Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 201814 Geir Konráð Theodórsson, upp- finningamaður í Borgarnesi, hóf í byrjun mánaðarins sölu á hákar- lanammi. Sælgætið er vegan og einkum hugsað fyrir erlenda ferða- menn og þá sem vilja bragða há- karl en neyta ekki dýraafurða. „Það virðist vera hálfgerð þjóðaríþrótt að troða hákarli upp í útlendinga,“ segir Geir í samtali við Skessuhorn en bætir því við að flest sem sæl- gætinu tengist sé gert í léttum dúr. Til marks um það stendur beinlínis utan á umbúðunum að í pakkanum sé að finna „líklega versta sælgæti í heimi“ eins og það er orðað. „Þetta er fyrst og fremst grín, það er bara ekki hægt að taka há- karlanammi alvarlega,“ segir hann léttur í bragði. „Fólk virðist hafa gaman af þessu og því ekkert annað að gera en að fara með hugmyndina alla leið.“ En hvernig þykir upp- finningamanninum sjálfum „lík- lega versta nammi í heimi“ bragð- ast? „Ég er búinn að smakka það svo oft og svo margar útgáfur að ég er hættur að kippa mér upp við (ó) bragðið. Vesalings fjölskyldan mín er búin að smakka svo margar til- raunaútgáfur sem voru hver annarri verri,“ segir hann og hlær við. „En kosturinn við lokaútgáfuna er að eftir hálfa mínútu er bragðið alveg farið. Maður tyggur í smá stund, hugsar með sér að þetta sé nú ekki svo slæmt. En þá kemur þetta ramma ammoníaksbragð sem mað- ur finnur alla leið upp í nasir. Síð- an leysist sykurinn upp og bragðið hverfur og maður er ekki með há- karlsbragð í munninum lengi á eft- ir,“ útskýrir Geir. Efnagreindi hákarlinn Aðspurður segir hann að hug- myndin að hákarlanamminu sé ekki ný af nálinni. „Ég fékk þessa hug- mynd fyrir löngu síðan, þegar ég var nemandi í Listaháskólanum. Þá ætlaði ég að búa til nammi sem væri sykurhúðaður hákarl, nokkurs konar brjóstsykur en með hákarli í miðjunni. Ég var að læra vöru- hönnun á þessum tíma og þetta var bara brandari,“ segir hann. „Þannig að upphaflega átti sælgætið að vera sykurhúðaður hákarl en ég komst fljótlega að því að það myndi brjóta eiginlega allar matvælareglugerð- ir. Þegar ég nefndi hugmyndina við Helga Helgason hjá Heilbrigðiseft- irliti Vesturlands þá svelgdist hon- um á kaffinu,“ segir Geir og hlær við. „Þá gaf ég hugmyndina upp á bátinn og hugsaði ekki meira út í hana um tíma. Ég fór til Banda- ríkjanna á síðasta ári en fékk ekki fjárfest í verkefni sem ég var bú- inn að vinna lengi að. Eftir þá ferð vantaði mig verkefni og langaði að gera eitthvað sem væri auðveldara í framkvæmd en aðrar uppfinningar sem ég hef unnið að,“ segir hann. „Ég hugsaði með mér að það væri alltaf hægt að efnagreina hákarlinn, svo ég gerði það og fann út hvaða tvö virku efni eru ábyrg fyrir þessu skelfilega bragði. Það er annars vegar ammóníak og hins vegar trí- metýlamín. Það síðara gefur þenn- an keim af rotnum fiski,“ útskýr- ir Geir. Hann útbjó uppskrift að hlaupkenndu sælgæti og blandaði báðum efnunum saman við. „Það var alveg skelfilegt,“ segir hann og hlær við. „Það var einfaldlega of vont. Eftir allt saman vildi ég geta selt þetta sem sælgæti, þannig að þó að bragðið væri vont gæti fólk borðað nammið en færi ekki beint út að æla,“ bætir hann við. „Á end- anum varð úr að ég notaði bara ammóníakið í uppskriftina sem gefur namminu þennan furðu- lega hákarlakeim. Ég gerði til- raunir með áferð og bragð og fékk fólk til að smakka. Ég fékk líklega hátt í hundrað Borgnesinga til að smakka áður en ég hóf framleiðslu. Þegar gömlu karlarnir kinkuðu kolli, þessir sem borða hákarl ekki bara á þorrablótum heldur kaupa hann öðru hvoru allt árið, þá var ég ánægður,“ segir Geir. Kjarninn alltaf grín og gaman Hákarlanammið hefur verið til sölu í Landnámssetrinu í Borgar- nesi frá því snemma í mánuðinum. Geir segir viðtökurnar hafa verið almennt góðar. „Bróðir minn er að vinna í Landnámssetrinu og hefur sent mér lýsingar af því þegar fólk er að smakka og haldið mér upp- lýstum. Ég fór nefnilega til Banda- ríkjanna með kærustunni minni nánast um leið og ég var búinn að skila fyrstu sendingunni í Land- námssetrið. „Mér leið dálítið und- arlega þar sem við fórum að heim- sækja tengdaforeldra mína. Stór- fjölskyldan fór auðvitað að spyrja hvað tengdasonurinn væri að fást við þessa dagana. Þá dregur hann upp úr vasanum heimsins versta nammi, sem hann er að framleiða sjálfur,“ segir Geir og hlær við. „Við nýttum líka ferðina til að skoða okkur um og taka nokkrar myndir sem við ætlum að reyna að nota til að kynna vöruna á næstu vikum. Til dæmis fórum við fyr- ir utan Hvíta húsið. Kærastan tók mynd og sagði síðan: „Mögulega heimsins versta nammi fyrir mögu- lega heimsins versta forseta“,“ seg- ir hann kíminn. „Öll markaðssetn- ing og kynning á hákarlanamminu verður í svona léttum dúr. Salan hefur farið ágætlega af stað svona í blábyrjun. Viðtökurnar eru al- mennt góðar, fólk er forvitið um þetta undarlega sælgæti og finnst þetta sniðugt, kannski af því þetta er sérstakt og fyndið. Kjarninn í þessu verður alltaf grín og gam- an,“ segir hann. Fyrst og fremst stemn- ing að smakka hákarl Umbúðir hákarlanammisins eru eins og póstkort og Geir segir ekki vandamál að nota þær sem slíkt. „Það er nóg að smella frímerki á pakkann og skrifa kveðju; Kæra amma, hérna er smá smakk frá Íslandi,“ seg- ir hann. „Íslensku frímerkin duga nefnilega fyrir 50 gramma sending- ar. Ofrukkun póstsins hentar mér mjög vel, það er ánægjulegt,“ seg- ir Geir og bætir því við að ferða- menn ættu ekki að lenda í vandræð- um með að senda nammið úr landi eða taka það með sér. „Ferðamenn eiga stundum í erfiðleikum með að fara með hákarl úr landi. Bandarík- in eru sérstaklega ströng með alla hrávöru og sums staðar eru margar hákarlategundir flokkaðar í útrým- ingarhættu og neysla á hákarli því bönnuð. Þar fyrir utan er hákarl- inn auðvitað kælivara,“ segir Geir. „Þannig að ég hugsaði með mér að það væri mögulega markaður fyr- ir hákarlanammi hjá útlendingum. Fyrst eru þeir plataðir af Íslending- um til að smakka þetta og síðan geta þeir bara platað vini sína þegar þeir koma heim,“ bætir hann við. „Þar fyrir utan er það auðvitað vegan og draumurinn er að geta í framtíðinni tengt það við íslenska brennivínið þannig að það verði bara veganút- gáfa af hákarlinum, hvort sem er á þorrablótum eða meðal útlendinga sem eru vegan. Einn leiðsögumað- ur sendi mér skilaboð þegar hann sá nammið í Landnámssetrinu. Hann sagðist einmitt hafa verið í vand- ræðum að eiga ekkert í staðinn fyr- ir hákarl fyrir þá sem eru vegan. Nú gætu þeir líka tekið þátt í stemning- unni þegar hákarlinn og brennivínið er dregið upp á ferðalaginu,“ segir hann. „Að smakka hákarl er auðvit- að fyrst og fremst gert upp á stemn- inguna. Ef þetta grín mitt verður á endanum til að fleiri geti tekið þátt í skemmtilegri stemningu, þá verð ég ánægður,“ segir Geir Konráð að endingu. kgk „Líklega versta nammi í heimi“ Geir Konráð hefur sett hákarlanammi á markað Geir Konráð Theodórsson, uppfinningamaður í Borgarnesi, hóf nýverið sölu á hákarlanammi. Hér er hann með sælgætið á erlendri grund, við Hvíta húsið í Bandaríkjunum. „Mögulega heimsins versta nammi fyrir mögulega heimsins versta forseta,“ voru orð sem fengu að fljúga í þann mund sem myndinni var smellt af. Ljósm. aðsend. Geir Konráð með hákarlanammið í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Ljósm. Landnámssetur Íslands. Umbúðirnar eru eins og póstkort og hægt að nota sem slíkt. „Það er nóg að smella frímerki á pakkann og skrifa kveðju; „Kæra amma, hérna er smá smakk frá Íslandi.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.