Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 15 www.skessuhorn.is Velkomin í sund! Opnunartími um jól og áramót í sundlaugum Borgarbyggðar 2018 Sundlaugin í Borgarnesi 23. des. Þorláksmessa, opið 9:00-18:00 24. des. aðfangadagur, opið 9:00-12:00 25. des. jóladagur, lokað 26. des. annar í jólum, lokað 31. des. 9:00-12:00 1. jan. 2018, lokað Sundlaugin Kleppjárnsreykjum 23. des. Þorláksmessa, opið 13:00-18:00 24. des. aðfangadagur, lokað 25. des. jóladagur, lokað 26. des. annar í jólum, lokað 31. des. lokað 1. jan. 2018, lokað Sundlaugin á Varmalandi er lokuð yfir vetratímann SK ES SU H O R N 2 01 8 Eyrarrósin er viðurkenning sem er veitt framúrskarandi menningarverkefnum utan höfuðborgarsvæðisins. Til þess að koma til greina þurfa verkefni að hafa fest sig í sessi, vera vel rekin, hafa skýra framtíðarsýn og hafa haft varanlegt gildi fyrir lista- og menningarlíf í sínu byggðarlagi. Sex verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta svo tilnefningu til sjálfrar Eyrarrósarinnar sem verður afhent við hátíðlega athöfn í febrúar næstkomandi. Eyrarrósinni fylgja peninga- verðlaun að upphæð 2.000.000 krónur. Hin tvö tilnefndu verkefnin hljóta einnig peningaverðlaun; 500 þúsund hvort. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afhendir verðlaunin. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL MIÐNÆTTIS 7. JANÚAR 2019 Upplýsingar og umsóknarform má finna á vef Eyrarrósarinnar WWW.LISTAHATID.IS/EYRARROSIN Öllum umsóknum verður svarað. AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Tvennir Jólatónleikar Hljómlistar- félags Borgarfjarðar verða haldn- ir í menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 13. des- ember nk. kl. 17:00 og 20:30. Þar koma fram meðlimir hljómlistar- félagsins, ungir og upprennandi tón- listarmenn í Borgarfirði, barnakór, auk Pálma Gunnarssonar. „Tónleikarnir eru ekki reknir í hagnaðarskyni og fer allur rekstrar- afgangur í sjóð sem verður notaður til þess að styðja við bakið á ungu og/eða upprennandi tónlistarfólki í Borgarfirði. Tilgangur félagsins er að standa fyrir tónlistarviðburðum í Borgarfirði, efla samvinnu og láta gott af sér leiða með hvaða tiltækum hætti sem er,“ segir í tilkynningu frá félaginu. mm Hljómlistarfélag Borgarfjarðar heldur tvenna jólatónleika Piparkökudagurinn í Grunnskóla Snæfellsbæjar er fyrir löngu búinn að festa sig í sessi og stór hluti af undirbúningi jólanna á mörgum heimilum í Snæfellsbæ. Hann hefur tekið breytingum í gegnum tíðina og nú í nokkuð mörg ár hefur for- eldrafélag skólans, norðan heiðar, séð um daginn. Það var engin und- antekning á þessu en dagurinn var haldinn viku fyrr en venjulega þar sem 1. desember ber upp á laugar- dag. Á piparkökudaginn gefst for- eldrum og nemendum tækifæri til að koma saman í skólann og stinga út piparkökur og skreyta. Foreldra- félagið sér svo um að selja deig, baka kökurnar og aðstoða eftir þörf- um. Var vel mætt á báðum starfs- stöðum og góð jólastemning þegar ljósmyndari kíkti við á starfsstöð- inni í Ólafsvík. Voru þar bæði börn og fullorðnir í óða önn að stinga út og skreyta piparkökur nú eða bara spjalla. þa Piparkökudagurinn í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.