Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 201812
Hið árlega jólabingó Kvenfélags-
ins 19. júní fer fram í sal Landbún-
aðarháskóla Íslands á Hvanneyri
föstudaginn 30. nóvember klukkan
20. Þessi viðburður hefur nú verið
haldinn árlega í tæp fimmtíu ár en
Kvenfélagið 19. júní á einmitt 80
ára afmæli á þessu ári. Margir nýir
meðlimir hafa gengið í félagið síð-
ustu misserin sem er nú fjölmenn-
asta kvenfélag Borgarfjarðar en í
því eru 55 konur á öllum aldri.
Í ár verður bingóið hið allra
glæsilegasta en fjölmargir góðir
vinningar hafa borist kvenfélags-
konum og vilja þær færa öllum sem
hönd hafa lagt á plóg kærar þakkir
fyrir. Meðal vinninga verða t.d. um
tíu hótelgistingar, skartgripir, gjafa-
bréf í ýmsa afþreyingu, vöruúttekt-
ir, matarkörfur, leikföng, bækur,
jólavörur og ýmislegt fleira.
Allur ágóði bingósins í ár mun
renna til kaupa á endurhæfinga-
tæki, svokallaðan Nustep fjölþjálfa,
fyrir hjúkrunar- og dvalarheimilið
Brákarhlíð í Borgarnesi. Kvenfé-
lagið 19. júní gaf samskonar tæki
í sjúkraþjálfunarmiðstöð Halldóru
í Borgarnesi á síðasta ári og hefur
það reynst afskaplega vel. Fjölþjálf-
inn gagnast afar fjölbreyttum hópi,
m.a. fólki sem er lamað fyrir neðan
mitti, í annarri hliðinni eða glímir
við annars konar skort á hreyfifærni
vegna erfðasjúkdóma, veikinda,
aldurs eða slysa. Tækið verður því
kærkomin viðbót inn á Brákarhlíð
og gæti það auðveldað heimilisfólki
sem á jafnvel erfitt með gang að
sækja sér hreyfingu og liðkun sem
stuðlar að bættri andlegri og líkam-
legri heilsu.
Í hléi verður hægt að kaupa veit-
ingar að hætti kvenfélagskvenna,
kaffi, sælgæti og drykkjarföng. Að
endingu er gott að minnast á það
að ekki verður posi á staðnum og
því eingöngu hægt að greiða með
reiðufé.
-fréttatilkynning
Jólabingó Kvenfélagsins
19. júní á föstudag
Safnað fyrir endurhæfingartæki á Brákarhlíð
Landsréttur staðfesti á miðviku-
dag gæsluvarðhaldsúrskurð Hér-
aðsdóms Vesturlands yfir konu sem
grunuð er um tilraun til manndráps
á Akranesi. Konunni er gefið að sök
að hafa stungið tengdason sinn með
hnífi í brjóstkassann aðfararnótt 10.
nóvember sl.
Þegar lögregla kom á vettvang var
maðurinn alvarlega sár, þar sem mik-
ið blæddi úr honum. Lögregla spurði
hvað hefði gerst og þá sagðist kon-
an hafa stungið manninn. Blóðugur
hnífur fannst á vettvangi og konan
var handtekin. Maðurinn var flutt-
ur á sjúkrahús þar sem hann gekkst
undir aðgerð og var ekki í lífshættu.
Það varð honum til happs að hnífur-
inn virðist hafa runnið á rifjum hans,
framhjá brjóstkassanum þar sem
hann gekk að minnsta kosti 15 til 20
cm inn, rétt utan við rifbeinin og inn
í síðu og bakvöðva. Hafi það valdið
mikilli blæðingu. Í úrskurði Lands-
réttar kemur fram að árásin hafi verið
lífshættuleg. Aðeins hafi verið heppni
að hnífurinn gekk niður á rif og rann
eftir þeim utan við brjóstholið. Hann
hefði hæglega geta stungist á milli
rifjanna og inn í brjósthol mannsins
með mun alvarlegri afleiðingum.
Kvartaði yfir ölvun
konunnar fyrr um kvöldið
Fram kemur í úrskurði Landrétt-
ar að sambýliskona mannsins, dótt-
ir ákærðu, hafi verið erlendis þegar
árásin átti sér stað. Konan hafi því
verið fengin til að gæta ömmubarns
síns, sem er dóttir mannsins og sam-
býliskonu hann. Maðurinn hafði gef-
ið skýrslu hjá lögreglu og greint frá
því að þegar hún hefði komið heim
um kl. 18:00 hafi hún verið mjög ölv-
uð og við drykkju. Maðurinn gerði at-
hugasemdir við að hún væri að sinna
barninu svo ölvuð. Lögregla hafði
fyrr um kvöldið komið að húsinu eft-
ir að maðurinn hafði kallað eftir að-
stoð. Kvaðst hann hafa gert það eftir
að dóttir hans hringdi í sig og kvart-
að yfir ölvun ömmu sinnar. Lög-
reglumenn tóku eftir ölvunarástandi
konunnar í heimsókninni en virtist
maðurinn vera í lagi þó hann viður-
kenndi að hafa drukkið bjór. Barnið
kvaðst ekki vera hrætt vegna þess að
faðir þess væri kominn heim. Við svo
búið yfirgaf lögregla heimilið, að því
er fram kemur í úrskurðinum.
Eftir það segir maðurinn að
tengdamóðir sín hafi ásakað sig um
að hringja í lögregluna og að kvarta
yfir ölvun hennar, en að lokum sofn-
að í stofunni. Sjálfur kveðst hann
hafa lagst til svefns um tíuleytið
og þá hafi barnið þegar verið sofn-
að. Hann hafi síðan vaknað við að
tengdamóðir hans væri komin inn í
herbergið og búin að kveikja ljósið.
Hún hafi þá öskrað á hann að lög-
regluheimsóknin fyrr um kvöldið
væri honum að kenna. Maðurinn
kveðst þá hafa gengið að henni og
ætlað að færa hana út úr herberg-
inu, en fundið stungu og byrjað að
blæða. Konan hafi þá gengið á brott.
Hann segist hafa ætlað að hringja í
sambýliskonu sína en ekki fundi far-
símann sinn fyrr en hann hringdi í
hann úr heimasímanum. Farsímann
hafi hann þá fundið, ásamt spjald-
tölvu, undir stofusófanum. Fullyrðir
maðurinn að konan hafi farið inn í
herbergið meðan hann svaf og fjar-
lægt bæði símann og spjaldtölvuna. Í
framhaldinu segist hann hafa hringt
í sambýliskonu sína, en á meðan hafi
tengdamóðir hans ógnað honum
með svörtum hnífi og öskrað á hann
að þetta væri allt honum að kenna.
Segir hann sambýliskonuna hafa
hringt í móður sína, en farið sjálfur
inn í svefnherbergi og lokað sig af.
Hann hafi svo hringt aftur í sam-
býliskonu sína sem hafi látið hringja
eftir lögregluaðstoð.
Byrjuð að
hreinsa vettvanginn
Fram kemur í úrskurði Landsdóms
að rannsókn lögreglu á símtölum í
og úr farsíma mannsins styðji fram-
burð hans um þessa atburðarrás.
Skýrsla sem tekin var af sambýlis-
konu mannsins staðfesti jafnframt
frásögn brotaþola. Kærða hafi tvisv-
ar gefið lögreglu skýrslu og sagt frá
á svipaðan hátt í bæði skiptin. Fram
kemur að hún neiti sök, en frásögn
hennar sé óljós og ófullkomin, auk
þess sem framburður hennar stangist
verulega á við annað sem fram hef-
ur komið við rannsókn málsins. Lög-
regla segir sterkan grun uppi um að
konan hafi ætlað að hindra brotaþola
í að komast af vettvangi. Ógnandi
hegðun hafi orðið til þess að maður-
inn lokaði sig af inni í herbergi. Þá
hafi hún skorið á hjólbarða bifreið-
ar mannsins og þannig komið í veg
fyrir að hún yrði notuð. Einnig seg-
ir í úrskurðinum að sterkur grun-
ur leiki á að hún hafi verið byrjuð að
hreinsa vettvanginn eða koma sönn-
unargögnum undan áður en lögregla
var kölluð á vettvang. Til marks um
það fundust hnífurinn og blóðug föt
í bifreið fyrir utan húsið.
Mat lögreglu er að með tilliti til
almannahagsmuna sé ekki forsvaran-
legt að kærða gangi laus. Rannsókn
málsins sé vel á veg komin. Lands-
réttur féllst á kröfu lögreglu um að
úrskurða konuna í gæsluvarðhald til
14. desember næstkomandi.
kgk
Grunuð um að stinga
tengdason sinn
Talin hafa reynt að afmá vegsummerki
„Starfsfólk OR hefur fengið nóg
af rangtúlkunum og ósanngirni
sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar
setja á borð fyrir almenning,“ segir
í yfirlýsingu sem starfsmannafélag
Orkuveitu Reykjavíkur sendi frá
sér síðastliðinn föstudag. „Það sær-
ir okkur hvernig stjórnmálamenn
og fjölmiðlar tjá sig um vinnustað-
inn sem þeir virðast ekki þekkja
en leggja sig fram um að gera tor-
tryggilegan, rangtúlka niðurstöð-
ur vinnustaðagreiningar og skýrslu
Innri endurskoðunar með það að
markmiði að því er virðist að grafa
undan trausti gagnvart fyrirtækinu
og þar með því fólki sem þar starf-
ar.“
Þá segir að fullyrðingar um að
vinnustaðurinn sé rotinn og að þar
ríki þöggun séu rangar. „Við hvetj-
um ykkur til að kynna ykkur meg-
inniðurstöðu þeirrar skýrslu sem
nú liggur fyrir og unnin var af sér-
fræðingum, sem við sem hjá fyrir-
tækinu störfum höfðum ekkert með
að gera hver vann. Við minnum á
að í landinu gilda lög um persónu-
vernd og að starfsfólk sem tjáði sig
við gagnaöflun gerði það í trúnaði.
Við óskum þess að þið séuð heil í
því sem þið tjáið ykkur um og segið
satt og rétt frá en dragið ekki upp
myndir sem ekki eru til en við höf-
um á tilfinningunni að þið vilduð
frekar mála. Nú er mál að linni,“
segir í yfirlýsingunni.
mm
Hafa fengið nóg af rang-
túlkunum og ósanngirni
Íslenska kokkalandsliðið vann til
gullverðlauna fyrir frammistöðu
sína á heimsmeistaramótinu í Lúx-
emborg sem fram fór um síðustu
helgi. Eldaði liðið heita máltíð fyrir
tíu manna dómnefnd og 110 gesti í
sal. Uppskar það 9,1 í einkunn af tíu
mögulegum sem tryggði því gull-
medalíu. Mótið fer fram á fjögurra
ára fresti og er nú ljóst að íslenska
landsliðið verður í fremstu röð sam-
fellt í þrjátíu ár. „Við erum gríðar-
lega ánægð með þennan árangur
enda búið að vinna að undirbúningi
í 18 mánuði og þrátt fyrir nokkrar
óvæntar uppákomur þá höfum við
sýnt það og sannað hér í dag að ís-
lenska kokkalandsliðsins er eitt það
besta í heimi,“ sagði Björn Bragi
Bragason forseti klúbbs matreiðslu-
meistara þegar niðurstaðan lá fyrir.
Verndari landsliðiðsins er Eliza
Reid forsetafrú sem er í Lúxemborg
til að fylgja liðinu og hvetja það
áfram. Mikill áhugi var á íslenska
keppniseldhúsinu en gestir á sýn-
ingunni gátu fylgst með framvindu
mála í eldhúsinu í gegnum glugga
inn í vinnueldhúsið.
mm
Kokkalandsliðið vann til
gullverðlauna í Luxemborg
Íslenska kokkalandsliðið eftir að úrslit lágu fyrir.
Hægt var að fylgjast með keppendum að störfum.