Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessu- horni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukk- an 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Lausnin var í þessari viku var: „Tómstund“. Vinningshafi er: Iðunn Hauksdóttir, Túngötu 22, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Máls- háttur Útvegar Hlaup Blíða Ras Bók Mæli- eining Lund Tónn Átt Sniðug- ur Aldan Mat Alandi Nálægð Ferð Suddi Temja Eðja Löt Gjálp Taug Fjötur Gæði Geisla- baug Duft Mont- inn Frjáls 1 Vantrú Busl Svefn Spor Kólfur Sam- hlj. Tölur Átt Hvílir Fuglar Fjaðra- fok 9 Mettur Ferða- langar Hjól Rákin Loftteg. 2 5 Planta Deigt Glys Kvað 8 Þiðna Snagi Snáðar Von Brask Reifi Bardagi Grjót Blöð Skip Óttast Vein Óreiða Oki Skyldir Grípa Einatt Laust Nöf Um- gerðir Reifur Tíndi Rölt Leyfist Eink.st. Upphr. Góð Ætið Sk.st. Kusk Ávalt Önug Piltur 10 7 Gelt Tófa Öf.röð Innan Kopar Tvíhlj. Hrekkir Blóm Lag 4 Sam- hljóðar 3 Eldaði Dregur Atriði Viss Strax Sker Von Ráð- vönd Rödd Stundar Drif Lít 1000 Tónn 6 Risa Flan 4 Rauf Sómi Röst Slá Meiður Saknar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S P I L A Á S P I L É L O F V A R M I T A F L A G A L T U S L I L A K U K O R K A A N K E R V A K U R S A L I R A T A E F O G S U L L B R E K N Ú L L U P P H A F I Ð A N A F A R O P E N N I L Á A R I T R I S S A K I Ð K U Ð L A R S T S V A L I L R A S T U R N A N Ú R I L L K A R O R N A R B Ó N L A U N A S S A L Ó B A G A N N D Y N T Ó T T S U X U Ó G N L A U F A Á B Ö R L R A R K U R R A K R A M A R R B U R O R K A R T Ó M S T U N DL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Fimmtudaginn 6. desember verð- ur opið til kl. 20.00 í Safnahúsinu í Borgarnesi. Við það tækifæri verð- ur smásagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson lesin í anddyri bóka- safnsins milli klukkan 18 og 20 og er fólk boðið velkomið að koma og hlýða á lesturinn eða einstaka hluta úr honum. Aðventa var fyrst lesin í Safnahúsi í fyrra og mæltist það vel fyrir. Sagan er lesin af sjálfboðalið- um, í meistaralegri þýðingu Magn- úsar Ásgeirssonar sem var frá Reykj- um í Lundarreykjadal. Aðventa byggir á sögu Benedikts Sigurjónssonar sem nefndur var Fjalla-Bensi. Hann var frægur fyrir eftirleitir sínar undir jól og með sér hafði hann hundinn Leó og forustu- sauðinn Eitil. Frásögn af slíkri ferð Benedikts var skráð af Þórði Jóns- syni og birtist í Eimreiðinni í janúar 1931. Árið 1936 kom Aðventa út í fyrsta sinn og þá á þýsku, ári síðar á dönsku og tveimur árum síðar á íslensku í þýðingu Magnúsar. Eig- in þýðing Gunnars á sögunni kom hins vegar ekki út fyrr en árið 1976 eða fjörutíu árum eftir að frumút- gáfan kom út. Jón Kalman Stefánsson rithöfund- ur skrifar svo um þýðingu Magnúsar á Aðventu í Lesbók Morgunblaðsins 14. janúar 2006: „Það er unaður að lesa Aðventu á dönsku, frummálinu, og með ólíkindum hversu vel Magn- ús Ásgeirsson nær að þýða stemn- inguna sem svo erfitt er að lýsa, en svo auðvelt að njóta. Ég ætla ekkert að flækja málin; þýðing Magnúsar er betri en þýðing Gunnars sjálfs, trúrri frumtextanum, hún er mýkri og einfaldari...“ Aðventa hefur öðlast sess sem hin íslenska jólasaga og er vel við hæfi að lesa hana í Borgarfirði í aðdrag- anda jóla. -fréttatilkynning Aðventa lesin í Safnahúsi Borgarfjarðar Síðastliðinn laugardag var Þor- steinsmótið í tvímenningi í bridds haldið í félagsheimilinu Logalandi í Borgarfirði. Mótið er haldið til minningar um Þorstein Pétursson kennara frá Hömrum og er þetta í annað skipti sem það fer fram. Mótið er silfurstigamót og líkt og í fyrra var þátttaka góð, eða 54 spil- arar. Öflugir briddsspilarar mættu og öttu kappi við heimamenn og aðra, en mót þetta er með sterk- ustu briddsmótum sem haldin eru utan höfuðborgarsvæðisins. Úr- slit urðu þau að Ísak Örn Sigurðs- son og Stefán Jónsson báru sig- ur úr býtum með 58,2%. Sýnir sú tala að árangur sveita í efri sæt- um var mjög svipaður og fá pró- sentustig sem skildu menn að. Í öðru sæti urðu sunnlesku bænd- urnir Björn Snorrason og Hösk- uldur Gunnarsson og Sigurjón Ingibjörnsson og Oddur Hannes- son í þriðja sæti. Í fjórða sæti urðu Skagamennirnir Tryggvi Bjarna- son og Karl Alfreðsson og heima- mennirnir Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson urðu að þessu sinni í fimmta sæti, en þeir sigr- uðu eins og kunnugt er á mótinu á síðasta ári. Það var Davíð Pétursson fyrrum oddviti á Grund sem afhenti sig- urvegurum farandbikar að laun- um, en Skorradalshreppur styrk- ir mótshaldið ásamt fjölmörg- um ferðaþjónustufyrirtækjum í heimabyggð. Auk bikars voru pen- ingaverðlaun fyrir efstu þrjú sæti, útdráttarverðlaun og aukaverð- laun fyrir 13. og 25. sæti. Kvenfé- lag Reykdæla sá um kaffiveitingar og eru spilarar ekki í minnsta vafa um að hróður glæsilegs veislu- borðs eigi sinn þátt í góðri mæt- ingu á Þorsteinsmót sem verður næst haldið að ári. mm Þorsteinsmótið fór fram í Logalandi Sigurvegarar ásamt Davíð Péturssyni sem afhenti bikarinn að móti loknu. Ísak Örn og Stefán sigurvegarar á Þorsteinsmóti 2018.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.