Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 20186 Auglýsa stöðu forstjóra HVE VESTURLAND: Velferðar- ráðuneytið hefur auglýst emb- ætti forstjóra Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands laust til um- sóknar. Heilbrigðisráðherra mun setja í stöðuna til eins árs og stefnt á að það verði gert í síðasta lagi 1. febrúar næstkom- andi. Settur forstjóri HVE er nú Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir en Guðjón Brjánsson alþingis- maður er í leyfi frá störfum for- stjóra og situr á þingi. Fimm ára ráðningartímabili Guðjóns lýk- ur á næsta ári en samkvæmt 4. grein laga um þingfararkaup og þingfararkostnað hafa ríkis- starfsmenn sem taka sæti á Al- þingi rétt til að halda störfum sínum í fimm ár frá kosningu. Af þessum sökum auglýsir ráðu- neytið starf forstjóra tímabundið til eins frá 1. febrúar nk. Í starfs- lýsingu ráðuneytisins segir m.a.: „Forstjóri ber ábyrgð á að Heil- brigðisstofnun Vesturlands starfi í samræmi við lög, stjórnvalds- fyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi og þjón- ustu stofnunarinnar, að rekstr- arútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjár- munir séu nýttir á árangursríkan hátt.“ -mm Framlengdu frest til að skila haust- skýrslum LANDIÐ: Matvælastofnun vekur athygli á að frestur til þess að skila haustskýrslum vegna bú- fjárhalds hefur verið framlengd- ur til og með 2. desember nk. en hann átti að renna út 20. nóvem- ber. Umráðamenn hrossa sem aðeins telja fram hross á haust- skýrslu, geta nú skilað haust- skýrslu í heimarétt WorldFengs. Þeir umráðamenn sem einnig telja annað búfé fram á haust- skýrslu þurfa nú að sækja upplýs- ingar um hrossin sín úr World- Feng þegar skýrsla er skráð í Bú- stofn. Upplýsingar um staðsetn- ingu og umráðamann hrossa þurfa því að vera réttar í World- Feng. Allir félagar í hestamanna- félögum Landssambands hesta- mannafélaga og félögum Félags hrossabænda um allt land eiga að hafa frían aðgang að World- Feng. Þeir sem hafa ekki þann aðgang geta hins vegar skráð sig inn í WorldFeng með sérstökum hjarðbókaraðgangi, nánari upp- lýsingar um aðgang veitir tölvu- deild Bændasamtaka Íslands (tolvudeild@bondi.is). -mm Kannabisrækt stöðvuð VESTURLAND: Lögregla gerði húsleit í nágrenni Akraness í vikunni sem leið vegna gruns um kannabisræktun. Reyndist grunur lögreglu á rökum reist- ur. Lagt var hald á 21 kannabis- plöntu ásamt búnaði til rækt- unarinnar. Telst ræktun þessi í meðallagi að stærð, að sögn lög- reglu. Málið telst upplýst. -kgk Sofnaði undir stýri og ók út í mýri Ökumaður bifreiðar sem ekið var um Snæfellsnesveg að kvöldi dags 20. nóvem- ber sl. sofnaði undir stýri skammt frá Hítardalsafleggj- ara. Bíllinn fór þá út af vegin- um og endaði úti í mýri. Eng- um varð meint af við óhapp- ið. Sex önnur umferðaróhöpp urðu í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni vku en öll mjög minniháttar, að sögn lögreglu. Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis. Þá voru fimm ökumenn sektaðir fyr- ir að nota farsíma án hand- frjáls búnaðar í vikunni sem leið. Urðu þeir allir uppvísir að notkun farsímanna í gegn- um hraðamyndavélarnar í um- dæminu. Þeir voru því bæði að keyra of hratt og í símanum undir stýri. -kgk Róa til styrktar fjölskyldu Brynjars BORGARBYGGÐ: Á sunnudaginn kemur ætla ið- kenndur CrossFit Ægis að róa til styrktar fjölskyldu Brynj- ars Bergs sem lést í lok októ- ber síðastliðnum. Róður- inn fer fram í stöð CrossFit stöð Ægis við Brákarbraut 20 í Borgarnesi. Ætlunin er að halda þremur róðrarvél- um gangandi á milli klukkan þrjú og sex og er öllum vel- komið að taka þátt, hvort sem það er með því að róa, hvetja eða styrkja málefnið. Hægt verður að heita á ræðara með frjálsum framlögum en bauk- ur verður á staðnum. Þá er einnig hægt að leggja inn á söfnunarreikning fjölskyld- unnar: 0326-26-003131 og kt: 021283-3399. -arg Þegar aðvent- an gengur í garð stilla Akurnesing- ar viðtæki sín á FM 95,0 og hlýða á útsendingar Út- varps Akraness. Engin undantekn- ing verður þar á að þessu sinni, því Útvarp Akranes fer í loftið á föstu- daginn 30. nóvem- ber og stendur yfir þar til síðdeg- is fyrsta sunnudag í aðventu, 2. des- ember. Dagskrá- in er að vanda með fjölbreyttu sniði þar sem verður að finna efni fyr- ir alla aldurshópa, bæði tónlist og viðtalsþætti, sögu- legt efni, afþreyingu, grín og gam- an. Sent verður út frá húsnæði Sí- menntunarmiðstöðvar Vesturlands við Akratorg, eins og á síðasta ári og hefjast útsendingar kl. 13:00 að föstudeginum en kl. 9:00 að morgni laugardags og sunnudags. Árviss menningar- viðburður Að vanda er það Sundfélag Akraness sem stendur að útsendingum Út- varps Akraness. Hafa þær verið ár- viss viðburður í menningarlífi bæj- arins frá árinu 1988, hvorki meira né minna. Útvarpið fagnar því 30 ára afmæli um þessar mundir á 70 ára afmælisári Sundfélags Akraness. Trausti Gylfason, formaður sund- félagsins, segir að þessum tímamót- um verði fagnað sérstaklega með bæði afmælisþætti og afmælisboði. „Vegna 70 ára afmælis Sundfélags Akraness verður boðið til kaffisam- sætis í húsnæði Símenntunarmið- stöðvarinnar milli kl. 15:00 og 17:00 á föstudaginn, 30. nóvember. Stjórn sundfélagsins tekur á móti gest- um og boðið verður upp á kökur og kaffi,“ segir Trausti í samtali við Skessuhorn. „Á sunnudaginn verður síðan útvarpað sérstökum afmælis- þætti í umsjón Sturlaugs Sturlaugs- sonar, Ingunnar Ríkharðsdóttur og Guðmundar Páls Jónssonar, sem öll eru fyrrum formenn sundfélagsins. Þátturinn ber heitið Sund í 70 ár og ég hvet alla til að hlusta á þennan þátt og fræðast um sögu sundfélags- ins,“ segir hann. Tilhlökkun fyrir útsendingum Formaðurinn segir einkum tvær ástæður fyrir því að sundfélagið hafi staðið að útvarpsútsendingum öll þessi ár. „Í fyrsta lagi er þetta ein helsta fjáröflunarleið sund- félagsins. Síðan höfum við í gegn- um árin fundið hjá okkur hvöt til að taka þátt í menningarlífi bæjar- ins á þennan hátt og leggja svolítið meira til samfélagsins en eingöngu að kenna krökkum sund. Margir menningarþættir hafa ómað í Út- varpi Akraness í gegnum tíðina og megnið af þeim þáttum eigum við til. Það eina sem okkur vantar er tími til að geta gert þessa þætti að- gengilega öllum íbúum bæjarins,“ segir Trausti og kveðst fullur til- hlökkunar fyrir komandi útvarps- útsendingum. „Nú hafa aðstand- endur útvarpsins unnið baki brotnu frá því í byrjun október við að und- irbúa útsendingar og það er heldur betur tilhlökkun að fara í loftið. Ég verð mættur tímanlega niðureftir á föstudaginn til að fylgjast með þeg- ar útsendingar hefjast,“ segir hann ánægður. „Þetta kallar á mikla en skemmtilega vinnu og hún er að- eins fengin með góðri samvinnu foreldra, þáttagerðarmanna og allra annarra sem að þessu koma. Síðan er vert að geta þess að við gætum aldrei staðið að þessum útsending- um án okkar frábæru tæknimanna, sem eru þeir Ólafur Páll Gunnars- son á Rás 2 og Ólafur Valur Þrast- arson, sem stundum er kallaður Óli Ofur. Við stöndum í mikilli þakk- arskuld við þá fyrir að að vera jafn viljugir og raun ber vitni að standa í þessu með okkur,“ segir Trausti Gylfason að endingu. kgk Útvarp Akranes í loftið á tvöföldu afmælisári Í beinni útsendingu í Útvarpi Akraness fyrir nokkrum árum síðan. Trausti Gylfason er lengst til vinstri í mynd. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.