Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 13 Borgarland ehf. hefur til leigu nokkur skrifstofurými á Hvanneyri Sameiginleg kaffistofa og fundarstofa er í húsinu fyrir þá sem þar starfa Hagstæð langtímaleiga, fyrir stærri sem smærri rými Nánari upplýsingar veitir Guðsteinn Einarsson í síma 430-5502 eða gudsteinn@kb.is SK ES SU H O R N 2 01 8 Lýsing á breytingu á aðal- og deiliskipulagi á Akranesi Miðbæjarsvæði Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu á breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Miðsvæði M2 (miðsvæði Akratorg, Kirkjubraut, Stillholt) á Akranesi skv. 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að gefa kost á auknum sveigjanleika í bílastæða- málum þar sem áform eru um aukinn þéttleika byggðar. Hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Ábendingar varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast fyrir 13. desember 2018 í þjónustuver Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is. Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs Íslandsmótið í atskák var haldið í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi um síðustu helgi. Mótið er einn af stærstu viðburðum í skáklífi landsmanna. Teflt var bæði laug- ardag og sunnudag, fimm um- ferðir hvorn daginn. Jón Viktor Gunnarsson úr Víkingaklúbbn- um fagnaði Íslandsmeistaratitl- inum með hvorki fleiri né færri en 9,5 vinninga af tíu mögu- legum. Hann gerði aðeins jafnt- efli við Davíð Kristjánsson úr Fjölni en vann allar aðrar viður- eignir sínar. Davíð var næststiga- hæstur þar til hann tapaði fyr- ir Degi Ragnarssyni, félaga sín- um úr Fjölni. Dagur náði þannig að hreppa annað sætið í mótinu með níu vinninga en Davíð lauk keppni með 8,5 vinninga og varð að gera sér þriðja sætið að góðu. Reyndust efstu þrír vera í nokkr- um sérflokki á mótinu og sigr- uðu alla aðra keppendur. Alls tóku 18 öflugir skák- menn þátt í mótinu og var stað- an jöfn og spennandi fyrir utan þrjú efstu sætin. Keppt var um níu verðlaun og fengu liðsmenn Fjölnis sex þeirra. Erlingur Þor- steinsson hlaut verðlaun fyrir 4. sætið og Sigríður Björg Helga- dóttir hreppti Kvennaverðlaun- in. Verðlaun fyrir bestan árangur miðað við 2000+ atskákstig fékk Jón Árni Halldórsson og Jóhann Arnar Finnsson fyrir bestan ár- angur miðað við 1999 - atskák- stig. Kristján Dagur Jónsson úr TR vann unglingaverðlaunin og Jon Olav Fivelstad úr TR nældi í öðlingaverðlaunin. Auk verð- launapeninga voru veitt pen- ingaverðlaun allt að 100 þúsund krónur, sem komu í hlut sigur- vegarans. Kristján Örn Elías- son skákstjóri og Helgi Árnason héldu utan um mótshaldið. Að sögn Helga Árnasonar studdi bæjarstjórn Stykkishólms framkvæmd mótsins með veg- legum hætti. Það voru svo þau Jakob Björgvin Jakobsson bæj- arstjóri og Hrafnhildur Hall- varðsdóttir, forseti bæjarstjórn- ar, sem heiðruðu mótið með því að leika fyrstu leikina og afhentu verðlaun í mótslok. „Það er mik- ill áhugi á að efla skáklistina í Hólminum, bæði meðal grunn- skólabarna en einnig „öðlinga“ sem nokkrir leynast í bæjarfélag- inu, sterkir skákmenn,“ segir Helgi. „Þá vakti athygli hversu margir skákmenn komu frá Skák- deild Fjölnis í Grafarvogi en þar voru á ferðinni fyrrverandi nem- endur Rimaskóla sem í 6. skipti unnu Norðurlandamót grunn- skóla. Hólmarar mættu margir á keppnisstað og höfðu ánægju af að fylgjast með fjörugum og spennandi atskákum sem reyn- ast býsna líflegar í endatöflum,“ segir Helgi og bætir við að end- ingu: „Skáksamband Íslands vill gjarnan koma á skákviðburðum úti á landsbyggðinni. Í vor fór Norðurlandamót stúlkna fram í Borgarnesi og nú atskákmót Ís- lands í Stykkishólmi, báðir stað- ir í þægilegri fjarlægð frá höfuð- borgarsvæðinu og öll aðstaða til fyrirmyndar.“ kgk/ Ljósm. sá. Íslandsmótið í atskák var haldið í Stykkishólmi Jón Viktor Gunnarsson stóð uppi sem sigurvegari Svartur og hvítur áttust við í Stykkhólmi um helgina. Teflt á tæpasta vað. Þessir ungu piltar gripu í taflmennina í kaffisal bókasafnsins. Athugið að myndin er hreyfð, enda um atskák að ræða. Verðlaunahafar á Íslandsmótinu í atskák 2018 í Stykkishólmi ásamt Jakobi Björg- vini bæjarstjóra og Hrafnhildi forseta bæjarstjórnar. Hrafnhildur ásamt Helga Árnasyni, Hólmara og formanni skákdeildar Fjölnis. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, lék fyrsta leikinn fyrir Jón Viktor Gunnarsson gegn Jóni Trausta Harðarsyni. Jón Viktor stóð uppi sem sigurvegari í mótinu. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.