Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Page 30

Skessuhorn - 21.11.2018, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 201830 Íslandsmeistaramótið í línuklifri fór fram um helgina á Akranesi. „Þetta er fyrsta Íslandsmeistaramót í línuk- lifri sem haldið er á Akranesi. Með nýrri og bættri klifuraðstöðu á Smiðjuloftinu hefur sá möguleiki opnast. Aðstaða til línuklifurs er með því besta sem gerist hér á landi og því er Smiðjuloftið mikil lyftistöng fyrir klifur á Íslandi,“ segir Þórður Sævarsson klifurþjálfari hjá ÍA. Alls voru þrettán klifrarar skráðir til leiks frá þremur klifurfélögum. Keppt var í flokki fullorðinna og í flokki 16-19 ára. Klifraðar voru þrjár leiðir í karla- og kvennaflokki og réðust úrslit í síð- ustu leiðum. Íslandsmeistarar urðu Katarína Eik Sigurjónsdóttir í flokki kvenna og Guðmundur Freyr Arn- arson í flokki karla. Í flokki 16-19 ára sigruðu þau Gabríela Einarsdóttir og Emil Bjartur Sigurjónsson. Skagastúlkurnar Brimrún Eir Óð- insdóttir og Úlfheiður Embla Blön- dal klifruðu fyrir ÍA og höfnuðu í þriðja og fjórða sæti í flokki 16-19 ára. Helgina 24.-25. nóvember tekur Brimrún Eir þátt á Norðurlanda- meistaramótinu í línuklifri sem fram fer í Árósum í Danmörku ásamt hópi ungmenna frá Íslandi. klj Íslandsmeistaramót í línuklifri á Akranesi Knattspyrnudeild Víkings Ó. hefur samið að nýju við varnarmanninn Michael Newberry. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2019. Michael gekk til liðs við lið Vík- ing Ó. fyrir síðasta keppnistímabil og lék með því við góðan orðstír í sumar. Hann var fastamaður í liði Ólafsvíkinga sem hafnaði í fjórða sæti í 1. deild og komst í átta liða úrslit bikarkeppninnar. „Það er okkur mikið ánægjuefni að bjóða hann velkominn aftur til Ólafsvík- ur,“ segir í tilkynningu á Facebook- síðu Víkings Ó. kgk Michael Newberry snýr aftur til Ólafsvíkur Haustmót Fimleikasambands Ís- lands í hópfimleikum fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi síðastliðinn laugar- dag. Meistaraflokkur kvenna hjá ÍA gerði sér lítið fyrir og sigr- aði í meistaraflokki með 46.860 stig. Gerpla sigraði 1. flokki með 45.965 stig. Gerpla-1 sigraði í 2. flokki með 48.425 stig. Þá sigr- aði Gerpla í flokki KK yngri með 27.075 stig en Selfoss í flokki KK eldri með 36.275 stig. kgk Meistaraflokkur ÍA sigraði á haustmóti ÍA gerði sér lítið fyrir og sigraði í meistaraflokki. Ljósm. Fimleikasamband Íslands. Knattspyrnukonurnar Andrea Magnúsdóttir og Klara Ívarsdóttir skrifuðu í síðustu viku undir samn- ing við Knattspyrnufélag ÍA. Báð- ar ganga þær til liðs við lið Skaga- kvenna frá ÍR. Andrea er fædd árið 1995 og semur við ÍA til eins árs. Hún hef- ur á sínum ferli leikið 132 leiki í 1. deild kvenna með Fjarðabyggð og ÍR og skorað í þeim 32 mörk. Klara er einnig fædd árið 1995 og skrifaði undir tveggja ára samn- ing. Rétt eins og Andrea hefur hún einnig leikið með Fjarðabyggð og ÍR. Hún á að baki 139 leiki í 1. deild kvenna. Í þeim hefur hún skorað þrjú mörk. kgk Tvær til ÍA frá ÍR Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA, Andrea Magnúsdóttir, Klara Ívarsdóttir og Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA, við undirritun samninganna. Ljósm. KFÍA. Knattspyrnufélag ÍA hefur gert tveggja ára samning við þá Hlyn Sævar Jónsson og Róbert Ísak Erl- ingsson. Báðir eru þeir uppaldir hjá ÍA og hafa undanfarin ár leikið með yngri flokkum félagsins. Báðir eru þeir fæddir árið 1999 og voru hluti af liði 2. flokks karla sem varð Íslandsmeistari í sum- ar. Þá hafa þeir báðir leikið með meistaraflokki Kára. Hlynur hefur spilað 13 leiki fyrir Kára og skor- að í þeim tvö mörk og Róbert hefur spilað níu leiki og skorað tvö mörk einnig. kgk ÍA semur við tvo unga leikmenn Róbert Ísak Erlingsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og Hlynur Sævar Jónsson. Ljósm. KFÍA. Krakkarnir á Eldhömrum í Grund- arfirði slógu upp heljarinnar sjó- ræningjaveislu 14. nóvember síð- astliðinn. Þá var fjölskyldum og vinum boðið á deildina og afrakstur vinnu síðustu vikna skoðaður. Mik- ið var búið að leggja á sig en krakk- arnir voru búnir að skreyta allt hátt og lágt og þarna var meðal annars forláta sjóræningjaskip sem lá við ankeri. tfk Sjóræningjahátíð á Eldhömrum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.