Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 20182 stuðlað að því að fatlaðir fái jöfn tækifæri til að verða fullgildir þátt- takendur samfélagsins og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra. Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði, þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Marbreytileiki og jöfn tækifæri Sem fyrr segir hljóta Ruth og Þorpið viðurkenninguna vegna framlags í þágu margbreytileika og jafnra tækifæra. „Ruth Jörgens- dóttir Rauterberg, þroskaþjálfi og aðjunkt við Menntavísindasviðs HÍ og frístundamiðstöðin Þorpið á Akranesi, hafa þróað tómstunda- starf með margbreytilegum hóp- um sem byggir á samvinnu, þar sem allir geta tekið virkan þátt, til- einkað sér nýja þekkingu og öðl- ast ný sjónarhorn,“ segir í tilkynn- ingu frá Þroskahjálp. Þar segir enn fremur að í frístunda- og for- varnarstarfi Þorpsins með börnum og ungmennum sé lögð áhersla á að mæta þörfum hvers og eins og miða starfsemina út frá þörf- um samfélagsins hverju sinni. „Í öllu starfi Þorpsins er gert ráð fyr- ir margbreytileika mannlífsins og hver og einn getur fengið hvatn- ingu og stuðning við hæfi í sínu tómstundastarfi,“ segir í tilkynn- ingunni. Starfsemin hefur þróast á undanförnum árum. Samhliða þeirri þróun rannsakaði Ruth frí- stundastarfið þar sem meginmark- miðið var að skapa vettvang fyrir samvinnu barna og leiðbeinenda Þorpsins, í þeim tilgangi að þróa tómstundastarf með marbreytileg- an hóp tíu til tólf ára barna. Meg- inniðurstaða rannsóknar Ruthar er að hugmyndafræði eins samfé- lags fyrir alla, þurfi að koma inn- an frá. Innleiðing á hugmynda- fræðinni og tómstundastarfi með margbreytilega hópa sé námsferli sem byggi á samvinnu þar sem all- ir samstarfsaðilar taki virkan þátt, öðlist ný sjónarhorn og læri. Þró- un í starfinu verði í gegnum sam- vinnu, þar sem allir leggi sig fram um að nýta tækifæri til þátttöku, takast á við hindranir, skilja hvorn annan og tileinka sér viðhorf og gildi og horfa á margbreytileikann sem tækifæri. „Eitt samfélag fyr- ir alla er hugsjón, tækifæri, verk- efni og áskorun sem þarf frum- kvæði, sveigjanleika, umburðu- arlyndi, sköpunarkraft og hug- rekki,“ segir í tilkynningu Þroska- hjálpar. „Í kjölfar rannsóknarinnar hefur þessi hugsjón verið leiðandi í öllu starfi Þorpsins með það að markmiði að skapa samveru barna og ungmenna tilgang og rými, þar sem hver og einn fær tækifæri til þess að þróa sína hæfileika og iðka sín áhugamál með öðrum.“ kgk Aukin umhverfisvitund kallar á betri sorpflokkun. Vissulega þarf að gæta að einkaneyslu einnig, en þegar þarf að henda hlutum er ráðlegt að flokka sorp- ið. Hvar endar þá það sem við flokkum? Í Skessuhorni í dag má finna ítarlegt við- tal við aðstandendur Gámaþjónustu Vesturlands þar sem forvitnast er um þessi mál og ýmis gagnleg ráð gefin. Á fimmtudag verður 10-18 m/s, en 18-25 m/s við suðurströndina. Slydda eða rigning sunnan- og suðaustan- lands og snjókoma norðaustan til, ann- ars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost norðan heiða. Á föstudag er út- lit fyrir norðaustanátt, víða 8-13 m/s og slydda eða snjókoma, einkum á Austur- landi, en þurrt sunnan- og vestanlands. Hiti í kringum frostmark. Á laugardag eru líkur á austlægri átt og dálitlum élj- um, en rigningu og slyddu með köflum sunnanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnu- dag eru líkur á austlægri átt, bjartviðri og kalt, en skýjað vestanlands og líkur á snjókomu við ströndina. Á mánudag er útlit fyrir suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestantil á landinu og hlýn- andi veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvenær lýkur þú venjulega jóla- gjafainnkaupum?“ Langflestir segjast klára jólainnkaupin „síðustu dagana fyr- ir jól“ eða um 40%. 24% klára jólainn- kaupin um miðjan desember. 16% ljúka þeim á síðustu stundu á Þorláksmessu. 12% segjast ekki gefa jólagjafir. 8% klára jólainnkaupin snemma og hafa lokið jólainnkaupunum fyrir 1. desember. Í næstu viku er spurt: Hver verður jólamaturinn í ár? Vestlendingar vikunnar að þessu sinni eru félagar í Sundfélagi Akraness sem hafa haldið úti útvarpi í 30 ár og fagna á sama tíma 70 ára afmæli félagsins. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Blöð til jóla SKESSUHORN: Nú í jóla- mánuðinum eiga tvö blöð eftir að koma út af Skessu- horni. Næsta blað mið- vikudaginn 14. desember og verður með hefðbundnu sniði. Jólablað Skessuhorns kemur svo út miðvikudag- inn 19. desember. Að vanda verður það stærsta blað árs- ins. Auglýsendum og þeim sem þurfa að koma að efni í Jólablaðið er bent á að vera tímanlega með pantanir og innsent efni sökum stærð- ar þess. Auglýsingapantanir þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 13. desember á auglysingar@skessuhorn. is. Efni til ritstjórnar þarf að berast í síðasta lagi sunnu- daginn 16. desember, helst áður. Fyrsta blað á nýju ári kemur út fimmtudaginn 3. janúar 2019. -mm Jón Þór tekur sæti á þingi ALÞINGI: Jón Þór Þor- valdsson, fyrsti varaþing- maður Miðflokksins í Norð- vesturkjördæmi, tók á mánu- daginn sæti á Alþingi. Berg- þór Ólason 1. þingmaður flokksins í kjördæminu hefur tekið sér ótímasett leyfi frá þingstörfum. Jón Þór 43 ára fjölskyldumaður og starfar sem flugstjóri hjá Icelandair. Hann er fæddur og uppalinn Borgfirðingur, frá Brekku- koti í Reykholtsdal. -mm Siðanefnd virkjuð ALÞINGI: Steingrímur J Sigfússon forseti Alþingis tilkynnti þingheimi við upp- haf þingfundar á mánudag að mál þingmanna, sem við- höfðu gróft orðlag um sam- þingmenn sína og aðra á bar við Austurvöll 20. nóvember síðastliðinn, væri komið í viðeigandi farveg hjá forsæt- isnefnd þingsins sem mögu- legt siðabrotamál. Siðanefnd Alþingis verður nú virkjuð í fyrsta skipti frá því til hennar var stofnað. -mm    Þrátt fyrir nokkuð hvassviðri víð- ast hvar í landshlutanum síðast- liðið miðvikudagskvöld og fram á fimmtudag urðu ekki teljandi skemmdir í landshlutanum. Lög- regla aðstoðaði íbúa í húsi á Akra- nesi aðfararnótt fimmtudags við að loka og festa glugga sem hafði fokið upp í rokinu. Þá var kallað eftir aðstoð lögreglu vegna vinnu- palls sem var að losna upp í vind- inum, einnig á Akranesi. Engar tilkynningar vegna veðurs bárust lögreglunni frá Snæfellsnesi, þrátt fyrir að vindur hafi verið einna mestur þar, einkum á sunnanverðu Nesinu. Við Hraunsmúla í Staðar- sveit var vindhraði um og yfir 30 m/s frá því seint á miðvikudags- kvöld og fram á morgun og allt að 57 m/s í hviðum. Þá bárust eng- ar tilkynningar úr Borgarfirði eða Dölum vegna veðursins. „Hættulegar aðstæður til ferða- laga og foktjón mögulegt,“ sagði í tilkynningu frá Vegagerðinni sem sendi frá sér appelsínugula viðvör- un fyrirfram. Snæfellsnesvegi frá Vegamótum að Fróðárheiði var lokað vegna veðurs. Þá er sömu- leiðis lokað óvenjulengi um Kjal- arnes og voru margir ökumenn sem fóru Kjósarskarðsveg af þess- um sökum. kgk Norðaustan hvassviðri en án tjóns Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akra- nesi, eru handhafar Múrbrjóts- ins 2018, ásamt Geitungunum, vinnu- og virknitilboði í Hafn- arfirði. Múrbrjótinn hljóta Ruth og Þorpið vegna framlags í þágu margbreytileikans og jafnra tæki- færa, eins og segir í tilkynningu frá Þroskahjálp. Geitungarnir hljóta viðurkenninguna vegna framlags í þágu aukinna tækifæra fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Múrbrjóturinn var veittur á mánudag, 3. desember, á alþjóða- degi fatlaðs fólks og í tengslum við samkomu sem Ás styrktarfélag og Átak, félag fólks með þroskahöml- un, héldu í tilefni dagsins og þess að félögin eiga 60 og 25 ára af- mæli. Viðurkenningin dregur nafn sitt af því að hún er veitt þeim sem að mati Þroskahjálpar brýtur nið- ur múra í réttindamálum og við- horfum til fatlaðs fólks. Þannig þykir handhafi Múrbrjótsins hafa Ruth og Þorpið handhafar Múrbrjótsins Ruth Jörgensdóttir Rauterberg ásamt fulltrúum Þorpsins við afhendingu Múrbrjótsins. Ljósm. www.akranes.is.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.