Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 201816 heimatökin ef eitthvað gerist, þannig hefur það alltaf verið með hann Ei- rík,“ bætir hann við. Benedikt sér einnig um að fylgj- ast með því að öll vinna við verkið sé vönduð og farið sé eftir reglum og öllum áætlunum. „Í þessari fram- kvæmd er það auðvelt verk fyrir mig því verktakinn er vandaður,“ segir Benedikt og brosir. „Ég hef líka unn- ið verk þar sem ég hef þurft að vera á öxlunum á mönnum allan tímann því til eru þeir sem reyna að stytta sér leið og spara sér aurinn með því að sleppa því sem kannski sést ekki. Það kemur svo bara í bakið á mönn- um síðar,“ segir hann. Kostnaðaráætlun enn innan marka Við framkvæmdir við grunnskólann kemur það í hlut Benedikts að halda utan um kostnaðinn við verkið og gæta þess að hann fari ekki úr bönd- unum. Aðspurður segir hann verk- ið enn vera innan kostnaðaráætl- unar. „Við erum enn innan þeirra marka sem voru sett eftir að ég kom að verkinu. En ég hef trú á að Borg- arbyggð hafi gert margar kostnaðar- áætlanir í sinni fjárhagsáætlun sem hafa eflaust allar farið úr skorðum. Enda held ég að fyrsta hugmyndin hafi verið að allt öðru verki,“ segir Benedikt. „Þegar verkið var boðið út var gerður samningur og þá lá fyrir hvað það myndi kosta og við erum innan þess ramma og það er ekkert sem bendir til þess að við förum út fyrir hann. Tilboð verktaka var upp á 800 milljónir króna og samnings- fjárhæðin þegar búið var að fara yfir verkið var um 750 milljónir. Heild- arkostnaður verksins er svo áætlað- ur 920 milljónir með öllu og það er upphæðin sem við erum að horfa á,“ bætir hann við. Í svona framkvæmd- um er alltaf gert ráð fyrir að það komi upp ófyrirsjáanlegar aðstæð- ur þar sem þarf að bregðast við með tilheyrandi kostnaði. „Það er aldrei hægt að sjá fyrir alla hluti í svona endurbyggingarvinnu en við gerum líka ráð fyrir því í þessum tölum. Af þessum 920 milljónum er gert ráð fyrir 7% óvissu sem ætti að dekka það sem kemur upp á. Það hafa nú þegar komið upp nokkur svona ófyr- irsjáanleg aukaverk en þau eru öll innan við 10 milljónir, sem þykir ekki mikið í svona verki.“ Mikilvægt að eftirlits- maður hafi reynslu af framkvæmdum Benedikt er sjálfur menntaður smið- ur og byggingatæknifræðingur og segir þá menntun mikilvæga fyr- ir starf sitt sem verkefnastjóra eða byggingastjóra. „Ég hef verið í þessu í 20 ár og hef sjálfur reynslu af allri vinnu sem verktakinn sér um. Það er mikilvægt því ég þarf að geta leyst úr öllum tæknilegum úrlausnar- efnum sem koma upp á verktíman- um,“ segir Benedikt. En við fram- kvæmdir sem þessar koma upp atvik á hverjum degi og jafnvel oft á dag sem þarf að finna úrlausnir á. Þá hef- ur verktakinn samband við Benedikt sem ákveður hvað skal gera. „Það getur verið að eitthvað komi upp á eða gögnin sem liggja til grund- vallar eru ekki nógu skýr. Þá þarf að finna lausn á því strax svo vinnan geti haldið áfram. Ef ég get ekki komið með lausn tefur það verkið og það kostar pening. Það er því mikilvægt fyrir þann sem sér um þetta hlutverk að hafa reynslu og þekkingu á svona framkvæmdum. Svo verð ég bara að bera ábyrgð á því sem ég tek ákvarð- anir um og standa og falla með þeim,“ segir Benedikt og brosir. Verið viðloðandi Borgar- byggð síðustu ár „Ég er búinn að vinna sem bygg- ingastjóri á verkum í rúm tíu ár og við verkefnastjórn og hönnun tölu- vert lengur,“ segir Benedikt en hann starfar fyrir verkfræðistofuna Víðsjá í Reykjavík. „Síðustu ár hef ég ver- ið viðloðandi nokkur stór verk hér í Borgarbyggð og má eiginlega segja að ég sé með annan fótinn hér núna,“ segir hann brosir. Aðspurð- ur hvort hann eigi tengingu í Borg- arfjörðinn neitar hann því. „Þetta byrjaði allt með því að við hjá Víðsjá hönnuðum Hótel Húsafell og ég var ráðgjafi þeirra með peningamál. Ég var svo byggingastjóri á lokastigum við byggingu Krauma. Þegar ég sá svo auglýst eftir byggingastjóra fyrir Grunnskólann í Borgarnesi langaði mig endilega að koma hingað aftur,“ segir hann. Víðsjá hefur nú skrif- að undir samning við Borgarbyggð um sambærilega þjónustu við fram- kvæmdir á nýjum leikskóla sem til stendur að byggja á Kleppjárnsreykj- um. „Ég verð því eitthvað áfram hér í Borgarbyggð næstu árin,“ segir Benedikt. arg Kór Akraneskirkju gefur út geisla- disk í desember og fagnar því með útgáfutónleikum í Vinaminni laug- ardaginn 15. desember klukkan 16:00. Á diskinum má finna úr- val kórlaga sem kórinn hefur flutt í gegnum tíðina. Þetta er ekki jóla- tónlist en allar aðrar árstíðir koma við sögu. Textar eru á íslensku og má finna ljóð og þýðingar eftir Ak- urnesingana Guðmund Kristjáns- son, Halldór Hallgrímsson, Jón Gunnar Axelsson, Jónínu Björgu Magnúsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur. Kórinn hefur fengið gott tónlist- arfólk til liðs við sig og eru það þeir Viðar Guðmundsson sem leikur á píanó, Jón Rafnsson kontrabassa- leikari og svo eru það kórfélagarnir Kristín Sigurjónsdóttir sem leikur á fiðlu, Eyjólfur Rúnar Stefánsson sem leikur á gítar og einsöng syng- ur Halldór Hallgrímsson. Sérstakur gestur kórins á tón- leikuum er Valgeir Guðjónsson, lagahöfundur og tónskáld en hann á einmitt eitt lag á plötunni. Aðgangseyrir kr. 3.500 og hefst forsala aðgöngumiða í versluninni Bjargi við Stillholt, föstudaginn 30. nóvember. mm Útgáfutónleikar Kórs Akraneskirkju Framkvæmdir við stækkun og end- urbætur Grunnskólans í Borgarnesi hófust snemma sumars. Eiríkur J Ingólfsson er verktakinn við fram- kvæmdirnar. Byggður verður nýr fjölnota salur við húsið og eldhús auk þess sem verið er að endurbæta hluta af gamla húsnæðinu. Nýtt þak verð- ur sett á stærsta hluta gamla húss- ins auk þess sem loftræstikerfi verð- ur komið fyrir og skipt um raflagnir og pípulagnir í hluta hússins. Blaða- maður Skessuhorns kíkti á fram- kvæmdirnar í síðustu viku og ræddi við Benedikt Magnússon byggingar- eftirlitsmann sem Borgarbyggð réði til verksins. „Þetta fór örlítið brösug- lega af stað og upphaflega tímaáætl- unin hefur aðeins farið úr skorðum. Ætli við séum ekki svona 8-9 vik- um á eftir áætlun, “ segir Benedikt. „Seinkunina má þó útskýra. Rign- ingin í vor setti stórt strik í reikn- inginn og við þurftum líka að end- urskoða og samræma hönnun aðeins betur. Ætlunin var að byrja strax í vor en þar sem fyrsta verk var að rífa þakið af húsinu gátum við ekki byrj- að fyrr en eftir að börnin voru far- in í sumarfrí. Við gátum ekki tekið þakið ofan af þeim í þessari miklu rigningu. Verkið er engu að síður á áætlun hvað varðar lokadagsetningu. Við erum búin að endurskipuleggja og gera nýja tímaáætlun og verklok verða 15. ágúst 2020 eins og upphaf- lega var ráðgert.“ Eðlilegt að bygginga- stjóri komi frá verktaka Aðspurður um hans hlutverk seg- ist Benedikt sjá að mestu um hlut- verk byggingastjóra þó hann sé ekki sjálfur skráður byggingastjóri í verk- inu. „Ég er verkefnastjóri og eftir- litsmaður. Upphaflega ætlaði Borg- arbyggð að ráða byggingastjóra fyr- ir verkið en ég ráðlagði þeim frá því. Byggingastjóri hefur ákveðið lög- formlegt hlutverk þar sem hann ber ábyrgð á verkinu. Þegar sveitarfé- lög ráðast í svona framkvæmdir er það mín skoðun að ráðinn sé verk- efnastjóri og að byggingastjóri komi frá verktakanum, það er jú verktak- inn sem á að bera ábyrgð á verkinu sem slíku. Ábyrgðin gildir í 20 ár og nær yfir alla þá vinnu sem unnin er við húsið núna. Ef eitthvað gefur sig eða galli kemur upp er ábyrgð á því svo lengi sem ekki sé um eðlilegt slit að ræða,“ útskýrir Benedikt og seg- ir það einfaldara fyrir Borgarbyggð að ábyrgðin liggi hjá verktakanum. „Þá getur verktakinn sjálfur komið og lagað það sem þarf. Ég veit líka að með þennan verktaka eru hæg Framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi ganga vel Rætt við Benedikt Magnússon um hlutverk eftirlitsmanna við stórar framkvæmdir Fallegt útsýni úr nýja matsalnum. Benedikt Magnússon, eftirlits- og verkefnastjóri á framkvæmdum við Grunnskólann í Borgarnesi og Kristófer Ólafsson verk- stjóri. Fyrir aftan þá má sjá hluta af nýrri viðbyggingu við skólann. Töluvert fannst af myglu í hluta af gamla húsnæði skólans og hér er verið að hreinsa myglu úr veggjum. Hér má sjá hluta af loftræstikerfinu sem er verið að setja í hluta af gamla húsnæði skólans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.