Skessuhorn - 10.10.2018, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 23
hafi ekki getað verið ólíkari,“ seg-
ir Friðrik og Anna tekur heilshugar
undir. „Í Dölunum er landbúnaðar-
samfélag en í Ólafsvík snýst allt um
fiskinn. Það var bara meiri vinnu-
harka í Ólafsvík. Þar var til dæm-
is algengur fótaferðatími á milli
fjögur og fimm á morgnana því þá
héldu menn á sjóinn. Ég efast um
að bændur gangi almennt til verka
svona snemma dags.“ Friðrik segir
starf sóknarprests í Ólafsvík einn-
ig hafa verið nokkuð frábrugðið því
sem hann hafði áður þekkt. „Í Döl-
unum þjónaði ég fjórum fremur fá-
mennum söfnuðum en í Ólafsvík
var ég með tvo nokkuð stóra söfn-
uði og einn lítinn á Brimilsvöll-
um, sem sameinaður var Ólafsvík-
ursókn. Meiri regla var þar á öllu
helgihaldi, sem er jákvætt. Í Ólafs-
vík tókum við einnig þátt í öfl-
ugu félagsstarfi og erum endalaust
þakklát fyrir allan fiskinn sem okk-
ur var færður.“
Skráði sig í listfræði
Eins og fyrr segir fluttu þau Frið-
rik og Anna í Garðabæ eftir 12 ár
í Ólafsvík og tók Friðrik þar við
embætti prests hjá Garðapresta-
kalli. Aðspurð hvers vegna Garða-
bær hafi orðið fyrir valinu svarar
Anna því að þau hafi fyrst og fremst
verið að elta börnin. „Á þessum
tíma voru börnin farin suður í
skóla og við vildum bara vera nær
þeim. Í Garðabæ er svolítil dreif-
býlisstemning, svo það átti vel við
okkur að koma hingað. Ég er mjög
hamingjusöm að við skulum hafa
lent á þessum þremur stöðum en
ekki öðrum,“ segir Anna og Frið-
rik tekur undir. „Það var blessun
okkar í lífinu að lenda hér í Garða-
bæ, og ekki sakar að það er svolít-
ill þorpsbragur yfir Garðabænum
og stundum kalla ég okkur „þorp-
ara“ í gríni. Reynslan úr þessum
stöðum var dýrmæt, þótt samfé-
lagið í Garðabæ sé gjörólíkt hin-
um tveimur. Á þeim árum sem við
höfum búið í Garðabæ hefur fólki
í Garða- og Bessastaðasókn fjölg-
að um 6600 manns,“ segir Friðrik.
Eins og fyrr segir hefur Friðrik nú
lokið störfum og sest á skólabekk
en hvað er hann að læra? „Ég er í
listfræði í Háskóla Íslands,“ svarar
hann. „Ég samdi við biskup um að
ljúka þjónustu með námsleyfi og
fékk það.“ Blaðamaður horfir því
næst um stofuna eftir ummerkjum
um listamanninn innra með Frið-
riki og sér vissulega mörg falleg
listaverk á bæði veggjum og hill-
um. En hefur listnámið alltaf verið
draumur Friðriks? „Nei alls ekki.
Ég er enginn sérstakur listamað-
ur,“ svarar hann og Anna bætir
því við að hann hafi þó alltaf gam-
an að listasýningum. „Ég hefði al-
veg getað hugsað mér að læra sögu
eða bókmenntir en ég er bara eng-
inn lestrarhestur og ég er nokkuð
viss um að það þurfi að lesa þykk-
ar bækur fyrir það nám. Ég valdi
því listnámið svona eins og stað-
an er í dag. Það verður svo bara
að koma í ljós hvort ég klári það
eða fari að gera eitthvað allt ann-
að þegar fyrsta árinu lýkur,“ segir
Friðrik og hlær.
Aldrei verð jafn
mikið að gera
Aðspurður hvort hann hafi ekki
bara viljað slaka á þegar hann hafði
lokið störfum svarar hann því neit-
andi. „Mig langaði ekki bara að
hætta öllu alveg og það er aldrei of
seint að bæta við sig í námi. Þar get
ég ráðið álaginu, Ég er líka alveg
að njóta þess að vera í skóla,“ segir
hann. „Ég hef engar áhyggjur af því
að hann fari bara að slaka á,“ bætir
Anna við en hún fór sjálf á eftirlaun
síðasta vor. „Við erum bara núna að
gera það sem við viljum fyrir okk-
ur og njóta,“ segir hún og bætir því
við að þau hafi mörg áhugamál sem
þau ætli að sinna enn betur nú þeg-
ar tíminn er nægur. „Ég hef mjög
gaman að golfi og hef talað um að
ég ætli að verða „atvinnugolfari“
næst,“ segir Friðrik og hlær. „Svo
ætla ég að sinna tónlistinni meira í
náinni framtíð.“ Aðspurður hvort
hann hafi alltaf verið mikill tónlist-
armaður hlær hann og neitar því.
„Nei, ég hef notið þess að syngja
í kórum, en keypti mér harmón-
iku kominn yfir sextugt sem ég hef
verið að reyna að læra betur á. Ég
er enn þannig að ég þarf að loka að
mér inn í herbergi þegar ég spila.“
arg
Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur
blómleg byggð og náttúruvernd farið saman?
16.-17. október 2018, Fosshótel Stykkishólmi
Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta
þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að
sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan á erindi við
alla sem eru áhugasamir um byggðaþróun og umhverfismál á Íslandi.
Skráning á www.byggðastofnun.is og skráningarfrestur er til 12. október.
Ráðstefnugjald 15.000 kr., innifalið eru veitingar og ráðstefnugögn.
Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur
blómleg byggð og náttúruvernd farið saman?
16.-17. október 2018, Fosshótel Stykkishólmi
Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun
með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan á
erindi við alla sem eru áhugasamir um byggðaþróun og umhverfismál á Íslandi.
Skráning á www.byggðastofnun.is skráningarfrestur er til 12. október.
Ráðstefnugjald 15.000 kr., innifalið eru veitingar og ráðstefnugögn.
Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur
blómleg byggð og náttúruvernd farið saman?
16.-17. október 2018, Fosshótel Stykkishólmi
Tilgangur ráðstefnunn r er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun
með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróu byggðar um allt land. Ráðs efnan á
erindi við alla sem eru áhugasamir um byggðaþróun og umhverfismál á Íslandi.
Skráning á www.byggðastofnun.is skráningarfrestur er til 12. október.
Ráðstefnugjald 15.000 kr., innifalið eru veitingar og ráðstefnugögn.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Við Hlíðarbyggð í Garðabæ stend-
ur heimili þeirra séra Friðriks J
Hjartar og Önnu Nilsdóttur. Þang-
að fluttu þau hjónin frá Ólafsvík
árið 1999 eftir 12 ára búsetu þar.
Blaðamaður Skessuhorns fékk hlýj-
ar móttökur á heimili þeirra fyrir
skemmstu. Tilefni heimsóknarinn-
ar voru starfslok Friðriks en sunnu-
daginn 23. september kvaddi hann
söfnuðinn og er nú sestur á skóla-
bekk. Friðrik starfaði sem sóknar-
prestur í Dölum og Ólafsvík í rétt
tæpa tvo áratugi áður en hann tók
við embætti prests í Garðabæ.
Kjörinn sama dag og
Vigdís Finnbogadóttir
Friðrik er Vestfirðingur í húð og
hár en Anna ólst upp á Siglufirði.
Þegar Friðrik var 11 ára gamall
flutti hann í Borgarnes þar sem
hann bjó í 11 ár eða þar til hann
hélt suður að læra guðfræði. Frið-
rik lauk námi árið 1979 en fékk ekki
strax starf innan kirkjunnar. „Það
var ekkert laust í þeim prestaköll-
um sem höfðuðu til okkar. Við vor-
um ekki tilbúin að flytja mjög langt
út á land þar sem mér þætti ég of
einangruð,“ segir Anna og brosir.
„Það var þó svo heppilegt að á þeim
tíma sem ég útskrifaðist úr guð-
fræðinni var ég viðstaddur útför í
Borgarnesi. Þar hitti ég Guðmund
Sigurðsson, skólastjóra í Grunn-
skólanum í Borgarnesi og hann
bauð mér kennarastarf um vetur-
inn sem ég þáði,“ segir Friðrik. Ári
síðar losnaði embætti sóknarprests
í Hjarðarholtsprestakalli í Dölum
og ákvað Friðrik að sækja um. „Á
þessum tíma var kosið til prests en
þar sem stutt var í forsetakosning-
ar var ákveðið að nýta það tilefni til
að kjósa einnig í starf sóknarprests.
Við Vigdís Finnbogadóttir voru
því kjörin sama dag,“ segir Friðrik
kíminn. Friðrik var vígður í stöðu
sóknarprests 6. júlí 1980 og gegndi
því starfi í sjö ár.
Allt eins og best
var á kosið
Aðspurð hvað hafi gert Hjarðar-
holtsprestakall álitlegan kost fyrir
þau svarar Anna því að staðsetning-
in hafi í raun ein ráðið til um það.
„Okkur þótti Búðardalur vel stað-
settur bær en þar ertu komin út í
sveit án þess að vera of einangruð
og langt frá allri helstu þjónustu.
Tímasetningin hefði líka ekki get-
að verið betri. Við höfðum bara
ætlað að vera einn vetur í Borg-
arnesi og þarna var komið fram á
vor svo við stóðum á tímamótum.
Allt við þetta var í raun bara eins
og best var á kosið,“ segir Anna og
hugsar til baka þessi tæplega fjöru-
tíu ár. „Í Búðardal áttum við gríð-
arlega góðar stundir. Þar eignuð-
umst við marga góða vini og eft-
ir sitja dýrmætar minningar,“ seg-
ir hún og Friðrik tekur undir. „Á
þessum tíma var töluverð uppbygg-
ing í Dölum og heilmikil umsvif í
öllu samfélaginu. Það var því mikið
líf í bænum og öflugt og skemmti-
legt félagslíf. Ég var í Lionsklúbbn-
um og Anna í kvenfélaginu og svo
vorum við bæði í skógræktarfé-
laginu. Það var alltaf nóg að gera og
við vorum fljót að komast vel inn í
samfélagið,“ segir Friðrik. „Fólkið
var líka svo yndislegt og allir tóku
okkur svo vel. Ég er því mjög þakk-
lát,“ bætir Anna við.
Vinalegt samfélag í
Búðardal
„Á þessum tíma voru kjör presta
þannig að ég þurfti að sækja aðra
vinnu og fór því að kenna og lík-
aði það vel,“ segir Friðrik. Anna
starfaði á skrifstofu sveitarstjóra
við bókhald. „Ég vann með Matta
sveitarstjóra og líkaði mjög vel. Á
þessum tíma var skrifstofan færð
inn í þetta stóra fína hús sem hún
er í núna,“ segir Anna brosandi og
rifjar næst upp hvernig húsmóð-
irin innra með henni hafi feng-
ið að njóta sín þessi ár í Búðardal.
„Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síð-
ar, verið jafn mikil húsmóðir og í
Dölunum. Þar voru allar konurnar
svo ótrúlega duglegar húsmæður.
Þær voru að gera kæfu, sultu og alls
konar svona voðaleg fínheit sem
ég hafði aldrei gert. En þetta hafði
góð áhrif á mig og ég fór öll í þetta
líka og þótti það gríðarlega gaman.
Í Búðardal var líka alltaf svo mik-
ill samgangur. Fólk var duglegt að
kíkja í heimsóknir. Það þekktust
allir svo vel og samfélagið var allt
svo vinalegt,“ segir Anna og Frið-
rik minnist þess þá hvernig eflaust
flestir Dalamenn hafi sest inn í kaffi
til þeirra á leið sinni á skrifstofu
prestsins. „Ég var með skrifstofuna
í kjallaranum heima og í stað þess
að ganga inn um dyrnar á neðri
hæðinni komu allir inn á heimilið
til okkar og settust niður í kaffi og
spjall í leiðinni.“
Tvö mjög ólík samfélög
Árið 1987 var laust embætti sókn-
arprests í Ólafsvíkurprestakalli og
Friðrik ákvað að sækja um. „Mér
fannst ég eiginlega á endastöð í
Búðardal hvað prestastarfið varðar.
Mig langaði að þjóna stærra presta-
kalli og var Ólafsvíkurprestakall
um tvisvar sinnum stærra en Hjarð-
arholtsprestakall. Þetta var í raun
eina ástæðan fyrir því að við fór-
um. Okkur leið vel í Búðardal og
hefðum alveg viljað búa þar áfram,“
segir Friðrik sem tók við starfi
sóknarprests í Ólafsvík í lok ársins
1987. „Okkur leið einnig mjög vel
í Ólafsvík. Þar var einnig yndislegt
fólk og mjög gott samfélag,“ segir
Anna. „Ég held samt að þessi tvö
samfélög, í Búðardal og Ólafsvík,
Hefur flutt sína síðustu predikun
og er sestur á skólabekk
Rætt við séra Friðrik J Hjartar og Önnu Nilsdóttur
Friðrik J Hjartar og Anna Nilsdóttir eiga margar hlýjar minningar frá tíma þeirra í
Dölum og Ólafsvík en Friðrik var sóknarprestur á Vesturlandi í nærri tvo áratugi.