Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 201822 Fulltrúar frá Slökkvi- liði Grundarfjarðar, ásamt formanni Lions- klúbbs Grundarfjarðar, heimsóttu þriðja bekk Grunnskóla Grundar- fjarðar á dögunum eins og hefð er fyrir. Þar voru nemendur fræddir um mikilvægi eldvarna og hvernig á að bregð- ast við ef eldur kvikn- ar. Lionsklúbburinn gaf börnunum eldvarnalita- bók. Eftir heimsóknina í þriðja bekk voru krakk- arnir á fimm ára deild Eldhamra heimsóttir og vakti það mikla lukku. Í næstu viku ætla svo nemendur grunnskól- ans að fara í heimsókn á Slökkviliðsstöðina, skoða þar bílana, tæki og tól. Grunnskóli Grund- arfjarðar vill koma á framfæri þakklæti fyrir heimsóknina og gjöfina. tfk Slökkvilið Grundarfjarðar heimsækir grunnskólann Krakkarnir fylgjast áhugasamir með. Ljósm. tfk. Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri, Marinó Eyþórsson slökkviliðsmaður og María Ósk Ólafs- dóttir, formaður Lionsklúbbs Grundarfjarðar. Ljósm. Grunnskóli Grundarfjarðar. Gestir í Króksfjarðarnesi fengu óvænta tónleika frá Skúla mennska og Kyle Woolard á jólamarkaði um síð- ustu helgi. Skúli og Kyle höfðu leikið á tónleikum á Ísafirði daginn áður og voru á leið til Reykjavíkur. Bíll þeirra bilaði þegar þeir beygðu í suðurátt af Þröskuldum. Þeir urðu að skilja bíl- inn eftir og enduðu á jólamarkaðnum í leit að fari áfram. Á meðan þeir biðu eftir farinu tróðu þeir upp við mikinn fögnuð viðstaddra. Skúli mennski er þekktur tónlistarmaður og Kyle er bandarískur tónlistarmaður sem er prímusmótorinn á bak við hljóm- sveitina The Anatomy of Frank. Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi var annars vel sóttur, segir í frétt á heimasíðu Reykhólasveitar. Nokkr- ir viðburðir voru á markaðnum; Jón Jónsson á Kirkjubóli kynnti bók sína Á mörkum mennskunnar og las úr henni kafla, harmonikkufélagið Nik- kólína spilaði fyrir gesti og Íris Björg Guðbjartsdóttir á Klúku kom fram og söng frumsamin lög. klj Óvæntir tónleikar á jóla- markaði í Króksfjarðarnesi Kyle Woolard, Íris Björg Guðbjartsdóttir og Skúli mennski. Ljósm. vefur Reykhólahrepps. Í tilefni af hundrað ára fullveldis- afmæli þjóðarinnar voru fjölmarg- ir viðburðir haldnir um allt land á laugardaginn. Mikil menning- ardagskrá var í Reykjavík þar sem Danadrottning og fleiri tignargest- ir voru á ferð, ávörp flutt og hátíð- ardagskrá í Hörpunni um kvöld- ið. Á landsbyggðinni voru einnig fjölmargir viðburðir sem dreifðust víða. Í Reykholti voru hátíðartón- leikar sem Jónína Erna Arnardótt- ir píanóleikari og Bergþór Páls- son söngvari stýrðu. Auk þess kom Trio Danois og Söngbræður fram. Fluttu þau dagskrá sem nefndist Frá fullveldi til fullveldis. Í Grunnskólanum í Stykkishólmi var sýning á verkefnum nem- enda þar sem borin voru saman árin 1918 og 2018. Í Grunnskóla Grundarfjarðar var opið hús og sýning á verkum nemenda. Nem- endafélag Háskólans á Bifröst og Nemendafélag Landbúnaðarhá- skóla Íslands sameinast undir yfir- skriftinni Við erum lykillinn að… Þar voru nemendur LbhÍ með at- riði sem tengja landbúnað, fram- tíð hans og mikilvægi, við fullveld- ið. Nemendur á Bifröst nálguðust fullveldið á annan hátt, því þau fjölluðu um það í samhengi stjórn- mála og lýðræðis og mikilvægi þess að viðhalda því. Í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi var hátíðarsýning á heimildamynd um útileiki barna 1918-2018 sem Byggðasafnið hef- ur unnið að í samvinnu við kvik- myndagerðarmanninn Heiðar Mar. mm Hundrað ára fullveldi fagnað um allt land Hilmar Már Arason skólastjóri í Grunnskóla Snæfellsbæjar tók við gjöfum frá Lionsklúbbi Nesþings en það voru þrjár örnefnamyndir. Á myndinni er Ari Bent að afhenda Hilmari myndirnar. Ljósm. af. Frá tískusýningu nemenda í Grunnskóla Grundarfjarðar. Morten Fagerli, Pernille Kaarslev, Jónína Erna Arnardóttir og Bergþór Pálsson í Reykholtskirkju. Einnig söng Karlakórinn Söngbræður á hátíðardagskránni. Ljósm. Páll Bergþórsson. Það var mikið um dýrðir í Grunnskóla Grundarfjarðar. Þá höfðu nemendur skólans skreytt allt hátt og lágt og voru með metnaðarfulla sýningu í skólanum. Kennsla var þennan laugardag og frá klukkan tólf á hádegi var gestum og gangandi boðið að koma og skoða afrakstur þrotlausrar vinnu síðustu daga. Til dæmis var búið að safna saman fermingarfötum frá hinum ýmsu tímaskeiðum og svo var haldin glæsileg tískusýning þar sem nemendur sýndu fatnað liðinna tíma. Vel var látið af sýningunni og augljóst að mikið hafði verið lagt í hana. Dagbjört Lína Kristjánsdóttir kennari skartaði glæsilegum þjóðbúningi í tilefni dagsins. Ljósm. tfk. Í Snæfellsbæ var fullveldi fagnað með þemaviku og sýningum í Átthagastofu og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Að sögn Hilmars Más Arasonar skólastjóra gekk þemavikan í alla staði mjög vel. „Hún var vel undirbúin og framkvæmdin var fumlaus. Það var ánægjulegt að ganga um skólahúnæðin í þemavikunni og upplifa áhuga og gleði nemenda við námið. Punkturinn yfir i-ið var svo opna húsið þar sem afrakstur þemavik- unnar var sýndur, boðið var upp á þjóðlegar veitingar og hátíðarsamkoma var í íþróttahúsinu,“ sagði Hilmar. Nemendur Lýsuhólsskóla í Snæfellsbæ tóku þátt í þemavikunni. Þeirra útgangspunktur var barn í sveit. Veðrið setti strik í reikninginn, skólahald var fellt niður í tvo daga, rúða brotnaði í illviðrinu og verkefni sem voru í vinnslu löskuðust. Fyrirhugað er að sýna þeirra verkefni við fyrsta tækifæri. Nemendur og kennarar komu norður yfir á opna húsið og tóku þátt í gleðinni. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.