Skessuhorn - 10.10.2018, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 201824
Ljósmyndarinn og kvikmynda-
gerðakonan Birta Rán Björgvins-
dóttir situr sjaldan auðum höndum
og gerir í því að skora á eigin sköp-
unargleði eins oft og reglulega og
hún getur. „Ég get ekki verið að gera
það sama dag eftir dag. Ég vil fjöl-
breytni og ég sækist í hana. Það að
geta gert mismunandi hluti á hverj-
um einasta degi, takast á við nýjar
áskoranir hverju sinni og vera stöð-
ugt að læra og vaxa sem einstakling-
ur er æðislegt og ég get ekki hugs-
að mér að lifa lífinu öðruvísi,“ seg-
ir Birta Rán. „Ég verð svo rosalega
eirðarlaus ef ég er ekki að gera eitt-
hvað uppbyggjandi og skapandi.“
Blaðamaður Skessuhorns kíkti í
heimsókn til Birtu á dögunum til að
spjalla um Andvara og hvernig það
er að fóta sig í kvikmyndaheiminum
hér á Íslandi.
Úr kvikmyndaskólanum
í Kukl
„Ég er þannig séð frekar ný í kvik-
myndaheiminum,“ byrjar Birta frá-
sögn sína aðspurð af hverju hún
kaus að fara kvikmyndaleiðina í líf-
inu. „Ég fór og sótti um í Kvik-
myndaskólanum en með hikandi
hugarfari. Ég velti fyrir mér fram og
til baka hvort ég ætti eða ætti ekki
að sækja um. Svo hugsaði ég bara,
hverju hef ég að tapa?“ Birta Rán
sótti um í skólanum og komst inn. Á
haustönn 2015 byrjar Birta í skólan-
um á deildinni, skapandi tækni, sem
snýst um tökuhlutann í ferlinu. Að
vísu eru kúrsar sem snúa að öllu sem
viðkemur kvikmyndagerð í skólan-
um; skrif, framleiðsla, leikstjórn,
tökur og svo framvegis. Árið 2016
þegar vorönnin var komin langt á
leið vissi Birta að það væri gott að
fá starf innan geirans til að öðlast
reynslu og mynda góð tengslanet
sem eru gífurlega mikilvæg í brans-
anum. „Ég leitaði til eins kennara
míns sem starfar hjá eftirvinnslu-
fyrirtæki. Ég spurði hann hvort það
væri eitthvað laust hjá þeim sem
reyndist ekki vera en hann hins veg-
ar benti mér á að athuga hjá Kukli.
Ég leitaði þangað og fékk að koma í
prufu. Þau hjá Kukli voru þá nýbúin
að ráða inn nýjan strák og voru eig-
inlega ekkert að leita að fleira starfs-
fólki. En, ég fæ að koma í prufu
og átti sömuleiðis að senda hvað
ég væri búin að gera, verkefni og
svona,“ útskýrir Birta. „Um kvöld-
ið fæ ég símtal um að ég hafi fengið
vinnuna hjá Kukli.“
Í kjölfarið hætti Birta í skólanum
eftir eins árs nám. „Ég hætti vegna
þess að í rauninni hefur það að hafa
fengið vinnu hjá Kukli verið marg-
falt betra og meira nám en ég hefði
nokkurn tíman fengið í kvikmynda-
skólanum,“ segir Birta ákveðin.
Hún byrjaði hjá Kukli vorið 2016
og hefur verið þar síðan. Með dag-
vinnunni þar tekur Birta verkefni að
sér til hliðar tengt kvikmyndabrans-
anum eða ljósmynduninni sem hún
sinnir á kvöldin eða um helgar.
Kukl
Kukl er tækjaleiga fyrir kvikmynda-
búnað en ekki framleiðslufyrirtæki
eins og margir halda. Fyrirtæk-
ið sér um að leigja út búnað fyrir
hverskonar framleiðslu á bíómynd-
um og sjónvarpsefni. „Við leigj-
um út bílana sem eru merktir okk-
ur, kamerur, ljós, tæki, allt svoleið-
is. Það hefur verið ótrúlega verð-
mætt að komast þangað inn. Þetta
er frekar stórt fyrirtæki en við erum
ekki mörg sem vinnum þarna. Við
erum hins vegar svona eins og stór
fjölskylda og höfum myndað rosa-
lega skemmtilegan hóp í vinnunni.
Hjá Kukli getur fólk gengið inn og
fengið aðstoð frá okkur. Það fer svo
algjörlega eftir því hvort það sé ver-
ið að skjóta auglýsingu eða viðtal,
hvað fólk þarf hverju sinni. Svo þarf
auðvitað að fara yfir alla hluti sem
koma inn eftir leigu og passa að allt
sé í lagi og góðu standi.
Andvari
Birta kynntist Guðnýju Rós Þór-
hallsdóttur á unglingsárunum í
gegnum Flickr, samfélagsmiðil sem
einblínir á ljósmyndir, þar sem þær
voru báðar duglegar að taka mynd-
ir og deila á síðuna. „Við hittumst
aldrei fyrr en seinna en vorum alveg
með hvor aðra á Facebook og viss-
um af hvor annarri. Hún bjó nefni-
lega á Egilsstöðum og ég í Borgar-
nesi. Svo komumst við að því báð-
ar að við værum að byrja á sama
tíma í kvikmyndaskólanum og viss-
um hvorugar að hin hafði sótt um,“
segir Birta glöð. Það var á skóla-
setningunni 19. ágúst 2015 sem þær
vinkonur hittust í fyrsta skipti eftir
nokkra ára kunningsskap í gegnum
Internetið. „Við kynnumst í skólan-
um og smellum rosalega vel saman.
Það kemur svo í ljós seinna, þegar
Guðný heldur ræðu í brúðkaupinu
hjá mér og Jóni Atla, að brúðkaups-
dagurinn okkar Atla var sama dag
og ég og Guðný hittumst í fyrsta
skipti. Þess vegna þykir mér mjög
vænt um 19. ágúst,“ segir Birta og
brosir. Birta og eiginmaður henn-
ar Jón Atli Magnússon héldu fall-
egt brúðkaup á æskuslóðum Birtu, í
Skallagrímsgarðinum í Borgarnesi.
„Guðný er mikið formfastari og
ég er meira svona flæðandi og við
fúnkerum einstaklega vel saman.
Andvari kemur í framhaldinu. Mér
fannst við þurfa sameiginlegan plat-
form af því ég vissi að við vorum að
fara að vinna mikið saman í framtíð-
inni,“ segir Birta en þó svo að And-
vari sé sameiginlegur flötur fyrir
þær stöllur þá taka þær að sér önnur
verkefni í sitthvoru lagi en setja þó
Andvara nafnið á bakvið hvert og
eitt þeirra. „Við erum ekki endilega
að gefa okkur út sem framleiðslu-
fyrirtæki heldur erum við teymi.
Andvari er ég og Guðný. Við höfum
þroskast saman og í sitthvoru lagi.
Hún er til dæmis sterkari framleið-
andi heldur en ég, örugglega út af
skipulags hæfileikum hennar, og þá
hefur hún verið að taka að sér fleiri
verkefni sem snúa að framleiðslu.
Ég hef hins vegar verið að taka að
mér verkefni tengd eftirvinnslunni.
Við erum í sitthvorum endanum á
ferlinu og virkum vel saman,“ bætir
hún við.
Erfitt að tileinka sér
ákveðinn stíl
Birta segir erfitt að velja eitthvert eitt
uppáhalds af þeim verkefnum sem
hún hefur tekið að sér, hvort sem
það sé tónlistarmyndband, stutt-
mynd eða auglýsing, það fer algjör-
lega eftir hversu langt hvert verkefni
er komið hverju sinni, hversu mikið
sköpunarfrelsi hún hefur. „Er þetta
tónlistarmyndband? Er bandið með
mótaða ímynd? Er þetta nýr artisti
sem er ennþá að finna sig? Þetta fer
allt saman eftir vettvangi og fólki,“
útskýrir Birta. „Þegar við vinnum
með auglýsingastofum þá er yfirleitt
stofa með kúnna og búið að ákveða
nákvæmlega hvað á að gera. Aftur á
móti, ef við erum að tala um stutt-
mynd sem Guðný skrifaði, þá höf-
um við algjört sköpunarfrelsi.“
Birta segist ennþá vera að finna
stílinn sinn en segir mikilvægt að
takmarka sig ekki við einhvern
ákveðinn stíl, sérstaklega þegar
maður er ennþá að fóta sig í brans-
anum. „Stíllinn minn er að fæðast
og gerjast. Svo er líka hluti af þessu
að prófa sig áfram og sjá hvað virkar
og hvað virkar ekki. Það er erfitt að
vera tökumaður með ákveðinn stíl
því það heftir þig, sérstaklega þegar
þú ert að byrja,“ segir Birta. „Þetta
er töluvert ólíkt því sem maður vill
í ljósmyndun. Þá er betra að vera
með sinn eigin mótaða stíl. Aftur
á móti, sem tökumaður, þá er það
meira heftandi heldur en annað og
betra að kunna fleiri hluti og geta
haft upp á meira að bjóða.“
Stöðug sjálfskoðun
„Ég fer í sjálfskoðun eftir hvert ein-
asta verkefni og passa að skoða vel
hvað ég læri hverju sinni því það
er hægt að læra eitthvað af hverju
verkefni. Ef maður hættir að hugsa,
hvað gerði ég gott? Hvað var ekki
nóg og gott? Hvernig get ég bætt
þetta? Þá staðnar maður, hættir að
vaxa og verða betri. Þegar það gerist
þá er best að fara og gera eitthvað
annað. Ef hjartað er ekki í því sem
þú ert að gera, þá á maður að fara
að snúa sér að öðrum hlutum,“ segir
Birta. „Draumurinn er að geta lifað
af þessu. Að halda áfram svo lengi
sem það sé gaman og hvetjandi,“
segir Birta að endingu.
glh
„Draumurinn er að geta lifað á þessu“
Rætt við Borgnesinginn Birtu Rán Björgvinsdóttur, ljósmyndara og kvikmyndagerðakonu
Birta Rán Björgvinsdóttir.
Birta á setti. Teymið á bakvið Andvara. Þær Birta og Guðný ræða málin á setti.
Birta Rán og Jón Atli á brúðkaupsdeginum sínum í Skallagrímsgarði.
Ljósm. Bernhard Kristinn.
Birta segir mikilvægt að rækta sköp-
unargleðina. Ljósm. Birta Rán.