Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Qupperneq 26

Skessuhorn - 10.10.2018, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 201826 Slysavarnadeild- in Líf á Akranesi afhenti Kvenna- deild Sjúkrahúss Akraness rausn- arlegan styrk til tækjakaupa á dög- unum. Upphæðin var gjafabréf upp á 500.000 krónur, sem konur innan deildarinnar hafa safnað. Einnig hafa konurnar í slysa- varnadeildinni afhent ungbarnaeftir- litinu á Akranesi fjölmargar pakkn- ingar með gjöfum til ungbarna. Ung- barnaeftirlitið fékk 40 pakkningar í mars síðastliðnum og nú bættust 45 í viðbót. Börnin fá gjafirnar afhentar við sex vikna skoðun í ungbarnaeftirlitinu. Verkefnið hefur staðið yfir síðastlið- in sjö ár, eða síðan 2011. „Í þessum pakka er eitt handprjónað eða heklað stykki eins og smekkur, húfa, vettling- ar eða sokkar,“ segir Hallfríður Jóna Jónsdóttir formaður slysavarnadeild- arinnar. Í hverjum pakka er einnig bæklingur um öryggi barna á heim- ilum og endurskinsmerki. „Flestar konur innan deildarinnar geta tekið þátt í þessum gjöfum. Elstu konurnar eru komnar vel á níræðisaldur. Þetta er unnið af mikilli alúð,“ bætir Hall- fríður við. klj Í síðasta blaði Skessuhornsins birtist aðsend grein með fyrirsögninni „Eru Borgnesingar ginkeyptir?“ Þar sem ég var bæði hönnuðurinn að sýn- ingarhúsi fyrir Grímshússfélagið og verðandi hönnuður Martin Miller’s Gins gestastofunnar er ég knúinn að koma með svar við þessari grein. Fyrst er rétt að leiðrétta smá rang- færslu. Það mun aldrei koma safn í Grímshúsið. Safn er mikið magn muna, gripa og/eða skjala sem er geymt og varðveitt eins og t.d. Þjóð- minjasafn, Þjóðskjalasafn og Safna- hús Borgfirðinga ef því er að skipta. Aftur á móti var talað um að setja upp sýningu í Grímshúsinu á munum úr safni, t.d. Safnahússins, m.ö.o. átti það að að verða sýningarhús. Annað sem ég vil líka leiðrétta í greininni. Þar segir að hópur manna hafi stofn- að Grímshúsfélagið en í þeim hóp voru svo sannarlega framsýnar kon- ur líka. Ég var fenginn til að koma með til- lögu um nýtingu hússins í samvinnu við Grímshúsfélagið árið 2014, með þeirri hugsjón að þar yrði sett upp sýning um útgerðarsögu staðarins. Það var ljóst frá upphafi að húsið átti að standa undir sér og vera sjálfbært í rekstri. Það síðasta sem sveitarfélagið og við sem samfélag þurfum er enn einn kostnaðarliðurinn í rekstri fast- eigna. Nógu erfitt er og miklu nær reyndar að finna hlutverk þeim fjöl- mörgu félagsheimilum sem Borgar- byggð hefur í sínu eignasafni. Þannig að frá upphafi var talað um að vera með einhvers skonar rekstur í hús- inu meðfram sýningunni með þeim markmiðum að reksturinn yrði sjálf- bær. Það er hægara sagt en gert að fá þannig aðila - einhvern sem er til í að byggja upp rekstur af eigin hugsjón en vera skyldugur til að vera með svo sérhæfða sýningu. En það gerð- ist samt þegar forsvarsmenn Mart- in Miller’s Gin komu til landsins og sáu Grímshúsið með eigin augum og þær hugmyndir sem þegar höfðu komið fram. Það vill til að útlitslega gengur framleiðsla Martin Miller’s Gins þetta afar vel við hugmynda- fræði Grímshússfélagsins. Þar sem markmiðunum var mætt var félagið tilbúið að gefa húsið frá sér eins og alltaf var áætlað, eins og kom fram í fundargerð byggðarráðs Borgar- byggðar 26. september sl. Verði hugmyndir Martin Mill- er’s Gin að veruleika má sjá í hendi sér frábæra við- bót við atvinnu- lífið á svæðinu og eflingu upplifunar þeirra gesta sem sækja bæinn heim. Það er staðreynd að þjónusta fer minnkandi á svæð- inu, samanber lokun umboðsstofu VÍS í bænum og hætta á að aðrar stofnanir fylgi í kjölfarið. Svona upp- bygging er því afar mikilvæg fyrir samfélagið, annars eigum við á hættu á að verða draugabær. Svo er spenn- andi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa á Brákarey, en ég er sammála að hef- ur séð sinn fífil fegurri. Maður getur látið sig dreyma um að sláturhúsið verði gert upp í anda Marshallhúss- ins í Reykjavík. Eyjan væri spennandi suðupottur menningar og iðnaðar, jafnvel íbúða ef einhver hefur áhuga á að búa þar - svona eins og Grand- inn umhverfis áðurnefnt Marshall- hús í Reykjavík er orðinn í dag. Þær hugmyndir sem nú eru komnar fram ganga út á að varðveita húsið í nú- verandi mynd og bera virðingu fyr- ir sögu þess. Þá er áætlunin að reisa viðbyggingu við húsið sem mun hýsa framleiðslu fyrirtækisins sem viðbót við starfsemina. Rétt er að taka fram að auðvitað verða byggingarnar látn- ar tóna við gamla Grímshúsið. Þegar þetta er ritað er áætlað að starfsem- in í Grímshúsinu verði þríþætt, það er sýning í anda Grímshúsfélagsins, veitingasala og svo framleiðsla þann- ig framtíð byggingarinnar er svo sannarlega björt. Ég er náttúrulega að skrifa hér sem hagsmunaaðili fyrir þessari uppbygg- ingu en ég er jafnframt hagsmuna- aðili á öðru sviði - sem íbúi í Borg- arnesi. Ég vil búa í bæ sem er fram- sýnn, opinn fyrir uppbyggingu, nú- tímalegur og framúrstefnulegur - en beri á sama tíma virðingu fyrir sögu sinni og menningu. Þannig bær er eftirsóknarverður staður til að búa á. Ég held að við getum öll verið sam- mála um að við viljum sjá uppbygg- ingu á svæðinu og eflingu í menn- ingar, atvinnu og um leið mann- lífi á staðnum. Til þess að svo gæti orðið verðum við að vera opin fyrir nýjungum og ferskum hugmyndum. Annars horfum við fram á stöðnun. Borgarbyggð á helling inni og tæki- færin eru til staðar. Nýtum þau! Sigursteinn Sigurðsson. Svar við grein Jóns Péturs- sonar um Grímshúsið Pennagrein Slysavarnadeildin Líf afhenti styrk og gjafir til ungbarna Konur í Slysavarnadeildinni Líf á Akranesi afhentu styrk til Kvennadeildarinnar og gjafir til ungbarna. Ljósm. Líf. Fyrir skömmu birtist í Skessuhorni lítil og sakleysisleg frétt um að Apó- tekarinn hygðist snúa aftur á Akra- nesi. Rætt var við framkvæmdastjóra félagsins um endurkomu félagsins í viðskiptalífið á Akranesi. Lýsti hann ástæðum endurkomunnar og nefndi hann meðal annars fólksfjölgun og starfsmann félagsins sem búsettur væri á svæðinu og langaði að vinna heima. Nauðsynlegt væri að bæta þjónustu við íbúa en fyrst og fremst væri það þó ákall íbúa sem varð til þess að fyrirtækið ákvað að láta slag standa og víst væri að íbúar tækju fyrirtækinu opnum örmum. Ekki er orðið samkeppni þó nefnt í frétt- inni. Framkvæmdastjórinn ræddi ekk- ert um viðskiptasögu fyrirtækisins á Akranesi. Því er ekki úr vegi að rifja hana upp í nokkrum orðum. Lyf og heilsa varð einrátt á lyfjamarkaði á Akranesi frá árinu 2000 þegar það keypti Akraness apótek af þáverandi apótekara. Lyf og heilsa hafði áður keypt nokkur önnur apótek víða um land og beitt til þess ýmsum miður þokkuðum aðferðum að því er fram kom síðar. Árið 2007 opnaði Apótek Vestur- lands og hófst þá samkeppni þess- ara fyrirtækja. Þá, eins og nú, voru í gildi samkeppnislög í landinu, sem setja markaðsráðandi fyrirtækjum ákveðnar skorður. Í fyrstu reyndu stjórnendur Lyfja og heilsu að koma í veg fyrir samkeppnina með því að bjóða lyfsala Apóteks Vesturlands vinnu gegn því að hætt yrði við opn- un hins nýja apóteks. Þegar það gekk ekki hófust miklar aðgerðir sem áttu ekki aðeins að skaða rekstur Apóteks Vesturlands verulega heldur einn- ig að „senda skýr skilaboð til ann- arra aðila um að ekki myndi borga sig að reyna innkomu á a.m.k. þeim landfræðilega markaði,“ segir orð- rétt í úrskurði Samkeppnisstofnun- ar á sínum tíma og var þar átt við höfuðborgarsvæðið. Aðgerðir þess- ar reyndu mjög á fjárhagsleg þolrif Apóteks Vesturlands. Brot Lyfja og heilsu voru af ýmsum toga en ekki er ástæða til þess að rekja þau nánar í stuttri blaðagrein. Að vonum kvörtuðu eigendur Apóteks Vesturlands til Samkeppn- iseftirlitsins. Það tók Samkeppnis- eftirlitið rúm þrjú ár að komast að niðurstöðu en hún var afdráttarlaus. Orð eins og skipuleg atlaga, skýr ásetningur, röskun samkeppni, mis- notkun gefa til kynna hversu alvar- legum augum Samkeppniseftirlitið leit framferði eigenda og stjórnenda Lyfja og heilsu. Var fyrirtækinu gert að greiða 130 milljóna króna sekt til ríkissjóðs. Nánar má lesa um sögu þessa í ákvörðun 4/2010 á vef Sam- keppnisstofnunar. Íbúar á Akranesi létu ekki bjóða sér framkomu og viðskiptahætti sem þessa og 1. mars 2012 lokaði fyrir- tækið apoteki sínu á Akranesi. Aldrei báðu forsvarsmenn Lyfja og heilsu viðskiptavini fyrirtækis- ins eða íbúa á Akranesi afsökunar á stórfelldum brotum sínum. Af frétt Skessuhorn má ráða að þeir hafa ekkert lært á þeim átta árum sem liðin eru frá úrskurðinum. Þeir von- ast því væntanlega til þess að íbúar á Akranesi og nágrenni hafi gleymt þessari sögu. Að síðustu er rétt að geta þess, svo alls réttlætis sé gætt, að stærsti eig- andi Lyfja og heilsu á umræddum tíma, þurfti í kjölfar fangelsisdóms og milljarða sektargreiðslna og selja eignarhlut sinn. Svo heppilega vildi til að sonur hans um tvítugt hafði fjárhagslega burði til þess að kaupa þennan verslunarrisa. Samkeppni í viðskiptum er nauð- synleg og kemur neytendum oftast til góða til lengri tíma litið. Það skiptir hins vegar máli hvernig samkeppni er beitt og að landslög og siðferði séu virt. Ég trúi því að um það séu flestir sammála og beini viðskiptum sínum í samræmi við þá skoðun. Halldór Jónsson. Höfundur er áhugamaður um samkeppni í viðskiptum. Lyf og lögleysa í viðskiptum Pennagrein „Þú ert rosa duglegur strákur,“ seg- ir tannlæknirinn, „já ég veit,“ svar- ar þriggja ára stráklingur rogginn. Þegar heim var komið þurfti að end- urtaka söguna af dugnaðinum og amma sagði: „Þú er aldeilis „seig- ur“,“ sem hann spurði hvað merkti og fékk svarið duglegur. Seigur gæti líka verið stytting á þrautseigur sem er náskylt dugnaði en ekki alveg það sama. Þrautseigja er að hafa úthald til að klára hluti, líka erfiða. Það er að seiglast áfram í gegnum leiðinleg verk eða gegnum skólagöngu sem er leiðin að þeirri framtíð sem þú ósk- ar þér en er ekki alveg sú nútíð sem þig langar mest að vera í, svo dæmi séu tekin. Eins og flest í fari okkar er hún að einhverju leyti meðfædd en það er hægt að hafa áhrif á hana og mikilvægt að börn læri þrautseigju og bjartsýni því það er svo gagn- legt í lífinu. Þeim sem eru bjartsýn- ir gengur betur en próf myndu spá fyrir um í skóla, þau taka sig frek- ar á þegar þau fá skell og eru bæði heilsuhraustari og ánægðari með líf- ið. Þessir eiginleikar tengjast því að sjá bjart framundan, en von um betri tíð, er að mínu mati lykill að þraut- seigju. Börn geta lært hvort heldur von- leysi eða von. Lært hjálparleysi er bæði uppskrift að slæmu gengi í skóla og þunglyndi. Því miður er líklegt að börn sem fá of erfið verk- efni í skóla læri mjög hratt von- leysi sem kemur þannig fram að þau missa áhuga og hætta að reyna við námið af alvöru. Þetta á auðvitað við um öll verk- efni. Ef foreldri gerir of miklar kröf- ur sem barnið hefur ekki möguleika á að standa undir gerist það sama. Ef kröfurnar eru þannig að barn á „allt- af“ eða „aldrei“ að gera eitthvað, eru þær óraunsæjar. Börn eru stundum óþekk, taka ekki alltaf til né segja alltaf satt, alveg eins og við full- orðna fólkið. Þau eru ekki fullkomin en eru samt alveg eins og þau eiga að vera, og elsku verð, eins og við. Hitt er líka til að foreldri elski barnið svo ógurlega að það geri of litlar kröf- ur og hlífi barninu á allan hátt. Ef barnið kvíðir fyrir prófi hringir for- eldrið það inn lasið, ef það mætir og gengur illa er það prófið eða kennar- inn sem er ómögulegur, því er alltaf skutlað í skólann því það er svo mik- ið vesen að ganga og svo framvegis. Þrautseigja og sjálfstrú lærist hins- vegar bara við að takast á við hluti og komast yfir erfiðleika. Það að inn- ræta börnum gróskuhugarfar er ein undirstaðan, fyrst þarf uppalandinn reyndar að tileinka sér það, þannig virkar uppeldi, þú þarft að verða sú fullorðna manneskja sem þú vilt að barnið verði. Þau læra af því hvern- ig þú ert og hvernig þú tekst á við erfiðleika og mistök. Gróskuhugarf- ar er meðal annars að horfa á erfið- leika, mistök og gagnrýni með þeim augum að þú getir lært af þeim. Þá tapar þú aldrei, annað hvort tekst þér ætlunin eða þú lærir af mistök- unum og getur jafnvel deilt fyndinni sögu. Mundu að hvort sem þú trúir því að þér mistakist eða náir árangri er líklegast að það gangi eftir, eins og haft er eftir Henry Ford. Steinunn Eva Þórðardóttir. Seig börn Heilsupistill Steinunnar Evu

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.