Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvernig jólaskraut fer fyrst upp á þínu heimili og hvenær? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Jón Halldórsson Útijólasería sem ég setti upp um síðustu helgi. Kolbrún Rafnsdóttir og Eyrún Einarsdóttir Jólaljós í glugga og borðskraut í lok nóvember. Anna G Barðadóttir Aðventuljósin fara fyrst upp svona í kringum 1. desember. Anna Soffía Hákonardóttir Ég set fyrst upp jólastjörnur í gluggann um miðjan nóvember. Magnús Ólafsson Jólakúlur í eldhúsið fara alltaf fyrst upp. Ég setti þær upp síð- astliðinn sunnudag. Skallagrímur mætti Þór Þ. í átt- undu umferð Domino‘s deildar karla í körfuknattleik. Leikið var í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. Leikurinn var í járnum í fyrri hálf- leik en í þeim síðari tóku heima- menn stjórnina og sigruðu að lok- um með 87 stigum gegn 74. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafsfjórðungnum. Þór komst tvisvar fimm stigum yfir en Borg- nesingar komu til baka og tóku for- ystuna undir lok fyrsta leikhluta, 22-24. Heimamenn komust yfir að nýju snemma í öðrum leikhluta og leiddu næstu mínúturnar. Skalla- grímur jafnaði metin í 38-38 þeg- ar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og liðin fylgdust að þar til hálfleiksflautan gall. Staðan í hléinu var jöfn, 45 stig á lið. Heimamenn mættu ákveðnari til síðari hálfleiks, þéttu varnarleik- inn mjög og létu Skallagrímsmenn heldur betur hafa fyrir hlutun- um. Borgnesingar skoruðu aðeins 13 stig í þriðja leikhluta. Á meðan sigu heimamenn fram úr, hægt en örugglega og leiddu með 14 stig- um fyrir lokafjórðunginn, 72-58. Skallagrímsmenn áttu ekki svör við góðum leik heimamanna í fjórða leikhluta frekar en í þeim þriðja. Þeim tókst að minnka muninn í tíu stig um miðbik fjórðungsins en nær komust þeir ekki og Þórsarar sigldu sigr- inum heim á lokamín- útunum. Lokatölur sem fyrr segir 87-74, Þór í vil. Aundre Jackson var stigahæstur í liði Skalla- gríms með 16 stig og tók hann sex fráköst að auki. Eyjólfur Ásberg Halldórsson skoraði 14 stig og tók tíu fráköst, Matej Buovac skoraði 13 stig og Domagoj Samac var með tíu stig og sex fráköst. Halldór Garðar Her- mannsson átti frábæran leik fyrir heimamenn, skoraði 27 stig með 53% skotnýtingu og gaf sex stoðsendingar að auki. Niko- las Tomsick skoraði 19 stig og gaf ellefu stoðsendingar, Jaka Brodnik var með 19 stig og fimm fráköst og Kinu Rochford skoraði 13 stig og tók fimm fráköst. Skallagrímur situr í tíunda sæti deildarinnar með fjögur stig eft- ir átta leiki, tveimur stigum á eft- ir næstu liðum fyrir ofan en með jafn mörg stig og Valur í sætinu fyrir neðan. Þessi tvö lið mætast í næstu umferð. Viðureign Skalla- gríms og Vals fer fram í Borgarnesi mánudaginn 10. desember næst- komandi. kgk Misstu dampinn í seinni hálfleik Aundre Jackson og félagar hans í Skallagrími fundu ekki fjölina sína í seinni hálfleik. Ljósm. Skallagrímur. Skallagrímskonur urðu að játa sig sigraðar af Breiðabliki í níundu umferð Domino‘s deildar kvenna á laugardagskvöld. Leikið var í Kópavogi og lokatölur urðu 85-79, þar sem Breiðabliki tókst að stela sigrinum á lokamínútunum eftir að Skallagrímur hafði leitt nánast frá upphafi. Var þetta fyrsti sigur Kópavogsliðsins í deildinni í vetur. Breiðablik skoraði fyrstu stig- in en Skallagrímskonur voru mun sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu með tíu stigum að honum loknum, 18-28. Þær héldu Blikum í svipaðri fjarlægð stærstan hluta annars leik- hluta, en tóku síðan góða rispu und- ir lok fyrri hálfleiks og höfðu gott 16 stiga forskot í hléinu, 38-54. Breiðabliksliðið mætti mun ákveðnara til síðari hálfleiks og hélt Skallagrími í aðeins tveimur stigum fyrstu sjö mínúturnar eftir hléið og minnkuðu muninn í eitt stig, 55-56. Skallagrímur skoraði aðeins tíu stig allan leikhlutann en var engu að síður fimm stigum yfir fyrir loka- fjórðunginn, 59-64. Fjórði leikhluti var jafn og spennandi. Skallagríms- konur leiddu að jafnaði með þrem- ur til fjórum stigum. Þegar tvær mínútur lifðu hafði Skallagrímur tveggja stiga forystu, 76-78. Breiða- blik lagði allt í sölurnar á lokamín- útunum, náði að komast yfir og stela sigrinum á síðustu mínútunni en Skallagrímskonur sátu eftir með sárt ennið. Lokatölur urðu 85-79, Breiðabliki í vil. Shequila Joseph skoraði 25 stig, reif niður 17 fráköst og gaf sex stoðsendingar í liði Skallagríms. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 17 stig, tíu fráköst og sex stoð- sendingar og Árnína Lena Rúnars- dóttir skoraði 15 stig. Sanja Orazovic átti stórleik fyr- ir Breiðablik, skoraði 31 stig og tók tíu fráköst. Kelly Faris var ekki langt á eftir henni með 28 stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar og Björk Gunnarsdóttir skoraði 17 stig. Skallagrímskonur sitja í sjötta sæti deildarinnar með sex stig eft- ir níu leiki, tveimur stigum á eftir Val í sætinu fyrir ofan en jafnframt tveimur stigum fyrir ofan Hauka. Næst leika Skallagrímskonur í kvöld, miðvikudaginn 28. nóvem- ber, þegar þær mæta Keflvíkingum í Borgarnesi. kgk Skallagrímskonur rændar sigrinum Góður leikur Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur dugði ekki til gegn Breiðabliki. Ljósm. Körfuknattleiksdeild Breiðabliks. Ari Gunnarsson hefur látið af þjálf- un kvennaliðs Skallagríms í Borg- arnesi. Leikurinn gegn Breiðabliki á laugardaginn var því hans síð- asti við stjórnvölinn. Leit er haf- in að nýjum þjálfara, að því fram kemur í tilkynningu á Facebook- síðu Skallagríms. „Meistaraflokks- ráð kvenna og Ari Gunnarsson hafa komist að samkomulagi um að Ari hætti þjálfun meistaraflokks kvenna. Meistaraflokksráð þakkar Ara fyrir störf sín fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar í framtíð- inni,“ segir í tilkynningunni. Ari tók við liði Skalla- gríms í janú- ar síðastliðn- um eftir erfitt gengi fram- an af vetri. Liðið sigraði sex af síðustu sjö leikjum deildarinnar og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með góðum endaspretti en féll þar úr leik gegn Íslandsmeisturum Hauka. kgk Ari hættur með Skallagrím Ari Gunnarsson. Ljósm. úr safni/ glh. Skagamenn eru komnir aftur á sig- urbraut í 2. deild karla í körfuknatt- leik eftir sigur á Leikni R. í sjöundu umferð deildarinnar. Leikur ÍA og Leiknis R. fór fram í Kennarahá- skólanum í Reykjavík síðastlið- ið föstudagskvöld. Eftir að Leikn- ir tók forystuna kom ÍA til baka og vann að lokum 29 stiga sigur, 94-123 í leik þar sem Chaz Frankl- in gerði sér lítið fyrir og skoraði hvorki fleiri né færri en 53 stig fyrir ÍA, sem mun vera það besta á hans körfuknattleiksferli. Eftir sigurinn á föstudagskvöld situr ÍA í sjötta sæti deildarinn- ar með sex stig eftir sjö leiki, jafn mörg og liðin fyrir ofan og neðan. Næst leikur ÍA á föstudaginn, 30. nóvember næstkomandi, þegar lið- ið mætir KV á Akranesi. kgk Chaz með 53 stig í sigri ÍA Chaz Franklin var iðinn við kolann og rúmlega það í sigri ÍA á Leikni. Ljósm. jho. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, féll úr leik eftir tvo hringi á loka- móti Evrópumótaraðar kvenna sem fram fór á Spáni um helgina. Hún lék bæði fyrsta og annan hring á 76 höggum, eða á samtals tíu yfir pari og komst ekki í gegn- um niðurskurðinn. Til þess hefði hún þurft að leika á fimm yfir pari samanlagt. Úrslit helgarinnar þýða að Val- dís lýkur keppnistímabilinu í 38. sæti á stigalista Evrópumótarað- arinnar. Hún lék í tólf mótum á tímabilinu og endaði einu sinni meðal tíu efstu þegar hún hafnaði í 3. sæti á Australian Ladies Clas- sic Bonville mótinu í Ástralíu. kgk Valdís Þóra í 38. sæti stigalistans Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylf- ingur frá Akranesi. Ljósm. úr safni. Snæfellingar steinlágu gegn Sindra þegar liðin mættust í 2. deild karla í körfuknattleik á sunnudagskvöld, 92-41. Kvöldið fyrir leik dró til tíðinda úr herbúðum Snæfells, því Deandre Mason var sendur heim. Karfan.is greinir frá að Snæfell- ingum hafi ekki þótt hann vera að skila sínu fyrir liðið, sem einbeitir sér að því að þróa unga leikmenn sína á þessum vetri. Dominykas Zupkauskas lá í veikindum og lék því ekki með liðinu og Darrel Flake er meiddur. Snæfellingar voru því fáliðaðir, með aðeins átta menn á skýrslu og áttu sér ekki viðreisn- ar von gegn Hornfirðingum, sem tefldu fram sínu sterkasta liði. Snæ- fell situr stigalaust á botni deildar- innar eftir sjö leiki, en á leik til góða á Sindra í sætinu fyrir ofan. Næst leikur Snæfell gegn Vestra föstu- daginn 30. nóvember. kgk Snæfellingar burstaðir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.