Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 201820 Fyrir stuttu kom út bókin; „Ekki misskilja mig vitlaust!“ eftir Guð- jón Inga Eiríksson. Inniheldur hún mismæli af ýmsum toga og ambög- ur. Þar koma margir við sögu og má þar nefna Guðbjart Jónsson, lengi veitingamann í Vagninum á Flateyri, fjölmarga frétta- og dagskrárgerðar- menn af ljósvakamiðlunum, stjórn- málamenn, Eyþór í Lindu á Akur- eyri og drottningu mismælanna, Sig- mund Erni og sjálfa Vigdísi Hauks- dóttur. Hér verður gripið niður í bókina. Gulli Jóns Gunnlaugur Jónsson, Skagamað- ur og knattspyrnumaður og -þjálf- ari, er þekktur á meðal félaga sinna úr boltanum fyrir að reyna alltaf að tala góða og lýtalausa íslensku, en ár- angurinn af þó ekki alltaf í samræmi við metnaðinn. Einhverju sinni var Gunnlaug- ur að rífast við Jóhannes Harðarson á æfingu hjá ÍA. Gunnlaugur taldi að Jóhannes færi með rangt mál og sagði honum það svona: „Nei, Jói, nú ferð þú með flisjur.“ Lási kokkur Eitt sinn, þegar Lási vann í eldhús- inu á Hótel Heklu, var hann send- ur með stóra og fagurlega skreytta rjómatertu til Zimsen. Hann hélt á tertunni með báðum höndum og gekk frá hótelinu, sem var við Lækj- artorg, áleiðis að Zimsen-húsinu við Hafnarstræti. Þegar hann átti stuttan spöl ófarinn rak hann tærnar í og datt kylliflatur fram fyrir sig – með and- litið ofan í tertuna. Þessu óhappi lýsti Lási svo: „Ég rak gangstéttina í tærnar og missti andlitið í tertuna.“ Lási keypti eitt sinn mikið af sígar- ettum áður en hann hélt til sjós og var spurður að því hvað hann ætlaði eiginlega að gera við öll þessi ósköp af tóbaki. „Það er ekki víst að við komum í höfn bráðlega,“ svaraði Lási, „svo mér þótti vissara að hafa vaðið fyrir ofan mig.“ Einu sinni kom afgreiðslumaður frá olíufélagi um borð í Sæbjörgu og þáði kaffi aftur í borðsal með vél- stjóranum og nokkrum öðrum. Allt í einu kemur Lási þangað inn og seg- ir um leið og hann kemur auga á af- greiðslumanninn: „Þú hefur breyst svo mikið síðan ég sá þig síðast að ég þekki þig ekki fyrir annan mann.“ Eyþór í Lindu Eyþór Tómasson, kenndur við sæl- gætisgerðina Lindu sem hann stofn- aði á Akureyri árið 1949, er nánast goðsögn á Akureyri þegar kemur að hinu spaugilega í tilverunni og þá eru mismæli ekki undanskilin. Nokkur slík fylgja hér á eftir: Eyþór í Lindu hafði skroppið í lax- veiði austur í Fnjóská. Kvöld eitt var mikil gleði í veiðihúsinu þar og um morguninn voru margir ansi fram- lágir. Eyþór hélt samt ótrauður til veiða ásamt nokkrum öðrum. Ekki tókst þó betur til en svo að hann féll fyrir björg og fótbrotnaði. Félagar hans brugðu skjótt við og þegar þeir höfðu dröslað Eyþóri upp á árbakk- ann leit hann á þá kvalarfullum aug- um og sagði: „Ekki eru allir peningar til fjár.“ Eitt sinn var Eyþór í Lindu á árs- fundi Félags íslenskra iðnrekenda sem þá var haldinn í Leikhúskjallar- anum við Hverfisgötu í Reykjavík. Hann sté þar í pontu og fór að býsn- ast yfir því hversu frídagar á Íslandi væru margir. Og auðvitað kom hann með dæmi: „Það eru 15 frídagar í apríl ef 1. maí er talinn með.“ Eyþór kom inn í Akureyrarapó- tek til að endurnýja birgðir af hjarta- töflunum sínum sem hann var bú- inn með. Ekki mundi hann hvað þær hétu og þegar afgreiðslustúlkan brá sér á bak við til að ráðfæra sig við lyfjafræðing kallaði hann á eftir henni svo allir í búðinni heyrðu: „Æ, þú veist, þessar bleiku tussur sem stoppa hjartað þegar það byrjar að slá!“ Guðbjartur Jónsson, lengi veitingamaður á Flateyri „Sá vægir sem veit ekki meira.“ „Þegar neyðin er stærst, þá verður hún ekki mikið stærri.“ „Margt smátt gerir eitt lítið.“ „Það er bara einn sem hefur einka- rétt á þessu.“ „Ekki misskilja mig vitlaust!“ „Hann er fasisti á vín og tóbak.“ Fréttamenn „í beinni“: „Og talandi um snáka, hingað er mættur Halldór Runólfsson yfir- dýralæknir til að ræða um hrossasótt- ina.“ (Edda Andrésdóttir, fréttakona á Stöð 2). „Ölvun og áfengi fara ekki saman.“ (Jóhann Hlíðar Harðarson, frétta- maður hjá Ríkisútvarpinu). „Þetta á einkum við um vanfærar konur á barneignaraldri.“ (Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður á Stöð 2). „Mikil ásókn var í lóðirnar og fengu fleiri en vildu.“ (Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður á Stöð 2). Við minnum á ellefu fréttirnar sem hefjast stundvíslega klukkan 22:30.“ (Sigmundur Ernir Rúnars- son, fréttamaður á Stöð 2). „Hið unga lið Ajax situr eftir með súrt ennið.“ (Gummi Ben., íþrótta- fréttamaður hjá Stöð 2). „Þótt Kóreumennirnir séu höfð- inu styttri þá eru þeir að vinna alla skallaboltana.“ (Jörundur Áki Sveinsson í knattspyrnulýsingu á Sýn). Vigdís Hauksdóttir „Við skulum bara sjá til en ég er á engan hátt að stinga höfðinu í stein- inn.“ „Frú forseti. Það mega sumir kasta gróti úr steinhúsi.“ „Það er eitthvað mikið á ferðinni fyrst hægt er að tala með þessum hætti í sitthvora áttina, með nokk- urra mánaða fyrirvara.“ „Ekki misskilja mig vitlaust!“ Mismæli og ambögur koma út í bók Þormóður Sím- onarson er al- inn upp á Ytri- Görðum á Snæ- fellsnesi. Hann hefur nú byggt sitt eigið hús og nefnir það Tvíodda. Tutt- ugu og þriggja ára ákvað Þor- móður að gera aðeins það sem bætti hann á einhvern hátt. Hann lærði nútímafræði við Háskólann á Akureyri, þar sem hann heyrði fyrst rætt um aðlöðunaraflið. Hann hef- ur lært dáleiðslu og skapandi skrif og bjó í búddaklaustri í Skotlandi um stund. Árið 2010 sneri hann aft- ur heim á Snæfellsnes og byggði þar húsið sitt og stofnaði fjölskyldu. Þormóður lauk menntun sem mark- þjálfi árið 2014 og hélt svo áfram að mennta sig og fékk vottun frá Dr. Joe Vitale sem leiðbeinandi í aðlöð- unaraflinu. Hann fékk svo frekari vottun sem leiðbeinandi fyrir lengra komna árið 2018. Þormóður gaf ný- lega út sína aðra bók, Aðlöðunarafl- ið, en áður hefur hann gefið út bók- ina Þúsund myndir... milljón minn- ingar um árs langt ferðalag sitt í leit að sjálfum sér og viðurkenningu. Aðlöðunaraflið er annars kon- ar bók. „Þetta er mín þýðing á The law of attraction. Þetta er handbók, í rauninni sjálfshjálparbók,“ segir Þor- móður aðspurður um bókina. Bókin er byggð á sömu heimspeki og The Secret sem sló í gegn á Íslandi fyr- ir nokkrum árum. Þormóður hefur aðlagað heimspekina að íslenskum aðstæðum, þýtt hugtök og sett hug- myndirnar í búning sem Íslendingar eigi auðveldara með að nálgast. „Ég bæti við hluta um fyrirgefningu og því að sleppa langrækninni. Mað- ur getur til dæmis skipt skapi, farið úr því að vera reiður í eitthvað ró- legra,“ segir Þormóður. „Fyrir okk- ur og okkar menningu er þetta mik- ilvæg viðbót, því við erum oft alin upp í því að vera fúl við einhvern því langafi einhers gerði eitthvað fyrir löngu síðan. Þetta er bara uppskrift að vanlíðan.“ Kjarninn í skilaboðunum í bók- inni segir Þormóður að hamingj- an sé sjálfsköpuð og allir geti skap- að sér sína hamingju. „Það er mikil- vægt að láta sér líða vel og skapa sína eigin hamingju,“ segir Þormóður og bendir á að maður uppskeri eins og maður sáir. „Ef maður er til dæmis alltaf pirraður yfir einhverju, þá lað- ar maður að sér veruleika sem gerir mann pirraðan. Það skiptir ekki máli þótt tilefnið sé pólitík, umferðin eða heimsmálin. Aðrir hlutar tilverunnar munu verða pirrandi.“ Hann segir að þeir sem áttu erfitt með að gera boð- skapinn úr The Secret að veruleika ættu að eiga auðveldara með það eft- ir að hafa lesið hans bók. „Allir sem hafa lesið bókina eru mjög ánægðir með hana. Sumir marglesa hana,“ bætir hann við. Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar um bókina og aðlöðunaraflið á heimasíðu Þormóðar, www.leyndar- malid.is klj Ný bók um aðlöðunaraflið Þormóður Símonarson. Bókarkápan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.