Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 29
Borgarbyggð -
miðvikudagur 28. nóvember
Skallagrímur mætir Keflavík
í Domino‘s deild kvenna í
körfuknattleik. Leikið verður í
íþróttahúsinu í Borgarnesi frá kl.
19:15.
Snæfellsbær -
miðvikudagur 28. nóvember
Jólatónleikar í Ólafsvíkurkirkju.
Söngkonan Guðrún Árný heldur
jólatónleika ásamt Skólakór
Snæfellsbæjar. Tónleikarnir hefjast
kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Miðasala við innganginn. Það er
menningarnefnd Snæfellsbæjar
sem stendur að tónleikunum.
Snæfellsbær -
miðvikudagur 28. nóvember
Moses Hightower heldur
tónleika í Frystiklefanum
í Rifi kl. 21:00. Miðasala á
heimasíðu Frystiklefans, www.
thefreezerhostel.com.
Reykhólahreppur -
fimmtudagur 29. nóvember
Fullveldishátíð Reykhólaskóla
kl. 17:00. Nemendur Hólabæjar
syngja fullveldinu til heiðurs
og nemendur Tónlistarskóla
Reykhólahrepps flytja nokkur
vel valin lög. Nemendur
Reykhólaskóla flytja leikþætti,
kvæði og sögur er tengjast
fullveldi landsins. Veitingar
að hætti foreldrafélags
Reykhólaskóla.
Dalabyggð -
fimmtudagur 29. nóvember
Kaffihúsakvöld nemendafélags
Auðarskóla. Húsið opnar kl.
18:00 en skemmtun byrjar
hálftíma síðar. Boðið upp
á smákökur og heitt kakó.
Nemendur 6.-10. bekkjar sýna
skemmtileg atriði. Einnig verður
happadrætti með glæsilegum
vinningum. Aðgangseyrir er kr.
1.000 og er happdrættismiði
innifalinn í aðganginum. Frítt
fyrir nemendur og börn undir
skólaaldri. Smákökur í pokum og
dagatöl til sölu, ágóðinn rennur
til nemendafélagsins. Athugið að
enginn posi verður á staðnum.
Allir velkomnir.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 29. nóvember
Prjóna-bóka-kaffi í Snorrastofu kl.
20:00. Kvöldstund í bókhlöðunni
við hannyrðir, kaffisopa og spjall.
Bókasafnið opið til útlána. Allir
velkomnir.
Stykkishólmur -
föstudagur 30. nóvember
Snæfell mætir Vestra í 1. deild
karla í körfuknattleik. Leikið verður
í íþróttahúsinu í Stykkishólmi kl.
19:15.
Akranes -
föstudagur 30. nóvember
ÍA mætir KV í 2. deild karla í
körfuknattleik. Leikurinn hefst
kl. 19:30 í íþróttahúsinu við
Vesturgötu á Akranesi.
Borgarbyggð -
föstudagur 30. nóvember
Jólabingó. Hið árlega jólabingó
Kvenfélagsins 19. júní kl. 20:00
í matsal Landbúnaðarháskóla
Íslands á Hvanneyri. Allur ágóði
rennur til góðgerðarmála innan
héraðsins. Glæsilegir vinningar og
sjopppan opin í hléinu. Athugið
að einungis verður hægt að greiða
með reiðufé.
Stykkishólmur -
laugardagur 1. desember
Fullveldishátíð Grunnskólans í
Stykkishólmi. Opið hús frá 11:00
til 14:00 með sýningu á verkum
nemenda. Heiti sýningarinnar
er Ísland þá og nú, þar sem árin
1918 og 2018 eru borin saman.
7. bekkur býður upp á vöfflur til
styrktar skíðaferð.
Snæfellsbær -
laugardagur 1. desember
Fullveldishátíð. Í tilefni af 100 ára
fullveldisafmæli Íslands verður
haldið upp á tímamótin með
með sýningu í húsnæði skólans
í Ólafsvík kl. 12:00 til 15:00.
Hátíðardagskrá verður íþróttahúsi
Snæfellsbæjar kl. 13:15. Boðið
verður upp á þjóðlegar veitingar.
Allir velkomnir.
Snæfellsbær -
laugardagur 1. desember
Jólaþorp Snæfellsbæjar í
Átthagastofunni kl. 13:00 til
17:00. Jólastemning með lifandi
jólatónlist, jólasveinum og hinu
víðfræga jólaglöggi Ragnheiðar
Víglunds. Veitingastaðir í
bænum hafa boðað komu sína
ásamt nokkrum fyrirtækjum og
einyrkjum.
Stykkishólmur -
laugardagur 1. desember
Fullveldishátíð Norska hússins kl.
14:00. Opnun jólasýningarinnar
24 dagar til jóla. Gestum í
þjóðbúningum boðið í kaffi og
kökur í stofum Norska hússins. Kl.
20:30 er síðan blásið til þjóðlegra
tónleika í gömlu kirkjunni.
Aðgangur að fullveldishátíð
Norska hússins er ókeypis og allir
hjartanlega velkomnir.
Dalabyggð -
laugardagur 1. desember
Kveikt á jólaljósunum á jólatrénu
við Auðarskóla í Búðardal kl. 16:00.
Að venju verður dansað í kringum
tréð og jólalög sungin, kannski
með aðstoð jólasveina. Á eftir
verður boðið upp á kaffi, súkkulaði
og piparkökur í Dalabúð.
Borgarbyggð -
laugardagur 1. desember
100 ára fullveldishátíð
Íslands, fjölskylduhátíð í
Skallagrímsgarði og upphaf
aðventunnar í Borgarbyggð
kl. 16:00. Ávarp sveitarstjórnar,
tónlistaratriði frá Tónlistarskóla
Borgarfjarðar, samsöngur leik- og
grunnskólabarna ásamt Barnakór
Borgarness, frásagnir af fullveldi.
Hljómlistafélagið heldur uppi
fjörinu. Gengið í kringum jólatréð
og jólasveinar mæta á svæðið.
Nemendur Grunnskóla Borgarness
bjóða kakó og nemendur
Grunnskóla Borgarfjarðar býður
smákökur. Kvenfélag Borgarness
býður pönnukökur og Kvenfélagið
19. júní býður kleinur.
Akranes -
laugardagur 1. desember
Jólaljósin á jólatrénu á Akratorgi
verða tendruð kl. 16:30. Notaleg
stund fyrir alla fjölskylduna með
tónlistarflutningi og heimsókn
jólasveina.
Akranes -
laugardagur 1. desember
Jónas Sig heldur útgáfutónleika í
Bíóhöllinni í tilefni af útgáfu sinnar
fjórðu sólóplötu. Tónleikarnir
hefjast kl. 21:00. Miðasala á miði.is.
Stykkishólmur -
sunnudagur 2. desember
Snæfell mætir Stjörnunni
í Domino‘s deild kvenna í
körfuknattleik. Leikurinn
hefst kl. 15:00 í íþróttahúsinu í
Stykkishólmi.
Snæfellsbær -
sunnudagur 2. desember
Jólaljósin tendruð í Snæfellsbæ.
Jólaljósin verða tendruð við
hátíðlega athöfn fyrsta sunnudag í
aðventu á Hellissandi og í Ólafsvík.
Á Hellissandi (við Röstina) verða
ljósin tendruð kl. 16:15. Í Ólafsvík
(á Sáinu) verða jólaljósin tendruð
kl. 17:30. Barnakór Snæfellsbæjar
syngur nokkur lög og jólasveinar
stelast í bæinn og bregða á leik
með börnunum. Trausti Leó
og Kristbjörg Ásta syngja fyrir
gesti. Arna Eir Örvarsdóttir og
Oliver Mar Jóhannsson tendra
ljósin. Opið í Röstinni frá 15:30.
Kvenfélag Hellissands selur heitt
kakó, pönnukökur og lagtertur.
Jólahappaveiði fyrir börnin. Ath.
enginn posi á staðnum. Opið í
Pakkhúsinu frá kl. 14:00. Kaffi, heitt
kakó og kökur til sölu.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 6. desember
Aðventuopnun í Safnahúsi
Borgarfjarðar í Borgarnesi í tilefni
aðventunnar kl. 18:00 til 20:00.
Nánar á www.safnahus.is.
Nýfæddir Vestlendingar
Á döfinni
23. nóvember. Stúlka. Þyngd:
3.704 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar:
Ása Gunnur Sigurðardóttir
og Ari Bent Ómarsson,
Hellissandi. Ljósmóðir: G. Erna
Valentínusdóttir.
23. nóvember. Drengur. Þyngd:
3.988 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar:
Silja Guðnadóttir og Benjamin
William Frost, Grundarfirði.
Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir.
24. nóvember. Drengur.
Þyngd: 4.475 gr. Lengd: 54 cm.
Foreldrar: Rakel Ósk Ólafsdóttir
og Daníel Reynir Arnarsson, Stað.
Ljósmóðir: Elísabet Harles.
Geymslupláss óskast
Óska eftir plássi til leigu í bílskúr eða
upphituðu geymsluhúsnæði fyrir 7
rúmmetra garðhús úr timbri sem verður sett
saman næsta vor. Ellert, sími 896-1564.
Óska eftir orðabók
Þór Stefánsson, Dóra Hafsteinsdóttir. 1995.
Frönsk-íslensk orðabók. Reykjavík. Örn og
Örlygur. Ef einhver lumar á svoleiðis, væri
ég mjög þakklát að fá svar. Hafið samband í
síma 865-7133
Borgarnesdagatalið
Borgarnesdagatalið 2019 er komið út.
Veggdagatal með 13 myndum úr Borgarnesi
og frá öllu mánuðum ársins. Myndirnar
má sjá og fá nánari upplýsingar á www.
hvitatravel.is/dagatal. Dagatalið fæst einnig í
smásölu í Olís í Borgarnesi.
Markaðstorg Vesturlands
Leigumarkaður
Óskast keypt
tiL sÖLu
Getir þú barn
þá birtist það
hér, þ.e.a.s.
barnið!
www.skessuhorn.is