Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 20184
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Katrín Lilja Jónsdóttir klj@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Ekki sleppt og haldið
Næsta laugardag fagna Íslendingar því að öld er liðin frá því sambands-
lögin voru undirrituð, en þá varð landið fullvalda og frjálst ríki en áfram
í konungssambandi við Danmörku. Tuttugu og sex árum síðar vorum við
svo laus við danska kónginn og sáum sjálf um utanríkismál okkar. Urðum
næstu fimmtíu árin frjálst lýðveldi án allra utanaðkomandi afskipta. Það er
því í hæsta máta eðlilegt að þessara tímamóta verði minnst. En þrátt fyrir
það sjálfstæði sem við fengum 1944 höfum við í millitíðinni undangengist
ákveðið valdaframsal með samningnum við Evrópusambandið í gegnum
EES samninginn. Sá samningur frá 1994 færði okkur réttindi en um leið
lagði á okkur ýmsar skyldur sem nú stendur í mönnum að uppfylla.
Mér finnst ástæða til að rifja þetta upp, ekki síst vegna þess að í uppsigl-
ingu eru harðar deilur um svokallaðan þriðja orkupakka, sem er meiður af
evrópskum samningi. Í framhaldi af því er spáð að næst á dagskrá þeirra
sem nýta vilji tækifæri því samhliða er að hvetja til lagningar rafstrengs
milli Íslands og meginlands Evrópu. En það hugnast hreint ekki öllum.
Jafnvel ekki einu sinni ýmsum hægrimönnum sem styðja umfram annað
frjálsa samkeppni og aukna markaðsvæðingu orkugeirans. En þessi þriðji
orkupakki er býsna flókið fyrirbrigði. Því er jafnvel haldið fram að hann
hafi lítil áhrif hér á landi NEMA Íslendingar samþykki í framhaldinu að
leggja sæstreng. Með samningnum um EES 1994 skuldbatt íslenska rík-
ið sig til að gangast undir þær reglur sem gilda um samkeppnis- og ríkis-
styrkjareglur í Evrópu. Eina leiðin til að segja sig frá honum er að ganga
úr EES og þar með ljúka samstarfi við ESB, rétt eins og Bretar hafa nú
gert með Brexit. Þeir kljást við það stóra verkefni að verða sjálfstætt ríki
að nýju.
Á það hefur verið bent að hluti af sjálfstæði okkar sem smáþjóðar norður
í höfum felist í viðskiptalegu frelsi sem skapaðist með EES samningnum og
byggir á frjálsum vöru- og þjónustuviðskiptum, frjálsum fjármagnsflutn-
ingum og sameiginlegum vinnumarkaði. Við getum flutt út vörur eða hug-
vit að vild, starfað erlendis ef okkur sýnist svo og fengið til landsins fólk til
að manna þau störf sem við ekki getum (eða nennum) sjálf að vinna. Þannig
eiga útlendingar drjúgan þátt í þeim hagvexti sem hér hefur ríkt á liðnum
árum. En augljóslega getum við ekki bæði haldið og sleppt. Fáum ekki leyfi
til að hafna því sem við teljum að henti ekki okkar hagsmunum, en þegið
á sama tíma ávinninginn af öðru. Þriðji orkupakkinn er því hápólitískt mál
og byggir á ákvæði sem búið var að undirgangast. Ef við neitum, verður
okkur varla vært innan þessa samstarfs evrópskra þjóða.
Miðað við höfðatölu eru Íslendingar líklega ríkastir allra þjóða. Það
byggir á þeim auðlindum sem við eigum og okkur ber að verja. Við höf-
um hreinna loft en gerist og gengur, minna spillta náttúru en flestar aðrar
þjóðir, eigum fiskinn í sjónum, heita vatnið sem vellur úr jörðu og ríkið á
megnið af þeirri raforku sem hér er framleidd. Í formi tiltölulega lágs orku-
kostnaðar erum við svo hvert og eitt að njóta, líkt og þjóðin nýtur þess t.d.
að útgerðin greiðir veiðigjöld og umhverfisskattar eru greiddir í hlutfalli
við hvað bíllinn mengar.
Upp úr stendur að það verður býsna erfitt að hafna því að samþykkja
þriðja orkupakkann. Jafnvel þótt sæstrengur sé ekki hluti af samkomulag-
inu í þessari lotu, þá blasir það við að hann verður lagður. Peningaöflin
munu sjá til þess. Þá verður íslenskt rafmagn um leið orðið markaðsvara á
þúsundfalt stærri markaði en í dag og verð fyrir orkuna hér heima hækkar.
Okkur er því býsna mikill vandi á höndum. Erum við kannski þegar öllu er
á botninn hvolft ekki eins frjálst og fullvalda ríki og við höfum haldið?
Magnús Magnússon.
Þeir sem stunda golfíþróttina hér
á landi hafa aldrei verið fleiri en
þeir eru nú, en 17.165 einstakling-
ar eru í dag skráðir í golfklúbba
landsins og hefur fjölgað um 150
kylfinga frá í fyrra. Knattspyrnan
er stærsta einstaka íþróttagreinin
með tæplega 23.000 félaga innan
KSÍ, en næst kemur Golfsamband-
ið með rúmlega 17.000 félaga.
Þetta kom fram á formannafundi
GSÍ sem haldinn var í Grindavík
um helgina.
Í neyslu- og lífstílskönnun sem
Capacent vinnur árlega kem-
ur fram að um 55.000 Íslending-
ar fara í golf a.m.k. einu sinni á
ári. „Það má því segja að áætlaður
fjöldi kylfinga sé þrefalt meiri en
þeir sem eru skráðir í klúbba,“ seg-
ir í frétt Golfsambands Íslands.
mm
Knattspyrna og golf eru
stærstu íþróttagreinarnar
Svipmynd frá Garðavelli undir jökli.
Ljósm. úr safni/ Friðþjófur Helgason.
„Lagt hefur verið til að almanna-
varnanefnd Vesturlands hafi yfir
að ráða starfsmanni í 50% starfi til
reynslu á næsta ári. Málið er núna í
ferli hjá Samtökum sveitarfélaga á
Vesturlandi og viðkomandi sveitar-
félögum,“ segir Úlfar Lúðvíksson,
lögreglustjóri á Vesturlandi og for-
maður almannavarnanefndar Vest-
urlands í samtali við Skessuhorn.
„Hlutverk starfsmannsins yrði að
halda utan um starf nefndarinnar
og sinna ýmsum verkefnum á sviði
almannavarna í umdæmi lögregl-
unnar á Vesturlandi. Uppfæra þarf
viðbragðsáætlanir og áhættumat
auk annarra verkefna,“ segir hann.
Eins og greint var frá í Skessu-
horni í haust kom Almannvarna-
nefnd Vesturlands saman í fyrsta
sinn síðasta dag ágústmánaðar. Áður
höfðu þrjár nefndir verið starfandi í
landshlutanum; á Akranesi, Borg-
arfirði og Dölum og á Snæfellsnesi.
Voru þær sameinaðar í eina á þessu
ári að frumkvæði lögreglustjórans
á Vesturlandi og sveitarfélaganna í
landshlutanum. Nefndin er skipuð
oddvitum, sveitar- og bæjarstjórum
sveitarfélaganna auk lögreglustjóra,
yfirlögregluþjóns og slökkviliðs-
stjórum. Hlutverk nefndarinnar er
að móta stefnu og skipuleggja starf
sitt að almannavörnum í landshlut-
anum, í samræmi við lög um al-
mannavarnir.
Ef almannavarnaástand kann að
koma upp er stjórn aðgerða í hönd-
um lögreglustjóra. Hann situr í að-
gerðastjórn ásamt fulltrúa almanna-
varnanefndar, Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, Rauða kross Íslands,
hlutaðeigandi aðila skv. viðbragðs-
aðilum og sem tengjast aðgerðum
hverju sinni. Úlfar lýsir því þannig
að almannavarnanefndin sé bakland
almannavarnastarfs í umdæminu.
„Ef eitthvað kemur upp á stýrir lög-
reglustjóri aðgerðum. Þá er unnið
eftir viðbragðsáætlunum sem unn-
ar hafa verið af almannvarnanefnd-
um, en sú vinna hefur að miklu leyti
verið unnin af lögreglu. Til dæmis
er í gildi í umdæmi lögreglunnar á
Vesturlandi viðbragðsáætlun vegna
hópslysa, sem gefin var út 27. mars
2017. Eins var gefin út viðbragð-
sáætlun vegna gróðurelda í Skorra-
dal 31. október á síðasta ári. Fyrir
liggur að endurskoða þarf áhættu-
skoðanir í umdæminu, uppfæra við-
bragðslista og fleira. Hugmyndin
er að ráða starfsmann til almanna-
varnanefndar sem getur leitt það
starf sem framundan er. Við teljum
fulla þörf á að ráða starfsmann til
að halda utan um þessa vinnu í 50%
starfi til reynslu í eitt ár,“ segir Úlf-
ar Lúðvíksson að endingu.
kgk
Lagt til að almannavarnanefnd
hafi starfsmann
Hálft stöðugildi til reynslu á næsta ári
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á
Vesturlandi og formaður almanna-
varnanefndar Vesturlands.
Ljósm. úr safni.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, hef-
ur úthlutað samtals 14.305 tonnum
í sértækan og almennan byggða-
kvóta. Samkvæmt lögum um stjórn
fiskveiða er 5,3% af heildarafla í
hverri tegund dregið af leyfilegum
heildarafla og varið til ýmissa tíma-
bundinna ráðstafana til að auka
byggðafestu. Sértækur byggða-
kvóti Byggðastofnunar eykst um
94 tonn frá síðasta fiskveiðiári og
verður 6.429 tonn fiskveiðiárið
2018/19. Markmiðið með þessum
kvóta Byggðastofnunar er að stuðla
að sem öflugastri starfsemi í sjávar-
útvegi til lengri tíma og ná þann-
ig að skapa og viðhalda sem flest-
um heilsársstörfum við veiðar og
vinnslu, sem og afleidd störf í sjáv-
arbyggðum.
Almennur byggðakvóti fyrir
fiskveiðiárið 2018/19 nemur sam-
tals 7.876 tonnum, sem eru 6.168
þorskígildistonn. Samtals fá 45
byggðarlög í 27 sveitarfélögum út-
hlutað byggðakvóta að þessu sinni.
Hámarksúthlutun til byggðarlags
er 300 þorskígildistonn og fá sex
byggðarlög það hámark. Lágmarks-
úthlutun er 15 þorskígildistonn,
eigi bygðarlag á annað borð rétt til
úthlutunar og fá fjögur byggðarlög
þá úthlutun.
Fimm byggðarlög á Vesturlandi
fá úthlutað byggðakvóta að þessu
sinni; Arnarstapi 15 tonn, Grund-
arfjörður 190 tonn, Hellissandur 29
tonn, Ólafsvík 300 tonn og Stykkis-
hólmur 19 tonn.
kgk
Byggðarlög á Snæfellsnesi
fá byggðakvóta
Róið á veiðar frá Ólafsvík á liðnu sumri. Ljósm. úr safni/ af.