Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 19 Á Nýsköpunardegi Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi síðastliðinn fimmtudag voru afhent árleg Ný- sköpunarverðlaun. Þau komu að þessu sinni í hlut rótgróins fyrir- tækis í landshlutanum, Guðmund- ar Runólfssonar hf. í Grundar- firði. Í máli Páls S Brynjarssonar framkvæmdastjóra SSV kom fram að verðlaunin fengi fyrirtækið fyr- ir óvenju metnaðarfulla uppbygg- ingu nýrrar hátæknilegrar fisk- vinnslu í Grundarfirði. Ekkert væri til sparað að leysa verkefnið vel af hendi og til fyrirmyndar hvernig um leið er hlúð að samfé- laginu í heimabyggð. Verðlaunun- um veittu móttöku þau Rósa Guð- mundsdóttir framleiðslustjóri og faðir hennar Guðmundur Smári Guðmundsson, en bæði ávörpuðu þau samkomuna. Langur aðdragandi Guðmundur Smári segir að verk- efnið ný fiskvinnsla GRun eigi sér fjögurra ára forsögu. Þá hafi eig- endahópurinn fyrst farið að ræða um að endurnýja fiskvinnsluhús og búnað. „Ári síðar var samþykkt í stjórn að hefja undirbúning þessa stóra verkefnið. Það hjálpaði okkur einnig að um svipað leyti vinnum við mál gegn bankan- um okkar og fáum endurgreidda háa upphæð í ofgreiddum vöxt- um. Eftir mikla yfirlegu um verk- efnið, sem tók á annað ár, var tek- in ákvörðun um hvernig innvið- ir vinnslunnar yrðu, þ.e. hvernig búnaður yrði í henni. Þarna verð- ur bæði bolfiskvinnsla og karfa- vinnsla.“ Guðmundur segir að frá upprunalegum hugmyndum hafi ýmislegt breyst og umfang verks- ins aukist til muna eða nánast tvö- faldast. Nýbyggingin sem nú er risin er 2.700 fermetrar og alls um 20 þúsund rúmmetrar. Endanleg- ur kostnaður liggur ekki fyrir en hann er allmikið hærri en upphaf- leg áætlun sagði fyrir um,“ sagði Guðmundur Smári en tók þó fram að það væri engin katastrófa eins og t.d. í títtnefndu Braggamáli í Nauthólsvík. Gat hann þess að nú er stefnt á að hefja vinnslu í húsinu fyrrihluta janúar á næsta ári. Íslenskt verkefni að nær öllu leyti „Við sem stöndum að þessu verk- efni erum sannfærð um að þessi vinnsla verði með þeim fullkomn- ustu sem til eru í bolfiskvinnslu hér á landi og þótt víðar væri leitað.“ Hann sagði að vonir væru bundnar við að afköst á unninn klukkutíma í nýja húsinu allt að tvöfaldist mið- að við gömlu vinnsluna, en auk þess verður vinna starfsfólks í senn létt- ari og öruggari. Guðmundur Smári kvaðst einkar stoltur yfir að lang- stærsti hluti þessa risastóra verkefnis er íslenskur og unninn af Íslending- um. Reyndin væri sú að um væri að ræða eitt stærsta einstaka iðnaðar- verkefni sem í gangi er hér á landi um þessar mundir. „Húsið er hann- að af ASK arkitektinum Helga Má Halldórssyni en Verkís sá um verk- fræðiteikningar. Ístak byggir húsir sem er staðsteypt og hefur fjölmarga undirverktaka úr héraði eða í það minnsta úr kjördæminu sér til halds og trausts, meðal annars frá Grund- arfirði, Stykkishólmi, Snæfellsbæ og Skagafirði.“ Búnaður í vinnsl- una er auk þess smíðaður hér á landi og kemur frá Marel, Skaganum 3X, Kælismiðjunni Frost, Micro stáls- miðju og fleirum. Einungis hluti af frystibúnaðinum er innfluttur.“ Guðmundur Smári segir að hús- ið sjálft sé búið mjög fullkomnum ljósabúnaði, öflugu loftræstikerfi og stjóru og afkastamiklu slökkvi- kerfi. Allt lagnaefni er til dæmis lagt í kerfisloft sem tryggir að öll þrif verða léttari en í hefðbundinni fisk- vinnslu í dag. „Okkar stóra verkefni verður að tryggja að verksmiðjan hafi nægjan- legt hráefni til að vinna úr. Kvóta- staða okkar dugir fyrir um 75% af þörfinni. Á Snæfellsnesi er hins veg- ar landað á fiskmarkaðina um 20 þúsund tonnum á ári og í þeim afla liggja okkar tækifæri til að fullnýta nýja vinnslu,“ sagði Guðmundur Smári að lokum. Námskeið fyrir starfsfólk Rósa Guðmundsdóttir framleiðslu- stjóri GRun fór í stuttu máli yfir námskeið sem fyrirtækið hefur að undanförnu haldið fyrir starfs- fólk sitt, en margt af því er af er- lendu bergi brotið. „Við fengum Símenntundarmiðstöðina á Vest- urlandi með okkur í lið og héldum námskeið þar sem bæði var kennd íslenska og fólkið frætt með ýms- um hætti um íslenskt samfélag. Margt af okkar góða fólki flytur til landsins og í Grundarfjörð en fer kannski ekki mikið út fyrir bæjar- mörkin eftir það. Hluti af náminu var beinlínis átthagafræði þar sem kennt er margvíslegt sem snýr að umhverfinu í heimabyggð og í ná- grannabyggðum. Kennt er ýmis- legt er varðar réttindi og skyldur og svo framvegis. Sumir gera sér jafn- vel ekki grein fyrir því að þeir öðl- ast kosningarétt og kynna sér slík mál því ekki. Við leggjum mikla áherslu á að okkar fólk læri á og skilji samfélag okkar sem allra best. Þetta fólk er hluti af okkar samfé- lagi og allra hagur að allir geti ver- ið sem virkastir þátttakendur í því,“ sagði Rósa. Þeim Rósu og Guðmundi Smára var klappað lof í lófa fyrir innlegg sitt, en Samtök sveitarfélaga færði fyrirtækinu að gjöf verðlaunagrip sem Dýrfinna Torfadóttir gullsmið- ur á Akranesi hannaði og smíðaði af þessu tilefni. mm/ Ljósm. tfk. GRun er handhafi Nýsköpunarverðlauna Vesturlands 2018 Feðginin Rósa og Guðmundur Smári Guðmundsson tóku við nýsköpunarverðlaununum fyrir hönd GRun hf. í Grundarfirði. Ljósm. mm. Loftmynd af nýja fiskvinnsluhúsinu. Svipmynd frá því á mánudaginn þar sem Björg Ágústsdóttir bæjar- stjóri var við kennslu, en auk hennar er túlkur með á mynd. Nýi vinnslusalurinn. Byrjað var að leggja gólfefni á salinn fyrir helgi þegar myndin var tekin og því allur umgangur þar um bannaður. Árni Friðjón Árnason verktaki við vinnu við nýjan inngang í fyrir- tækið. Pípararnir Guðni Leifur Friðriksson og Njáll Gunnarsson eru hér að vinna við uppsetningu sprinklerkerfis í loft. Guðni Guðnason pípulagningameistari hefur yfirumsjón með pípulögnunum í húsinu. Óttar Guðlaugsson er að störfum þar fyrir innan. Unnsteinn Guðmundsson við eina af risavöxnu rafmagnstöflunum í nýja húsinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.