Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Page 27

Skessuhorn - 10.10.2018, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á net- fangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsend- um lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 82 lausnir við krossgátunni í blaði síðustu viku. Lausnin var: „Munn- mæli“. Vinningshafi að þessu sinni er Sigrún Karlsdóttir, Sóleyjargötu 6, 300 Akra- nesi. Viðmót Flan Spil Ullar- efni Greind Óþekk Prjál Hrufl Par Ílát 10 Ramb Sóma Hljóma Í auga Villtir Mær Hlut- verk Holl Núna Örn Frón Korn Ísl.st Afar Hvílir Rás Þessi sem Til Galli Verma 5 Farði Sýður 1 Dúkur þegar Féll Smá- bók Ekill Nefnd Blása Kona Von Bara Máti Pallur Sál Ormur Kvakar Skart Blaður Glans Kusk Örlátur 3 8 Utan Bítast Gufa Hvæs Ekja Dvelja Tónn Naut Heiti Afléttir Svik Espir Hnoðar Jurta- seyði Inn Staup Ílát Eld- stæði Titill Kvað 6 Frétt Slurk Útjaðar Slæm Sýll Leikni Kúnst 4 Mak Ferma Háð Fæði Kall Þökk Ró Æti Stika Karl Romsa Samhlj. 7 Fum 2 Frá Eink.st. Nemur Leit Öslaði Brott Rugga Öflug Leifar 1 2 3 4 5 6 7 8 G Þ R Á F E L L D U R G U L L J Ó R E R Ó Á F E L L A Æ Ó S V I N N A R A K Ó L G A Ð A K K U R F A Ð M U R V Ó K N Ú S A H A K E I K E L U R L Á R U N N I A V I T R U N G Á T A Á Ð I R T R Á M A L Æ K I R U N S Þ Ú S T Á T A T Ö R N Ó Á T Ú S S P A S S E I R Þ J A R K S P U N I F R R Ú S Ó S K R Æ L L K Í S K U R E I T I L A F L Ö R L A R M M L I L D I R Ó V Á T A U F J A Ð R A R I L A K R O T A R Ý M A T R E K K T A R F U R I L A S Á I R A K K Á N A N A M U N N M Æ L IL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Nýlega rak til mín þessa vísu án höfundar eða til- efnis og væri nú gaman ef einhver gæti frætt mig um þá hluti: Láttu gjalla gígju máls gleði snjalla mærin. Syngdu alla ævi frjáls eins og fjallablærinn. Um tíma var það nokkuð vinsæl íþrótt hag- yrðinga að yrkja vísur túlkaðar með lestrar- merkjum og mætti koma hér smásýnishorn af þeirri framleiðslu en um höfunda veit ég ekki: ; sat á tröppum sá ég „—“ hér er bezt að hugsa sig um ( 100 / ) Og önnur kemur hér. Maður kom að máli við hagyrðing nokkurn og sagði: Á bögu er ég byrjaður botna þú með herkjum. Hinn reif blað úr vasabók og ritaði botn- inn þannig: „W : “ Og ein enn: Þorsteinn sat á — — þægilegum, sló með, og : sig um, Karl, og hafði (-). Vísurnar munu koma eðlilega ritaðar í næsta þætti en ef menn vilja dunda sér við það má senda ráðningar á dd@simnet.is og aldrei að vita nema einhverju verði vikið að þeim getspökustu ef vel liggur á mér. Þó skipulögðum fjárleitum sé nú að mestu lokið eru víða töluverðir snúningar eftir við að ná fé af eyðijörðum eða þeim svæðum sem einhverra hluta vegna eru illa eða ekki smöluð og þær aðstæður eru ekki síður niðri í byggð. Hjörleifur Kristinsson orti um sín samskipti við óþekkar útigangsær: Óþekku ærnar þjóta óspart þær neyta fóta ég elti þær alltaf og blóta að því kominn að skjóta. Ég ætla bráðum með Árna, engan þarf hest að járna að elta útigangskindur enda sé lítill vindur. Landið er giljótt og geirað, gamlir lækir og fleira að svo hvergi er hægt að keyra að Kollu með skemmda eyrað. Guðrún Eiríksdóttir í Villinganesi orti um gangnamann sinn sem var að ferðbúast: Í gangnaflokki um grýttan stig gleggst burt lokkar trega, Brúnn og Sokki bera þig bara þokkalega. Vegamálin og reyndar samgöngumálin í heild sinni eru eilíft deilu- og umræðuefni hvar sem er á landinu og ekki síst þegar lengra dregur frá þéttbýlinu. Er nærtækast að minna á deilur um Teigsskóg og aðrar hugmyndir um vegalagningu á þeim slóðum. Fyrir all- mörgum árum var lagður beinn og breiður vegur norður frá Hólum í Eyjafirði. Urðu menn honum fegnir og óku hann djarflega í gleði sinni. Þá orti Hjalti Finnsson bóndi í Ártúni: Þeir sem aka austanmegin ákaft lofa „breiða veginn“ meira en vert er, margur hyggur. Muna þeir ekki hvert hann liggur. Á fyrstu árum vegabóta gekk svosem á ýmsu með þær framkvæmdir og ýmsar skoð- anir uppi. Tveir bændur í Hvítársíðu lánuðu á sínum tíma nokkra upphæð til vegabóta og taldi einn sveitunga þeirra að annar þeirra hefði gert það af heimsku en hinn af yfirlæti. Þá orti Andrés Eyjólfsson: Víst mun þessi vegur hér verða tryggur fæti. Haldgott efni í honum er, heimska og yfirlæti. Sem betur fer stendur vinátta manna oft- ast óhögguð þó þeir séu ekki endilega sam- mála um alla hluti. Eyjólfur Jónsson sem var sín alltof fáu fullorðinsár vinnumaður í Hvít- ársíðu meðal annars í Síðumúla og Gilsbakka kvað um þá hluti: Um vinskap okkar vita menn hann vart mun blandast táli. Þótt við höfum ekki enn orðið á sama máli. Það eru ýmsar skoðanir á því hvað þurfi mörg orð til að koma frá sér hugsun sinni en ekki finnst mér það alltaf ganga betur þó orð- in séu fleiri. Kristján Ólason nefnir eftirfar- andi stöku Brjóstvitið: Innst í hjarta átti ég - eins og hinir fengu - hnoða sem mér vísar veg en virti þó títt að engu. Og önnur eftir sama höfund: Ólánið sem elti mig orðið hefði minna gæti maður sjálfan sig séð með augum hinna. Jón Sigurðsson í Hofgörðum faðir Braga Jónssonar (Refs bónda) og þar af leiðandi langafi Helgu Brögu Jónsdóttur leikkonu orti eitthvert sinn og ætli það sé ekki töluverður sannleikur í þessu: Ef allir tala um þig vel ég álit þeirra gallað tel, en tali dróttir um þig illa er engu betri þeirra villa. Passíusálmarnir nutu lengi vel og njóta raunar enn mikilla vinsælda hérlendis og fjöl- margt eldra fólk sem kunni þá nánast utan- bókar og hafði tilvitnanir í þá á reiðum hönd- um við flest tilfelli daglegs lífs. Árið 2012 fékk Ríkisútvarpið bréf frá Simon Wisenthal stofn- uninni þar sem farið var fram á að hætt yrði að lesa Passíusálmana í útvarpinu vegna þess að á meira en 50 stöðum í þeim væri að finna andgyðinglegan áróður. Af því tilefni orti Ár- mann Þorgrímsson: Fanga leitað víða var til varnar snerust gyðingar flettu sálmum, fundu þar fjölmargt því til sönnunar að íslensk þjóð sé allsstaðar Ísrael til bölvunar föst í viðjum fornaldar flestir séu rasistar. Jakob Ó. Pétursson var lengi ritstjóri Ís- lendings á Akureyri og hafði oft í blaðinu pistil sem hann kallaði Vísnabálk og var eitt- hvað breytilegur að lengd og lagi eftir ástæð- um. Eitt sinn er hann var á gangi niðri í bæ vék sér að honum maður og segir: Mér finnst vera orðnir á þér afar slitnir kjálkarnir. Þeir eru fjarska þunnir hjá þér þarna - vísnabálkarnir. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Landið er giljótt og geirað - gamlir lækir og fleira að

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.