Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 201818 Síðastliðinn fimmtudag voru tíu ár liðin frá því vefsíðan mömmur.is fór fyrst í lofið en það er Skagakonan Hjördís Dögg Grímarsdóttir sem stendur bakvið síðuna. Á heimasíð- unni má finna skemmtilegar skref fyrir skref hugmyndir að því hvern- ig hægt er að gera hinar ýmsu veit- ingar fyrir ólík tilefni. Blaðamað- ur Skessuhorns heimsótti Hjördísi rétt fyrir helgi og fékk að heyra að- eins frá því hvernig þessi tími hef- ur verið. Hjördís var að undirbúa skreytingu á brúðartertu þegar við settumst niður í nýja eldhúsinu sem hún lét fyrirtækið Parka útbúa sér- staklega fyrir mömmur.is, sjálft mömmueldhúsið. Kökuævintýrið „Það má segja að vísir af þessu ævintýri hafi byrjað fyrir um 13 árum, þegar eldri sonur minn varð árs gamall. Mig langaði að gera eftirminnilega afmælisveislu með Bangsímon þema en allar veiting- arnar tengdust þemanu á einn eða annan hátt. Á þessum tíma var ekki algengt að sjá þematengdar veit- ingar í afmælisveislum. Kökurnar vöktu mikla lukku og hugsaði ég með mér; því ekki að leyfa öðrum að njóta og setti myndirnar inn á sérstaka síðu á barnaland.is en þar var fólk gjarnan með myndasíður fyrir börnin sín. Ég útbjó sérstaka kökusíðu en myndirnar vöktu strax mikla lukku og áttaði ég mig þá á því að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að gera meira úr,“ útskýr- ir Hjördís aðspurð um upphaf mömmur.is. Sykurmassakökurnar slógu í gegn Hjördís hélt áfram með köku- skreytingarnar, fór að æfa sig að búa til sykurmassa og skreyta með honum en það var mikil bylting. „Á þessum tíma var ekki svo algengt að fólk væri að nota sykurmassa og það var varla hægt að fá svoleiðis nema í bakaríum. Hvað þá köku- skreytingaráhöldin og annað sem til þarf. Það má segja að þarna hafi sykurmassakökurnar slegið í gegn, litríkar og áferðin svo falleg. Þarna kviknaði þessi hugmynd að gera meira úr þessu og opna heimasíðu. Nafnið Mömmur.is varð fyrir val- inu enda við allar mömmur sem stofnuðum síðuna. Ég, Tinna syst- ir mín og Petrún móðir okkar,“ út- skýrir Hjördís. Heimasíðan átti að vera vettvangur fyrir fólk til að fá hugmyndir að veitingum fyrir hin ýmsu tilefni og geta gert kökuna sjálft með því að fylgja leiðbeining- unum. „Ég fékk Tinnu Ósk systur mína til að hanna heimasíðuna, en hún er grafískur miðlari. Heima- síðan sló strax í gegn en segja má að útfærsla efnisins á henni hafi ekki verið ósvipað því sem sést nú á Snapchat og Instagram,“ segir Hjör- dís og hlær. Um tíma flutti Hjördís inn köku skreytingarvörur og seldi í vefversl- un mömmur.is. Lítið var um vörur tengdar kökuskreytingum og var hugsunin að geta útvegað þannig vörur til þeirra sem þyrftu. „Það er greinilegt að kökuskreytingaráhug- inn jókst með tilkomu mömmur.is og fór eftirspurnin eftir vörum sem þessum að aukast til muna. Þegar verslanir fóru að bjóða upp á aukið úrval á þessu sviði ákvað ég að hætta með verslunina og einbeita mér meira að hugmyndavinnunni,“ segir Hjördís. Andlit Betty Crocker á Íslandi Skömmu eftir að síðan mömmur.is var opnuð var gerð síða á Facebo- ok fyrir heimasíðuna. Vinsældirnar jukust fljótt en fáar kökusíður voru starfræktar á þessum tíma. Fylgj- endatölur fóru fljótt upp í 20 þúsund en það var mjög mikið á þeim tíma og er enn í dag. Vinsældirnar köll- uðu á fleiri tækifæri og segir Hjör- dís það hafa verið merkileg stund þegar Sigrún Ósk Kristjánsdótt- ir sjónvarpskona og Sindri Sindra- son kíktu í heimsókn til að fræðast meira um heimasíðuna en þá höfðu sykurmassakökurnar vakið forvitni þeirra. Innlitið birtist í þættinum Ís- landi í dag en eftir sýningu þáttarins varð áhorfsmet á heimsíðu mömm- ur.is en heimsóknafjöldinn varð það mikill að síðan þoldi ekki álagið og hrundi. „Þetta hefur oft á tíðum ver- ið ævintýri líkast og tækifærin komið til mín. Má þar nefna þáttagerð með Siggu Lund en við gerðum nokkra kökuþætti saman. Í framhaldinu kom tilboð um að leika í sjónvarps- auglýsingum fyrir vörumerkið Betty Crocker á Íslandi. Frábær reynsla og virkilega skemmtilegt verkefni að taka þátt í. Það var stór stund þegar auglýsingarnar birtust í sjón- varpinu,“ segir Hjördís en síðan þá hefur hún verið andlit Betty Croc- ker á Íslandi. Í dag vinnur Hjör- dís að ýmsum verkefnum tengdum heimasíðunni. Er m.a. áhrifavaldur hjá Ghostlamp, útbýr bökunartengt efni fyrir auglýsingar og er matar- bloggari fyrir Gott í matinn og Ger- um það gott á Facebook. Elskar kennarastarfið Hjördís starfar sem grunnskóla- kennari þar sem hún kennir 9. bekk á unglingastiginu í Grundaskóla á Akranesi. Aðspurð segist hún elska kennarastarfið og finnst fátt meira gefandi en að fræða og vera í kring- um unglingana. „Það er margt sem er hægt að læra af þessum flottu krökkum okkar.“ Hennar aðalstarf er því kennslan en baksturinn er áhugamálið. „Það að vera menntað- ur kennari hefur hjálpað mér mikið þegar kemur að því að koma frá mér hugmyndum á mömmur.is. Það er ekki sjálfgefið að geta t.d. komið vel fyrir sig orði á prenti og fyrir fram- an myndavélar,“ segir hún og bros- ir. Kennaramenntunin hefur einn- ig komið sér vel við skipulagningu námskeiða en Hjördís hefur haldið fjölda námskeiða ásamt móður sinni Petrúnu. Ef þú átt þér draum láttu hann rætast „Þessi tíu ár hafa liðið ótrúlega hratt og margt verið gert og sýnir í raun hversu mikilvægt það er að eiga sér áhugamál og fylgja því eftir sem þig dreymir um. Þetta byrjaði jú, allt sem lítil hugmynd og með mikilli vinnu varð draumurinn að veruleika. Ég er samt hvergi hætt því hugmynd- irnar eru óþrjótandi,“ segir Hjör- dís og bætir því við að hún trúi því að allir geti látið drauma sína ræt- ast ef þeir eru tilbúnir að leggja á sig þá vinnu sem þarf. „Þetta á við allt sem við gerum í lífinu, hvort sem það er að fá draumastarfið, eignast draumahúsið eða hvað það er. Fæst- ir fá það bara upp í hendurnar án þess að hafa nokkuð fyrir því. Ég trúi því að þetta snúist allt um rétta forgangsröðun og vinnu og það fer bara eftir því hversu sterk löngunin er hvort draumurinn rætist,“ seg- ir hún að endingu. Einnig má bæta við að hægt er að finna mömmur. is á Instagram, SnapChat og Face- book. arg Draumur sem varð að veruleika Hjördís Grímarsdóttir stendur á bakvið heimasíðuna mömmur.is.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.