Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 201822
in fyrir. Það er rosalega gott fyr-
ir svona ung samtök eins og LÍS
að geta lært svona af öðrum,“ seg-
ir Elsa María og bætir því við að
LÍS hafa stór markmið um að hafa
áhrif, bæði hér á landi og erlendis.
Elsa María var alþjóðaforseti LÍS í
eitt ár en bauð sig svo fram í starf
formanns á landsþingi síðastliðið
vor. „Ég náði kjöri og sinni nú for-
mannshlutverkinu í fullu starfi,“
segir hún. „Við höfum náð fram
þjónustusamningi hjá mennta-
málaráðuneytinu og höfum því
efni á að hafa formann í fullu starfi
og varaformann í hálfu starfi. Það
hefur haft mjög góð áhrif á sam-
tökin og umsvifin hafa aukist til
muna. LÍS eru að stækka mjög
hratt og við erum alltaf að finna ný
svið og viðfangsefni þar sem við
getum látið til okkar taka. Nýjasta
verkefnið erum við að fá frá Dan-
mörku þar sem við erum að vinna
með Rauða krossinum og aðstoð-
um flóttafólk að komast í háskóla-
nám. Við erum að setja upp vef-
síðu og fara af stað með ráðgjöf
fyrir flóttafólk, sem er mjög við-
eigandi núna þar sem þeim hefur
verið gefið lánshæfi í úthlutunar-
reglum LÍN. Það er ekki nóg að
útvega þeim peninga til að stunda
nám, við viljum líka gefa þeim úr-
ræðin og aðstoð til að komast inn í
rétta námið,“ segir Elsa María.
Gæta hagsmuna
stúdenta
LÍS eru regnhlífarsamtök þar sem
aðildarfélögin eru stúdentafélög
allra háskóla landsins og SÍNE,
Samband íslenskra námsmanna
erlendis. „Við erum málsvari allra
stúdenta á Íslandi og íslenskra
stúdenta erlendis og stöndum
vörð um hagsmuni þeirra og töl-
um þeirra máli,“ segir Elsa María.
Aðspurð hvert sé hlutverk for-
manns LÍS segir hún formanns-
starfið vera mjög fjölbreytt. „Ég
sé um daglegan rekstur samtak-
anna ásamt varaformanni. Það
þarf að kalla aðildarfélög og full-
trúa þeirra á fundi mánaðarlega og
svo þarf ég að sækja ráðstefnur og
ýmsa fundi, bæði hér á landi og er-
lendis,“ svarar hún.
Móta menntastefnu
„Eitt af stóru verkefnunum sem
við erum að vinna að núna er að
reyna að komast inn í að móta
menntastefnu til 2030. Það er
mikilvægt að stjórnvöld átti sig
á því að stúdentar þurfa að taka
þátt í sínum málefnum frá fyrsta
degi, ekki bara sem umsagnaraðil-
ar í lokin. Við erum núna með tvo
stúdentafulltrúa í verkefnastjórn
sem hafa verið að skrifa frum-
varp að nýjum lánasjóði. Við erum
mjög stolt að fá þessa tvo fulltrúa
inn en það hefur ekki gerst áður
að við fáum að taka þátt í svona
frumvarpsgerð. Við erum spennt
að sjá hvort þeirra innlegg komi
til með að skila sér í frumvarp-
inu,“ segir Elsa María og bætir því
við að LÍS muni sjá um fyrsta lið
dagskrár fullveldisdagsins. „Við
erum að vinna með forsætisráðu-
neytinu fyrir fullveldisdaginn og
er það mjög spennandi verkefni. Í
sögulegu ljósi eiga stúdentar stór-
an þátt í fullveldis- og sjálfstæðis-
baráttu Íslendinga. Það voru stúd-
entar í Danmörku sem báru hita
og þunga af þeirri baráttu og er
skemmtilegt að við fáum núna
að horfa til baka og sjá hvert við
erum komin og hvað er eftir,“ seg-
ir hún.
arg
Íbúar á Hvanneyri og í Skorra-
dal tóku um sjöleytið í gærmorg-
un eftir drunum og ljósagangi
sem virtist berast ofan af Drag-
hálsi. Ekki hafði verið tilkynnt
um æfingar eða annað sem fram
ætti að fara á svæðinu. Lögregl-
an á Vesturlandi kannast aðspurð
ekki við ástæður þessa og því er
talið útilokað að þyrla frá Land-
helgisgæslunni hafi verið á ferð.
Meðfylgjandi mynd var tekin
snemma morguns frá Mið-Foss-
um og sýnir hún ljós þyrlunnar
yfir fjallinu.
mm
Drunur og ljósa-
gangur á Draghálsi
Elsa María Guðlaugs Drífudótt-
ir er fædd og uppalin á Akranesi,
gekk í Grundaskóla og eftir það
lá leiðin í Fjölbrautaskóla Vest-
urlands þar sem hún lauk stúd-
entsprófi af málabraut. Auk þess
lærði hún á flautu í Tónlistar-
skólanum á Akranesi og æfði og
þjálfaði karate. Eftir stúdentspróf
flutti Elsa María til Reykjavíkur
þar sem hún gekk í Myndlistar-
skólann þar sem hún lauk fornámi
í sjónlistum. „Það er eins árs kúrs
fyrir þá sem stefna á háskólanám
í list eða hönnun. Það var ótrú-
lega skemmtilegt og gefandi og
gaf mér svigrúm til að finna hvað
mig langaði að gera í framhaldinu.
Strax eftir að ég hafði lokið forn-
áminu fór ég í Listaháskólann í
myndlist,“ segir Elsa María í sam-
tali við Skessuhorn.
Fyrsti jafnréttis-
fulltrúi LÍS
Í Listaháskólanum var Elsa María í
jafnréttisnefnd skólans sem fulltrúi
nemenda og vorið 2016 fór hún í
skiptinám til Vínar í Austurríki
þar sem hún var eina önn í skúlp-
túrdeild. „Á meðan ég var úti bauð
ég mig fram í framkvæmdastjórn
Landssamtaka íslenskra stúdenta
og komst inn. Það var ótrúlega
spennandi verkefni en ég hafði í
raun ekki sérstaklega mótaða hug-
mynd um hvað LÍS gera sem sam-
tök,“ segir Elsa María sem varð
fyrsti jafnréttisfulltrúi samtak-
anna. „Fyrsta árið sem ég starf-
aði innan LÍS var ég á síðasta ári í
Listaháskólanum og var það mjög
skemmtilegt ár. Við tókum á þess-
um tíma að okkur verkefni sem
samtökin höfðu ekki sinnt áður
enda mjög ung samtök sem eru
enn að mótast,“ segir Elsa María
en LÍS fögnuðu fimm ára afmæli
fyrir skemmstu. „Eitt stærsta verk-
efnið sem ég vann að sem jafnrétt-
isfulltrúi var opnun gagnagrunns-
ins Réttinda-Ronju, þar sem er að
finna öll úrræði og réttindi nem-
enda með fötlun eða aðrar sérstak-
ar námsþarfir. Fram til þessa hef-
ur lítið aðgengi verið að þessum
upplýsingum fyrir stúdenta. Ör-
yrkjabandalagið styrkti verkefnið
til að gera það enn stærra svo það
nái yfir alla háskóla landsins,“ seg-
ir Elsa María en vefsíðan verður
opnuð í desember.
Annasamt vor
Vorið 2017 var annasamur tími
hjá Elsu Maríu en þá var hún að
ljúka við lokaverkefnið í háskólan-
um á sama tíma og hún bauð sig
fram sem alþjóðaforseti LÍS og
hlaut kjör. „Þá bættist töluvert við
verkefnalistann minn innan LÍS.
Þetta ár sem alþjóðaforseti sótti
ég ráðstefnur um allan heim, sem
var mjög lærdómsríkt fyrir mig.
Ég fékk innsýn í hvernig stúd-
entasamtökum er háttað í öðrum
löndum og hvaða verkefni eru tek-
Skagastelpan Elsa María er formaður Landssambands íslenskra stúdenta
Félagið vinur að réttindagæslumálum fyrir námsfólk
Elsa María ásamt Aldísi Mjöll Geirsdóttur, gæðastjóra LÍS, og Sölku Sigurðardóttur, alþjóðaforseta LÍS, á stjórnarfundi
European Students‘Union (ESU) í Slóveníu í maí síðastliðnum.
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir er formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta.