Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 29 Stykkishólmur - miðvikudagur 21. nóvember Myndaskoðun á Ljósmyndasafni Stykkishólms í Amtsbókasafninu kl. 10:00. Búið að velja um 20 myndir til að greina. Einnig verða til sýnis myndbrot úr safni Guðmundar Gunnarssonar, bílstjóra og myndatökumanns. Myndir Guðmundar voru nýverið afhentar safninu frá ættingjum en eru nú komnar á tölvutækt form og eru öllum aðgengilegar til skoðunar. Snæfellsbær - miðvikudagur 21. nóvember Félagsvist í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík kl. 20:00. Nemendur í 10. bekk eru að safna fyrir útskriftarferð og ætla að efna til spilakvölds. Spiluð verður félagsvist og spjaldið kotar 500 kr. Veitt verða verðlaun fyrir 1. sæti karla og kvenna og einnig setuverðlaun karla og kvenna. Boðið upp á kaffi, djús og kex. Allir velkomnir. Akranes - fimmtudagur 22. nóvember JAK í Bíóhöllinni kl. 21:00. Útgáfutónleikar Stefáns Jakobssonar, sem gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Verður hún leikin í heild sinni ásamt óvæntum ábreiðum. Miðasala á www.midi.is. Akranes - föstudagur 23. nóvember Hryllingsmyndahátíðn Frostbiter fer fram á Akranesi dagana 23. til 25. nóvember. Fjöldi kvikmyndasýninga víðs vegar um bæinn. Nánar á Faceook: Frostbiter: Icelandic Horror Film Festival. Athugið að aðgangur að kvikmyndasýningum hátíðarinnar er ókeypis. Borgarbyggð - föstudagur 23. nóvember Félagsvist Kvenfélags Hálsasveitar í Brúarási kl. 20:30. Verðlaun og kaffiveitingar. Eyja- og Miklaholtshreppur - sunnudagur 25. nóvember Jólamarkaður Sveitamarkaðarins á Breiðabliki sunnudaginn 25. nóvember milli kl. 12:00 og 17:00. Verslum í heimabyggð og styrkjum nágranna okkar. Ýmislegt handgert og heimaunnið á boðstólunum. Vöfflukaffið verður að sjálfsögðu á sínum stað. Grundarfjörður - laugardagur 24. nóvember Grundfirðingar taka á móti Vestra B í 3. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 16:00 í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Akranes - sunnudagur 25. nóvember Jólabingó Línudanshóps FEBAN verður haldið í FEBAN-salnum að Kirkjubraut 40 kl. 14:00. Glæsilegir vinningar og gómsætar veitingar að vanda. Allir velkomnir. Athugið að enginn posi verður á staðnum. Borgarbyggð - mánudagur 26. nóvember Námskeið í sauðfjársæðingum verður haldið á vegum endurmenntunar LbhÍ frá kl. 13:00 til 18:00. Námskeiðið er fyrir alla sauðfjárbændur og þá sem hafa áhuga á að starfa eða starfa nú þegar við sauðfjársæðingar. Skráningar og nánari upplýsingar á www.lbhi.is/namskeid. Akranes - mánudagur 26. nóvember Bólufreðinn og sultuslakur. Fræðsla fyrir foreldra. Brúin, í samstarfi við minningarsjóð Einars Darra, stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna og ungmenna í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, kl. 18:00. Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir fer yfir misnotkun á kannabis og lyfseðilsskyldra lyfja, lyfjamenningu, viðhorf og ástæður misnotkunar slíkra lyfja. Farið verður yfir þau úrræði sem í boði eru. Frítt inn og foreldrar hvattir til að mæta. Dalabyggð - fimmtudagur 29. nóvember Kaffihúsakvöld í Auðarskóla frá kl. 13:00 til 18:00. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 8. nóvember. Drengur. Þyngd: 4.228 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Svava Rún Sturludóttir og Jóhann Snæbjörn Traustason, Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 12. nóvember. Drengur. Þyngd: 3.622 gr. Lengd: 51,5 cm. Foreldrar: Kristbjörg Ásta Böðvarsdóttir og Símon Þengill Jóhannsson, Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 13. nóvember. Drengur. Þyngd: 4.344 gr. Lengd: 55 cm. Foreldrar: Íris Rut Jónsdóttir og Þorsteinn Haukur Harðarson, Ólafsvík. Ljósmóðir: Elísabet Harles. Geymslupláss óskast Óska eftir plássi til leigu í bílskúr eða upphituðu geymsluhúsnæði fyrir 7 rúmmetra garðhús úr timbri sem verður sett saman næsta vor. Ellert, sími 896-1564. Óska eftir orðabók Þór Stefánsson, Dóra Hafsteinsdóttir. 1995. Frönsk-íslensk orðabók. Reykjavík. Örn og Örlygur. Ef einhver lumar á svoleiðis, væri ég mjög þakklát að fá svar. Hafið samband í síma 865-7133 Jörð með bóndabæ Leitast eftir að kaupa jörð (um 100 til 300 ha) með húsakosti, hitaveitu, ekki staðsett á flatlendi og væri flott ef internettenging væri fyrir hendi. Endilega hafið samband við Benna Jóh á benni.joh@gmail.com. Borgarnesdagatalið Borgarnesdagatalið 2019 er komið út. Veggdagatal með 13 myndum úr Borgarnesi og frá öllu mánuðum ársins. Myndirnar má sjá og fá nánari upplýsingar á www. hvitatravel.is/dagatal. Dagatalið fæst einnig í smásölu í Olís í Borgarnesi. Hjónarúm til sölu Til sölu hjónarúm með góðum dýnum. Staðsett í Borgarnesi. Uppl. í síma 892-1525. Markaðstorg Vesturlands Leigumarkaður Óskast keypt tiL sÖLu Bæjarstjórnarfundur 1283. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: • Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 24. nóvember kl. 11:00 • Framsókn og frjálsir í Stúkuhúsinu, mánudaginn 26. nóvember kl. 20:00 • Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, laugardaginn 24. nóvember kl. 10:30 13. nóvember. Drengur. Þyngd: 4.512 gr. Lengd: 53 cm. Móðir: Harpa Dröfn Blængsdóttir, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 14. nóvember. Drengur. Þyngd: 3.588 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Natalía Rós Gray og Nicholas Hardeman, Reykjavík. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir og Elísabet Harles. 16. nóvember. Drengur. Þyngd: 4.726 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Guðdís Jónsdóttir og Jakob Arnar Eyjólfsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 18. nóvember. Stúlka. Þyngd: 4.334 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Erna Margrét Oddsdóttir og Bjarni Símon Sigfússon, Reykjavík. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 18. nóvember. Stúlka. Þyngd: 3.554 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Lilja Þorvarðardóttir og Guðmundur Jensson, Hellissandi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 18. nóvember. Stúlka. Þyngd: 4.784 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Saga Sigurðardóttir og Elmar Reyr Hauksson, Reykjavík. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.