Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 21 Ég ætla að vera í fyrra fall- inu með þetta, gleðilega hátíð! Ég ætti samt að vera með þennan pistil í jóla- blaði Skessuhornsins en hvað um það, hann verður um eitthvað skemmtilegt. Því áður en þú lýsir fyrsta kertinu í aðventukransin- um ætti blóðþrýstingurinn að vera stígandi. Þá er gott að ylja sér við það að það er ekki nema mánuður eftir af jólahátíðinni. Þá er ég líka að tala um áramótin vittu til. Haltu inni andanum og lestu í hljóði: Rót kemur á Netflixið, þú nærð ekki að klára þáttaröðina nema að svíkja þig um svefn, þú þarft að fara og heimsækja fólk, borða skötu, skrifa jólakort og senda (nema þú sért lata týpan sem sendir kveðju á fésinu), klæða þig í óþægilegu fínu fötin, hlusta á Gullbylgjuna, borða hel- vítis hangikjötið sem blæs þig upp og sviptir þig sixpackinu sem þú ert búinn að vinna fyrir í Crossfittinu, kaupa Macintoshið og Nóa kon- fektið, skafa bílinn, þrífa skápana, klára jólainnkaupin og setja þig í stellingar fyrir það sem koma skal. Kveðja, Leiðinlegi gaurinn. Þetta þarf samt ekki að vera leið- inlegt, síður en svo. Ég er mikið jólabarn og elska jólin, allt stress- ið og letina líka. Jólin eru eins og samband milli tveggja einstaklinga, þú þarft líka að taka þátt í því leið- inlega. Allavega verður nóg af svona pistlum fljótlega. Fólk sem mælir með vegan jólum, minimaliskum jólum og fleiri útgáfum sem lúkka vel en grasið er bara ekki grænna hinum megin. Haltu þig við þína dagskrá kæri lesandi. Jólin eiga að vera haldin með hverju sínu nefi. Ég hélt nefnilega eitt sinn að þeir einu sem væru seinir með hlutina væru nemendur að læra undir próf. Það er ekki rétt, fullorðna fólkið er al- veg eins að miklu leyti. Jólainnkaup á Þorláksmessu er bara nákvæmlega eins og lestur daginn fyrir próf. Það ætla allir að gera þetta fyrr á næsta ári, vera sniðugir þú veist og vera bara í náttbuxunum rétt fyrir klukk- an 18:00. En svo grípur fólk sig með allt niðrum sig þegar það fatt- ar að það þarf að græja jólagjafirnar fyrir Binna frænda og heimsækja Ís- lendingabók eins og hún leggur sig. En það er allt í lagi, svona er þetta bara. Krónísk gleymska er árlegur viðburður á heimilum landsins. Svo bítur maður sig í hnefann þegar maður les í Vikunni eitthvað viðtal við konu sem segist kaupa jólagjafir allt árið. Svo er hún líka svo dug- leg að bera á sig andlitskrem, þess vegna er hún með svona geislandi húð – einmitt. Ég var einu sinni þessi gæi sem reddaði jólunum á síðustu stundu, er búinn að lagast mikið þó. Ég gaf bróðir mínum einu sinni Christ- mas Vacation með Chevy Chase á DVD tvö ár í röð og vinir mínir fengu jólagjöfina sína úr Ozone á Akranesi daginn fyrir aðfangadag, Liverpool kaffiglös og fótbolta- strokleður. Munið að njóta tímans sem er í nánd, spilið Last Christmas með Wham og gleðileg jól. Axel Freyr KEILIR // 578 4000 // www.haskolabru.is Keilir býður upp á aðfaranám til háskóla í fjarnámi sem hægt er að taka á einu ári í fullu námi eða á tveimur árum fyrir þá sem vilja taka námið samhliða vinnu eða á lengri tíma. Háskólabrú í fjarnámi Umsóknarfrestur er til 3. desember Nánari upplýsingar á www.haskolabru.is U n Gott í vetur sími 868-7204 / www.myranaut.is / myranaut@myranaut.is Lágmarkspöntun af skrokk. Inniheldur steikur, hakk og gúllas.1/8 Bókaútgáfan Hólar • holabok.is • holar@holabok.is SK ES SU H O R N 2 01 8 TVÆR FYRIR SJÓMENN - og landkrabbana líka! Laggó! inniheldur gamansögur af íslenskum sjómönnum og þar koma margir við sögu, tenntir og tannlausir, s.s. Lási kokkur, Bensi sailor, Magni Kristjáns, Oddur spekingur, Ingvi Mór, Jón Berg, Túlli og eiri og eiri. Víkingur - sögubrot af aaskipi og skipverjum er fróðleg og skemmtileg bók, sögð með orðum þeirra sem þar voru í skipsrúmi. Hið árlega forvarna- og æskulýðs- ball fór fram í Hjálmakletti í Borg- arnesi 8. nóvember síðastliðinn, en um er að ræða dansleik þar sem ungmennum af gjörvöllu Vestur- landi býðst að mæta, en sem fyrr var það félagsmiðstöðin Óðal sem annaðist skipulagningu. Áhersla er lögð á forvarnir og skemmt- un án vímuefna. Um það bil 350 ungmenni gerðu sér glaðan dag á æskulýðsballinu þar sem tónlist- armennirnir voru Herra Hnetu- smjör, Huginn og DJ Egill Speg- ill. Í frétt Borgarbyggðar um við- burðinn segir m.a. að fyrir hvert Æskulýðsball sé komið með slag- orð sem unglingarnir sjá um að velja. Þetta árið var slagorðið: „Mætum í fínu, ekki í vímu.“ Þá fengu unglingar stuðningsarm- bönd frá Minningarsjóði Einars Darra með slagorðinu „Ég á bara eitt líf.“ mm Mættu á æskulýðsball í fínu en ekki í vímu Svipmynd af æskulýðsballi. Ljósm. borgarbyggd.is PISTILL Munum að njóta undirbúnings jólanna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.