Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 201818 Síðastliðinn fimmtudag fór fram árlegur nýsköpunardagur Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem einnig var úthlutað nýsköpun- arstyrkjum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Flutt voru þrjú áhuga- verð erindi sem öll tengjast nýsköp- un, en þó með mismunandi hætti. Signý Gunnarsdóttir silkiormarækt- andi í Grundarfirði sagði í máli og myndum frá ræktun sinni og hvern- ig það kom til að hún fékk leyfi til að flytja inn silkiorma og rækta þá. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi sagði frá fjórðu iðnbylting- unni sem nú er hafin og ræddi fram- tíðarsýn hans um áhrif hennar. Loks fjallaði Páll Kr. Pálsson iðnverkfræð- ingur um mikilvægi nýsköpunar í starfandi fyrirtækjum. Styrkir og styrkþegar voru kynntir við athöfn sem fram fór í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Við sama tækifæri voru nýsköpunarverð- laun Vesturlands afhent, en handhafi þeirra er valinn af teymi atvinnuráð- gjafa SSV, sem leggur tillögu fyrir stjórn SSV sem á síðasta orðið í val- inu. Nýsköpunarverðlaunin hlutu fyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði fyrir uppbyggingu nýrrar hátæknifiskvinnslu (sjá aðra frétt). Alls hlutu 18 verkefni nýsköpun- arstyrki og var heildarfjárhæð þeirra um 16,5 milljón króna, þannig að meðaltali var hver styrkur tæp ein milljón króna. Verkefni um vinnslu grjótkrabba í Faxaflóa, ostrurækt í Dölum og silkiormaræktun í Grund- arfirði hlutu hæstu styrkina að þessu sinni. Sérstök dómnefnd undir for- ystu Helenu Guttormsdóttur fór yfir umsóknir og annaðist úthlutun. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi sem hafa umsjón með styrkjum Uppbyggingarsjóðs, en hann fær út- hlutað framlögum úr ríkissjóði. Eftirfarandi verkefni hlutu styrki: Túlípanar á Snæfellsnesi Clemens Godefidus Maria Van de Zwet í Stykkishólmi fékk 450.000 krónur til túlípanaræktunar. Verk- efnið snýst um ræktun túlípana fyrir heimamarkað á Snæfellsnesi. Mark- miðið er að færa túlípana til neytenda á eins skömmum tíma og mögulegt er til að tryggja gæði og lengra vasa- líf blómanna. Fræðsluvefur um hestamennsku Verkefnið Hestamennska; fræðslu- og upplýsingavefur í Borgarbyggð fékk 450.000 krónur. Verkefnið felst í að gera vefsíðu með fræðslu og fróðleik um hesta og hestamennsku í sinni víðtækustu mynd. Skortur er á slíkri fræðslu en þörfin mikil, sér- staklega fyrir nýliða í hestamennsku. Upplýsingar um hesta og þarfir þeirra og hestamennsku þurfa að vera aðgengilegar hinum almenna hesta- manni á hverjum tíma og er mark- miðið að safna slíkum upplýsingum á einn aðgengilegan stað. Grafískur hönnuður verður fenginn að hönn- un síðunnar. Ostrurækt í Dölum Sæfrost ehf. í Búðardal fékk styrk til að rækta ostrur upp á 2.177.500 krónur. Flytja á inn smáostrur (lirf- ur). Notast verður við tvenn afbrigði af ostrum, afbrigði frá Frakklandi og Írlandi. Þetta verður ekki eldi á sjó eins og algengast er, heldur landeldi og notast við sjódælingu. Það fyrir- komulag auðveldar að fylgjast með framgangi og hætta á afföllum vegna veðurs verður minni. Ostrurnar vaxa upp í markaðsstærð á þremur árum. Ár hvert verða flutt inn ostruhrogn og að loknum þremur árum er upp- skera á hverju ári. Markaðssetning til gesta Grundarfjarðar Markaðssetning og kynning á starf- semi Lúðvíks Karls í Grundarfirði fékk 400.000 krónu styrk til markaðs- setningar. Leitað er eftir stuðningi til markaðssetningar á þeim vörum sem umsækjandi býr til, búa til kynning- arefni og gera heimasíðuna á Face- book sterkari. Allt þetta verður gert í þeim tilgangi að gera fyrirtækið í Grundarfirði sýnilegra, sérstaklega fyrir ferðamenn. Til Grundafjarð- ar kemur fjöldi skemmtiferðaskipa á ári. Heimskautasafn í fyrrum mjólkurstöð Heimskautasafn í Borgarnesi (Polar Museum) fær 600.000 króna styrk til að gera viðskiptaáætlun fyrir heim- skautasafn (Polar Muesum) í gamla mjólkursamlagshúsinu við Skúlagötu 10 í Borgarnesi. Þessi hugmynd hef- ur verið að þróast og mótast í sam- tölum milli Péturs Geirssonar og veðurfræðinganna Trausta Jónssonar og Þórs Jakobssonar. Samtalið hefur leitt til þess að mönnum finnst nauð- synlegt að komast að því hvað það kostar að setja upp slíkt safn, móta hugmyndina betur og hver rekstrar- kostnaður gæti orðið. Kynning skíðasvæðis Skíðasvæði Snæfellsness í Grundar- firði fékk 400.000 krónur til mark- aðssetningar og uppbyggingar á skíðasvæði Grundarfjarðar. Upp- bygging hefur verið á svæðinu síðast- liðin tæp þrjú ár. Sótt er um styrk til áframhaldandi uppbyggingar á svæð- inu, þar með að búa til fjölbreyttari þjónustu yfir vetrartímann í Grund- arfirði og á Snæfellsnesinu öllu, með auknum möguleikum fyrir ferða- menn yfir vetrarmánuðina. Aukaafurðir í laxvinnslu Eðalfiskur ehf. í Borgarnesi fékk styrk til vinnslu aukaafurða úr laxi, 1.200.000 krónur. Verkefninu er ætl- að að bæta nýtingu hráefnis og auka verðmætasköpun. Þróa markaðsvöru úr aukaafurðum af laxi - svo sem snakk og „klatta.“ Hönnun pramma haldið áfram Asco Harvester ehf. í Borgarnesi fékk 1.000.000 krónur í styrk til að vinna umsóknarvinnu vegna markaðssetn- ingar. Asco Harvester hefur frá byrj- un árs 2016 unnið að smíði frum- gerðar af pramma sem var sjósettur í ágúst 2017. Eftir það tók við þró- un í sjó. Frá því í desember síðast- liðnum hefur Asco verið í samstarfi við alþjóðlegt fyrirtæki í þangslætti, Acadian Seaplant. Fyrirtækið hefur unnið með því við ýmsar greining- ar á vélslætti og aðstæðum á Íslandi. Asco hefur þörf á því að koma vör- unni á framfæri, kynna hana áhuga- sömum. Einnig er verið að vinna að umsókn í fasa tvö í Horizon 2020. Vöruþróun hjá Akraborg Akraborg ehf á Akranesi fékk styrk til að vinna umsókn með EVRIS, 1.000.000 krónur. Verkefnið felst í því að sækja um styrk til EU í sam- starfi við alþjóðlega ráðgjafarfyrir- tækið Evris. Sótt verður um vöruþró- unarstyrk, SME Instrument, til þess að fara í nauðsynlega vöruþróun og markaðsetningu á vannýttum afurð- um sem falla til við bolfisksvinnslu. Markaðsstarf á jaðarsvæðum Hlíðarmúli ehf. í Hnappadal fékk 400.000 krónur til markaðssetning- ar. Fara á í markaðsstarf á jaðarsvæði til eflingar ferðaþjónustu. Markaðsstarf fyrir hesta- menn Efra Skarð í Hvalfjarðarsveit fékk 400.000 krónur til markaðssetning- ar á alhliða þjónustu fyrir hross og hestamenn. Hernámssetrið styrkt Verkefnið Njósnað um hernámið, hjá Hernámssetrinu í Hvalfjarðar- sveit fékk 1.500.000 krónur í styrk. Vinna á markaðsstarf Hernámsset- ursins og skerpa á þeim verkefnum sem framundan eru. Rækta sambönd sem hafa verið í þróun undanfarin ár og koma upp nýjum með því mark- miði að fjölga gestum og stuðnings- aðilum safnsins. Minjagripir af Vesturlandi Fyrirtækið Arttré ehf. á Akranesi fékk 1.000.000 krónur til að þróa minjagripi af Vesturlandi. Verkefnið snýst um að hanna og framleiða stað- bundna minjagripi úr landshlutan- um. Þema minjagripana er menn- ing, saga, minjar og náttúra Vestur- lands. Arttré hefur hannað, framleitt og selt minjagripi með góðum ár- angri síðastliðin fimm ár. Hugmynd- in er að nýta þá reynslu og þekkingu sem hefur skapast í fyrirtækinu og yf- irfæra yfir á staðbundna minjagripi af Vesturlandi. Beint frá bónda um Brákarey Sláturhús Vesturlands ehf. í Borgar- nesi fékk 1.097.000 krónur til mark- aðssetningar á verkefninu „Beint frá bónda um Brákarey“. Verkefnið felst í þróun vörumerkis sem yrði sam- heiti þeirra afurða sem koma frá Sláturhúsi Vesturlands. Verkefninu er ætlað að styðja við sölu á uppruna- merktum vörum og sölu á afurð- um bænda beint frá býli og er liður í því að auka verðmætasköpun í land- búnaði á Vesturlandi. Meginútgöld verkefnisins eru kaup á sérfræðiráð- gjöf við hönnun vörumerkis og gerð markaðskönnunar. Báran Brugghús Báran Brugghús á Akranesi fékk 400.000 krónur til markaðssetning- ar á Bárunni brugghúsi við Báru- götu 21 á Akranesi. Áætluð fram- leiðsla fyrirtækisins er 8000 lítrar á ári af bjór í fyrstu en aukist með tíð og tíma. Samhliða framleiðslunni er stefnt að því að bjóða afurðir til sölu á staðnum, hafa móttöku sem rúmar um 50 manns. Fyrirtækið er í sam- vinnu við fyrirtækið Veislur og við- burði ehf. Framleiðsla fyrirtækisins verður seld á staðnum, í vínbúðum, til annarra veitingaaðila á Akranesi og um land allt. Silkiormaræktun í Grundarfirði IceSilk í Grundarfirði fær 1.660.000 krónur til áframhaldandi þróun og tilraunir með ræktun silkiorma. Verkefnið felst í þróun á fæði fyr- ir silkiorma og hagkvæmnisathugun á framleiðslu þeirra á Íslandi. Verk- efnið er sjálfstætt, áframhaldandi verkefni. Afurðirnar eru meðal ann- ars silkiþráður sem hægt er að nota í garn og vaðmál. Hreint fibroin sem hægt er að nota í líftækni svo sem líkamsvefi, taugar, bein, blóðæðar, brjósk og fleira. Einnig sericin pró- tein en það hefur verndandi og end- urnærandi eiginleika og er víða not- að í lyf og húðvörur. Þróa veiðar og vinnslu grjótkrabba Lokinhamrar ehf á Akranesi fékk 2.000.000 krónur í styrk til þróun- ar á veiðum og vinnslu Grjótkrabba. Grjótkrabbi er ný nytjategund innan veiðilögsögu Íslands og finnst hann nú í veiðanlegu magni í Faxaflóa. Ljóst er að löng og kostnaðarsöm þróunarvinna er framundan í veið- um, vinnslu og markaðssetningu á grjótkrabba áður en nýting á honum verður arðbær. Ómögulegt er fyr- ir smábátaútgerð að standa straum af öllum kostnaði við slíka þróunar- vinnu. Afurð verkefnisins yrði við- skiptaáætlun sem tæki mið af nið- urstöðum verkefnisins og jafnframt aukin verðmætasköpun í smábátaút- gerð. Markaðssetja keilu- íþróttina Kúlan á Akranesi fékk 400.000 krón- ur í styrk til kynningar á starfsemi Keilufélags Akraness. Afurð/ár- angur yrði afþreying fyrir almenn- ing og aðstaða fyrir þá sem stunda keiluíþróttina. Ætlunin er að veita bæjarbúum og gestum afþreyingu allt árið um kring. „Það er kostur að allir geta stundað keilu óháð aldri og líkamlegu formi eða fötlun. Verk- efnið er sjálfstætt en gæti boðið öðr- um íþróttum aðstöðu svo sem boccia og jafnvel bogfimi.“ mm Styrkir afhentir til nýsköpunar á Vesturlandi Styrkþegar sem mættir voru ásamt Helenu Guttormsdóttur formanni úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.