Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 201828 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Það er ánægjulegt að samstaða náð- ist í atvinnuveganefnd um að leggja til verulega hækkun á frítekjumarki veiðigjalda og koma þar með veru- lega til móts við erfiðleika í rekstri margra lítilla og meðalstórra út- gerðarfyrirtækja sem margar hverj- ar eru burðarásar í sínum byggðar- lögum. Leggjum við til að frítekjumark- ið verði sem nemur 40% afsláttur af fyrstu sex m.kr. sem þýðir að há- marksafsláttur getur orðið á hvern útgerðaraðila 2,4 m.kr. en er í dag um 1,5 m.kr. Þetta þýðir að minni og meðalstórar útgerðir greiði lægra hlutfall af aflaverðmæti af veiðigjaldi hverju sinni upp að sex milljónum króna. Mikil samþjöppun hefur ver- ið í sjávarútvegi undanfarin ár og samkvæmt upplýsingum Fiskistofu hefur útgerðum sem ráða yfir afla- hlutdeildum fækkað úr 946 í 382 frá árinu 2005 til yfirstandandi árs sem þýðir að fækkað hefur um tæp 60% á 12 árum. Til þessara útgerða teljast bæði útgerðir með aflamark og krókaaflamark en langstærstur hluti þessa samdráttar liggur í smá- bátaútgerðinni. Á fiskveiðiárinu 2013 voru króka- aflamarksbátar 354 talsins en við upphaf yfirstandandi fiskveiðiárs voru þeir orðnir 258 og hefur þeim fækkað um fjórðung á um fjórum árum. Vissulega hafa ýmsar ytri aðstæður haft þar áhrif auk aukins þunga veiðigjalda og heimildar frá 2013 til stækkunar krókaaflsbáta sem ýtt hefur undir áframhaldandi samþjöppun veiðiheimilda. Þetta er áhyggjuefni og alvar- legt fyrir byggðaþróun í sjávar- byggðum landsins þar sem litlar og meðalstórar útgerðir skapa ákveðna byggðafestu og skapa afleidd störf bæði í fiskvinnslu og í þjónustu- greinum. Minni útgerðir skapa tækifæri til nýliðunar í greininni og er það útgerðarform sem hentar vel þeim sjávarbyggðum þar sem stórútgerð- in er ekki til staður. Umhverfisrök og loftslagsmál styðja líka við að efla eigi smábáta- útgerð sem stundar vistvænar veiðar og brennir minna eldsneyti á hvert kíló af afla til móts við t.d. skuttog- ara ef marka má rannsóknir. Einnig er smábátaútgerðin fjöl- skylduvæn. Sjómenn geta verið meira með fjölskyldum sínum og dagróðrabátar skila fersku hráefni til vinnslu sem mikil eftirspurn er eftir. Allt mælir því með að stjórnvöld beiti sér fyrir því að rekstrarskil- yrði og lagaumhverfið sé sem hag- felldast fyrir greinina svo litlar og meðalstórar útgerðir geti vaxið og dafnað í framtíðinni og eflt búsetu- skilyrði í sjávarbyggðum landsins. Fjölbreytt útgerðarform hringinn í kringum landið er sjávarútveginum mjög mikilvægt. Með þessu frumvarpi um veiði- gjöld er verið að afkomutengja veiðigjöldin sem næst rauntíma og að veiðigjöldin endurspegli afkom- una sem best hvort sem það leiðir til hækkunar eða lækkunar veiði- gjalda hverju sinni. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir er í samræmi við stjórnar- sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jak- obsdóttur um að efla hinar dreifðu byggðir landsins. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþing- ismaður. Höf. er formaður atvinnuvega- nefndar Alþingis. Frítekjumark eflir smábátaútgerð Pennagrein Síminn og Omnis verslun á Akra- nesi hafa skrifað undir endursölu- samning sem þýðir að Omnis mun verða umboðsaðili Símans á Akra- nesi. „Omnis verslun mun sinna sölu og þjónustuhlutverki fyrir Símann ásamt almennum ráðlegg- ingum um vörur og þjónustur Sím- ans auk afhendingu búnaðar. Omn- is Verslun hefur áður sinnt þessu hlutverki og þekkir því vel til þeirra vara og þjónusta sem Síminn hef- ur upp á að bjóða. Markmiðið með þessum samningi er að auka þjón- ustu Símans á Akranesi og í nær- sveitum,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að Omnis verslun taki formlega við keflinu 6. desember nk. mm Síminn komin aftur í Omnis Akranesi Frá undirritun samningsins. F.v. Orri Hauksson forstjóri Símans, Jóhanna Sigur- vinsdóttir og Ingþór Bergmann Þórhallsson eigendur Omnis og Berglind Björg Harðardóttir forstöðumaður einstaklingssölusviðs Símans. Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg und- anfarin ár. Slökkviliðsmenn heim- sækja þá börnin í 3. bekk grunn- skólanna og fræða þau um eld- varnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og sög- una af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kost- ur á að taka þátt í Eldvarnaget- rauninni en heppnir þátttakend- ur í henni fá jafnan afhent veg- leg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar. Auknar eldvarnir Landssambandið hefur um langt árabil lagt áherslu á forvarnastarf og hefur haldið Eldvarnaátakinu úti með dyggum stuðningi fjöl- margra aðila í rúma tvo áratugi. Það er því gleðilegt að geta greint frá því að samkvæmt rannsóknum sem Gallup hefur gert fyrir lands- sambandið og Eldvarnabanda- lagið skilar fræðsla af þessu tagi greinilegum árangri. Gallup hef- ur kannað ástand eldvarna á heim- ilum landsmanna á tveggja ára fresti undanfarin tíu ár og þróunin er ótvíræð; heimilin auka eldvarn- ir sínar jafnt og þétt. Æ færri hafa engan eða bara einn reykskynjara en að sama skapi fjölgar þeim til muna sem hafa þrjá eða fleiri. Mun algengara er nú en fyrir tíu árum að slökkvitæki og eldvarna- teppi séu á heimilum. Í könnun sem gerð var nú í haust kom fram að helmingur heimila er með allt í senn reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi en það er einmitt það sem okkar menn mæla með. Við eigum verk að vinna en þessar niðurstöður hvetja okkur sannar- lega til dáða. Sýnum aðgát á aðventunni! Fræðsla um eldvarnir á alltaf við en þó aldrei eins og nú í byrjun aðventu. Um leið og við hvetjum fólk til að hafa nauðsynlegan eld- varnabúnað á heimilinu leggjum við ekki síður áherslu á mikilvægi þess að fara varlega í daglegri um- gengni á heimilinu. Á næstu vikum ríður sérstaklega á að fara varlega með opinn eld, kertaljós og þvíumlíkt. Og munið að slaka ekki á klónni þótt jólahá- tíðinni ljúki og nýtt ár gangi í garð því reynslan sýnir að eldsvoðar á heimilum eru ekki síður algengir á fyrstu vikum ársins en á aðventu og um jól. Gleðilega hátíð! Þráinn Ólafsson. Höf. er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Fræðsla um eldvarnir skilar árangri Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.