-
arkófinu. Slökkvilið var kallað út
vegna brunans. þa
Eldur kom upp í bíl ferðafólks
Á bænum Stað í Reykhólasveit voru
ábúendur önnum kafnir að sinna
hefðbundnum haustverkum á bæn-
um þegar blaðamaður Skessuhorns
renndi þar í hlað síðastliðinn föstu-
dag. Rebekka Eiríksdóttir bóndi tók
á móti blaðamanni og bauð inn í
kaffi. Þar sátu foreldrar hennar, þau
Eiríkur Snæbjörnsson og Sigfríð-
ur Magnúsdóttir, og skömmu síðar
kom einnig Kristján Þór Ebeneser-
son, maður Rebekku og settist móti
blaðamanni. Erindið með heim-
sókninni var að ræða nýjan Vest-
fjarðaveg um Gufudalssveit en end-
anleg staðsetning á veginum hefur
enn ekki verið ákveðin. Nokkuð hef-
ur verð tekist á í sveitarfélaginu um
staðsetningu vegarins en Vegagerð-
in hefur sagt svokallaða ÞH-leið vera
vænlegasta kostinn. Þá myndi vegur-
inn liggja frá Bjarkalundi áleiðis um
Teigsskóg í átt að Skálanesi. Ekki
ríkir algjör sátt um þá leið m.a. því
Teigsskógur nýtur náttúruverndar.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps leit-
aði því til norsku verfræðistofunn-
ar Multiconsult eftir óháðu mati um
hvar best væri að leggja framtíðar-
veg til Vestfjarða. Niðurstöður voru
kynntar á íbúafundi í sumar og var
þar settur fram nýr möguleiki, svo-
kölluð R-leið. Ef sú leið verður farin
mun vegurinn liggja framhjá Reyk-
hólum út Reykjanesið og Þorska-
fjörður þveraður með brú og land-
fyllingu. Ábúendur á Stað og ná-
grannar þeirra, þau Ása Stefánsdóttir
og Þórður Jónsson í Árbæ, hafa mót-
mælt því að þessi leið verði farin.
Tapa mikilvægum
hlunnindum
Í tillögu Multiconsult er gert ráð
fyrir að vegurinn fari í gegnum fjór-
ar bújarðir; Stað og Árbæ á Reykja-
nesi og Berufjörð og Skáldstaði innst
í Berufirði. Allar jarðirnar eru nýtt-
ar og þar af eru þrjár í eigu Staðar-
bænda en Berufjörð og Skáldstaði
eiga þau ásamt föðurbræðrum Krist-
jáns. „Þetta kemur mjög illa við okk-
ur. Við nýtum allar þrjár jarðirnar
að fullu svo ef vegurinn yrði lagður
þvert yfir þessar jarðir væri það mik-
ið varanlegt tjón fyrir okkur,“ segir
Kristján. „Ofan á það eigum við enn
aðra jörð hér innar í Þorskafirði sem
við nýtum í þangslátt. Ef brúin yrði
ekki bátgeng myndum við líka missa
hlunnindi þar,“ bætir Rebekka við.
Fyrst var gert ráð fyrir að vegurinn
yrði lagður þvert yfir túnin á Stað en
þegar því var mótmælt var lagt til að
færa veginn nær sjó. „Þá erum við að
tala um að leggja veginn þvert yfir
æðavarpið,“ segir Rebekka. „Þar eru
mikilvæg hlunnindi sem við nýtum
ásamt bændum í Árbæ,“ bætir hún
við.
„Að skemma votlendi er
óafturkræft“
„Manni sárnar að sveitarfélagið sé
tilbúið að fórna okkur með þess-
um hætti. Og svo hafa þau kallað
þessa R-leið sáttaleið og oddviti hef-
ur komið fram í sjónvarpsviðtali þar
sem hann talar eins og almenn sátt
ríki um þessa tillögu. Hann minn-
ist ekki einu orði á okkar aðstæður
og þá fórn sem við þyrftum að færa
ef vegurinn færi hér yfir,“segir Re-
bekka. „Svo ekki sé talað um þá um-
hverfisspillingu sem hlýst af því að
leggja veginn yfir votlendi og æða-
varp,“ bætir Eiríkur við en einnig
er gert ráð fyrir að vegurinn muni
liggja yfir votlendi með tilheyrandi
fuglalífi. „Ég skil bara ekki af hverju
er verið að hafa áhyggjur af nokkr-
um birkihríslum en á sama tíma sjá
menn ekkert að því að spilla vot-
lendinu. Þú getur plantað birki-
trjám hvar sem er og búið til nýtt
kjarr. Að skemma votlendi er óaft-
urkræft,“ segir Eiríkur og Rebekka
tekur undir. „Það skal allt vera
lagt undir til að fá þennan veg hér
framhjá Reykhólum og það er allt
gert til að sannfæra fólk um að þessi
leið sé ekki aðeins hagkvæmust
heldur líka alveg gallalaus,“ segir
Rebekka. „Já, Multiconsulant hef-
ur eflaust sett heimsmet þegar þessi
úttekt var gerð. Samkvæmt þeim
virðist enginn galli vera við þessa R-
leið og ég efast um að það hafi tekist
áður,“ bætir Kristján við.
Minni hagsmunir
víkja fyrir meiri
Eftir að tillaga Multiconsult var
kynnt fóru Staðar- og Árbæjarbænd-
ur á fund með oddvita sveitarstjórn-
ar. „Þar sagði oddviti við okkur að
minni hagsmunir yrðu að víkja fyr-
ir meiri og átti sú réttlæting bara að
nægja okkur. Það var augljóst að við
og okkar atvinna og heimili væru
minni hagsmunir og við eigum bara
að vera tilbúin að fórna okkur fyrir
heildina,“ segir Rebekka og Kristján
tekur undir. „Þó hefur aldrei nein
alvöru úttekt verið gerð á því hvað
íbúar á Reykhólum vilja og því ekk-
ert víst að það séu hagsmunir heild-
arinnar að vegurinn fari hér í gegn.
Fyrir okkur er eins og sveitarstjórn
hafi pantað þessa niðurstöðu hjá
Multiconsult og það með pening-
um sem fengnir voru hjá Hagkaups-
bræðrum,“ bætir Kristján við. „Sveit-
arstjórn vill augljóslega fá veginn hér
í gegn og engu máli skiptir hvað íbú-
ar vilja eða hver fórnarkostnaðurinn
er,“ segir Rebekka og bætir því við
að þau hafi fundið mikinn stuðning
íbúa á Reykhólum. „Það vilja ekkert
allir íbúar á Reykhólum fá veginn í
túnjaðarinn hjá sér,“ segir hún.
Geta ekki haldið
sama bústofni
Á Stað eru um 700 ær og 20 mjólk-
andi kýr og segir Kristján það út-
séð að ef jarðirnar þrjár verði lagð-
ar undir veginn geti þau ekki haldið
sama bústofni. „Við fullnýtum þess-
ar jarðir og getum ekki haldið áfram
svona ef við getum ekki heyjað þetta
allt og missum beitiland. En það
virðist ekki skipta neinu máli,“ segir
Kristján. Aðspurð hvort þau ætli sér
að berjast gegn því ef ákveðið verður
að fara þessa leið játa þau því. „Vissu-
lega munum við ekki gefast upp en
okkur þykir leitt að þurfa að eyða
sauðfjárinnlegginu í lögfræðinga
til að berjast við sveitarfélagið sem
er styrkt af auðmönnum. En ég tel
það nokkuð ljóst að við neyðumst til
þess, allavega ef marka má orð odd-
vita. Hann kom fram í sjónvarpsvið-
tali í gærkvöldi [síðastliðið fimmtu-
dagskvöld] þar sem hann virtist
sannfærður um að framkvæmdir
við R-leið gætu hafist strax á næsta
ári,“ segir Rebekka. „Í allri umfjöll-
un sveitarstjórnar er ekki haft hátt
um að ef R-leið verður farin verður
hún annað hvort 4 eða 7 kílómetr-
um lengri en ef ÞH-leið verður fyrir
valinu. Auk þess sem ekki er gert ráð
fyrir kostnaði við lagfæringu á veg-
inum inn að Reykhólum en Multi-
consult fullyrti að ekki þyrfti að gera
neitt við þann veg strax. Vegagerð-
in hefur þó áður sagt að vegurinn
sem er þar núna muni ekki ráða við
þessa auknu umferð,“ segir Kristján
og bætir því við að þau bindi vonir
við að Vegagerðin geri góða úttekt
á R-leið og komi þá með raunhæft
kostnaðarmat. „Kostnaðurinn sem
Multiconsult setur fram getur ekki
staðist, við trúum því ekki. Vonandi
kemur annað hljóð í mannskapinn
þegar Vegagerðin hefur klárað sína
úttekt.“
Upplifa þetta sem árás
sveitarstjórnar
„Okkur þykir afskaplega undarlegt
hvernig sveitarstjórn hefur farið
fram í þessu máli síðan tillaga Multi-
consult var kynnt í sumar. Vegagerð-
in á enn eftir að koma fram með sína
skýrslu svo það er ástæðulaust fyrir
sveitarstjórn að taka afstöðu strax.
Fyrir okkur er þetta eins og árás
sveitarstjórnar á okkur,“ segir Krist-
ján og Rebekka, Eiríkur og Sigfríður
taka öll heilshugar undir. „Það þykir
í lagi að raska búsetuskilyrðum okkar
fyrir þennan veg en það má ekki taka
upp nokkur birkitré,“ segir Eiríkur
og bætir því við að vissulega muni
það hafa mikil áhrif á fleiri bændur
í sveitinni ef vegurinn verður lagð-
ur þvert yfir Þorskafjörð og Kristján
tekur undir það. „Þetta er ekki bara
slæmt fyrir okkur og Ásu og Þórð í
Árbæ. Þetta myndi gera Djúpadal
að afskekktasta bæ Reykhólahrepps.
Afleggjarinn heim að þeim bæ yrði
um 22 kílómetrar og þar eru börn
sem þurfa að sækja skóla. Ekkert
hefur verið rætt um kostnaðinn við
snjómokstur og viðhald á veginum
inn Djúpadal. Sveitarfélagið þarf að
tryggja að börnin þar geti sótt skóla
og getur það orðið kostnaðarsamt á
snjóþungum vetrum. Sveitarstjórn
hefur ekkert talað um þetta,“ segir
Kristján.
arg
„Manni sárnar að sveitarfélagið sé tilbúið
að fórna okkur með þessum hætti“
Rætt við ábúendur á Stað í Reykhólasveit um hugmyndir um vegagerð á landi þeirra
Kristján Þór Ebeneserson og Rebekka Eiríksdóttir á Stað í Reykhólasveit mótmæla tillögu Multiconsulant um nýjan Vest-
fjarðarveg.
Hér má sjá bæina Stað, til hægri, og Árbæ, til vinstri, en ábúendur á bæjunum
tveimur gætu misst mikið land og hlunnindi ef nýr Vestfjarðarvegur verður lagður
yfir þeirra jarðir.