Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 201824 Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar sýnir nú um helgina söngleikinn Litlu stúlkuna með eld- spýturnar, sem byggður er á sögu H.C. Andersens. Tónlistina samdi Keith Strachan. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikstýrir og Theo- dóra Þorsteinsdóttir sér um tónlist- arstjórn. Birna Þorsteinsdóttir leik- ur með á píanó og Ólafur Flosason leikur á óbó í nokkrum lögum. Með hlutverk litlu stúlkunnar fer Kolfinna Dís Kristjánsdóttir, en alls koma ellefu börn fram í sýningunni en þau eru á aldrinum 7-12 ára. Sýningarnar verða fjórar og verða í Tónlistarskólanum Borgarbraut 23 í Borgarnesi. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir börn og kr. 1000 fyrir fullorðna (enginn posi). Frumsýningin verður kl. 17:00 á föstudaginn 30. nóvember og svo önnur sýning sama dag kl. 19:00. Á laugardeginum 1. desember er sýning kl. 18:00 og síðasta sýning- in verður sunnudaginn 2. desember kl. 17:00. Miðapantanir í síma 864 2539 og á tonlistarskoli@borgar- byggd.is -fréttatilkynning Litla stúlkan með eldspýturnar í Tónlistar- skóla Borgarfjarðar Svipmynd frá æfingu á söngleiknum. Ljósm. tþ. Nú fer í hönd tími óhefðbundinna skreytinga í aðdraganda jóla og ára- móta. Um leið skapast aukin eld- hætta, ekki síst ef kveikt er á kert- um. Þá þarf að yfirfara eldvarnar- búnað, æfa flótta úr íbúðarhúsnæði og annað sem gerir okkur hæfari til að bregðast við ef eldur verður laus. Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð vill koma á framfæri til lesenda nokkr- um heilræðum: • Reykskynjarar eru sjálfsögð og ódýr líftrygging. Skipta skal um reykskynjara á tíu ára fresti. Raf- hlöður skal endurnýja ár hvert og gjarnan í byrjun desember eða oftar ef þörf er á. • Átt þú handslökkvitæki? Er það í lagi? Hvenær var það síðast yfir- farið? • Slökkvitæki á að vera á sýnilegum stað, ekki í felum inni í skáp. • Ofhlöðum ekki fjöltengi og gæt- um að gömlum og lélegum rafbún- aði. • Notum ávallt viðurkenndar raf- vörur og fjöltengi með slökkvara og gaumljósi. • Eldvarnarteppi skal vera í hverju eldhúsi og á aðgengilegum og sýni- legum stað. • Gerum flóttaáætlun úr íbúinni vegna eldsvoða með öllum á heim- ilinu og æfum hana reglulega. Tvær greiðar flóttaleiðir úr hverri íbúð! • Gætum varúðar í umgengni við kertaljós og skreytingar, skiljum börn aldrei eftir eftirlitslaus nærri logandi kertum eða eldi. • Aðgætum íbúðir okkar áður en gengið er til hvílu, eða þær eru yf- irgefnar að degi til. Athugum sér- staklega hvort nokkurs staðar logi á kerti eða skreytingum. • Logandi kertaljós séu aldrei höfð í gluggum vegna dragsúgs og lausra gardína! • Dreifið sem mest raforkunotkun við matseld um jól og áramót. Það kemur í veg fyrir hugsanleg óþæg- indi vegna mikils álags á dreifikerfi rafmagns. • Ullar- eða leðurvettlingar á hönd- um og öryggisgleraugu á öll nef við meðferð flugelda um áramót. • Munum 112 Neyðarlína ef slys, veikindi eða eldsvoða ber að hönd- um. Með góðri kveðju, Bjarni K. Þorsteinsson, slökkviliðs- stjóri í Borgarbyggð. Gætum varúðar í aðdraganda jóla og áramóta Í Skessuhorni í síðustu viku birt- ist frétt um haustfund Hrossa- ræktarsambands Vesturlands og viðurkenningar sem veittar voru við hátíð á Laugum laugardag- inn 17. nóvember síðastliðinn fyr- ir hrossaræktarbú ársins sem og hæst dæmdu kynbótahross ársins í landshlutanum. Eins og fram kom var Berg við Grundarfjörð rækt- unarbú ársins á Vesturlandi. Þau mistök höfðu hins vegar orðið við vinnslu upplýsinga hjá Hross- Vest að tveir stóðhestar víxluð- ust við innritun úrslita. Stóðhest- arnir Bersir frá Hægindi og Örvar frá Efri-Hrepp víxluðust í skránni, en þeir eru á sitthvorum aldrin- um, fjögurra og sjö vetra. Af þess- um sökum birtum við hér rétt úr- slit efstu kynbótahrossa á Vestur- landi 2018. Þrjú efstu kynbótahross í hverj- um flokki: Stóðhestar 7 vetra og eldri Forkur frá Breiðabólsstað. Aðal- einkunn 8,67 Örvar frá Efri-Hrepp. Aðalein- kunn 8,61 Bjarmi frá Bæ 2. Aðaleinkunn 8,46 Stóðhestar 6 vetra Sægrímur frá Bergi. Aðaleinkunn 8,75 Sesar frá Steinsholti. Aðaleinkunn 8,56 Stjarni frá Laugavöllum. Aðalein- kunn 8,52 Stóðhestar 5 vetra Huginn frá Bergi. Aðaleinkunn 8,52 Nökkvi frá Hrísakoti. Aðalein- kunn 8,30 Sókrates frá Skáney. Aðaleinkunn 8,25 Stóðhestar 4 vetra Eldjárn frá Skipaskaga. Aðalein- kunn 8,44 Bersir frá Hægindi. Aðaleinkunn 8,27 Ögri frá Bergi. Aðaleinkunn 8,13 Goði frá Bjarnastöðum. Aðalein- kunn 8,13 Hryssur 7 vetra og eldri Kvika frá Grenjum. Aðaleinkunn 8,46 Hrifla frá Sauðafelli. Aðaleinkunn 8,33 Skriða frá Kolbeinsá 2. Aðaleinkunn 8,24 Hryssur 6 vetra Lukkudís frá Bergi. Aðaleinkunn 8,55 Sinfónía frá Stóra-Ási. Aðaleinkunn 8,49 Fjóla frá Eskiholti II. Aðaleinkunn 8,37 Hryssur 5 vetra Paradís frá Steinsholti. Aðalein- kunn 8,63 Ör frá Mið-Fossum. Aðaleinkunn 8,44 Völva frá Sturlureykjum 2. Aðal- einkunn 8,41 Hryssur 4 vetra Dröfn frá Stykkishólmi. Aðalein- kunn 8,13 Sonja frá Vatni. Aðaleinkunn 8,04 Kveikja frá Skipaskaga. Aðalein- kunn 8,03 mm Efstu kynbótahross á Vesturlandi Bersir frá Hægindi, hér setinn af Agnar Magnússyni. Ljósm. Björg María Þórsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.