Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 21 Landvarsla á Vesturlandi Umhverfisstofnun leitar að heilsárs starfsmanni til að sinna landvörslu á Vesturlandi. Starfsemin fer fram á friðlýstum svæðum á Vesturlandi, í Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp. Starfið felst í að gæta þess að ákvæði náttúruverndarlaga, sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæðanna séu virt. Starfsmaðurinn kemur á framfæri upplýsingum og fræðir gesti um náttúru og sögu svæðanna, viðhald innviða og heldur við merktum gönguleiðum. Starfsmaðurinn þarf að vera viðbúinn ef slys ber að höndum og er gerð krafa um að sá sem ráðinn verður til starfa sæki skyndihjálparnámskeið eða hafi gild skyndihjálparréttindi. Ítarlegri upplýsingar Ítarlegri upplýsingar um starfið og hæfniskröfur til þess er að finna á starfatorg.is og http://www.umhverfisstofnun.is/storf-i-bodi Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2018. Hákon Svavarsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali Granaskjól 18 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ 17-18 Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 75,6 fm íbúð í kjallara lítið niðurgrafin, í þríbýlishúsi á þessum eftirsótta stað í Vestur- bænum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Eldhús með nýlegri inn- réttingu. Baðherbergi með baðkari, flísar á gólfi. Stofan er björt og rúmgóð. Í sameign á hæðinni er þvottahús. Búið er að endur- nýja m.a. Járn á þaki,gólfefni,skolplagnir myndaðar 2005, Rafmagn dregið í íbúð, tenglum og rofum skipt út. Hús múrviðgert og málað 2013. Gluggar og gler yfirfarin. Ásett verð 29,9 millj. Hákon Svavarsson tekur á móti ykkur í dag milli kl 17 og 18. OPI Ð H ÚS Akralundur - Akranesi Falleg og vel staðsett 185 fm raðhús í sex raðhúsalengju. Öll húsin eru á einni hæð með bílskúr. Húsin eru timbur- hús, klætt að utan með Cembrit flísum. Lóð grófjöfnuð. Að innan rúmlega fokheld. Nánari uppl. í skilalýsingu. Gert er ráð fyrir 4 svefnherbergjum, tveimur baðher- bergjum. Rúmgóðri stofu og eldhúsi í alrými. Verð frá 43,7 millj. Allar nánari uppl. veitir Hákon í síma 898-9396 eða hakon@valfell.is Kirkjubraut 2, 300 Akranesi Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun vegna vindorkugarðs í Garpsdal, Reykhólasveit Hafið er mat á umhverfisáhrifum á allt að 130 MW vindorku- garði í Garpsdal, Reykhólasveit. EM Orka er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfis- áhrifum er unnið af Mannviti. Í drögum að tillögu að mats- áætlun er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og fjallað um þá um- hverfisþætti sem teknir verða fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Einnig er greint frá því hvaða gögn eru fyrir hendi og verða nýtt við matið og hvaða athuganir er fyrirhugað að ráðast í sérstaklega í tengslum við mat á umhverfisáhrifum. Öllum er frjálst að senda inn ábendingar eða athugasemdir bréfleiðis á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netföngin: rr@emp.group og rb@mannvit.is. EM Orka Pósthólf 48 172 Seltjarnarnesi Frestur til að gera athugasemdir er til 14. desember 2018. Drög að tillögu að matsáætlun má nálgast á www.emorka.is. SK ES SU H O R N 2 01 8 Atvinna Óskum eftir að ráða starfsmann í 100% starf við framleiðslu í áfengisverksmiðjunni í Borgarnesi. Gott er að viðkomandi hafi lyftarapróf og iðnmenntun er kostur. Reglusemi og reykleysi skilyrði. Áhugasamir sendi umsóknir og upplýsingar á netfangið purespirits@purespirits.is Pure Spirits ehf. Næstkomandi mánudag fer FM Óðal í loftið í Borgarnesi á tíðn- inni 101,3. Að vanda er það nem- endaráð Grunnskóla Borgarness sem sendir út frá félagsmiðstöðinni Óðali. Er þetta í 26. sinn sem nem- endafélagið stendur fyrir útvarpsút- sendingum. Emma Sól Andersdótt- ir er formaður nemendafélagsnis og útvarpsstjóri. Hún segir dagskrána með fjölbreyttu sniði að vanda. „Útvarpið hefst eins og venjulega á ávarpi útvarpsstjóra á mánudags- morgun. Undanfarið hafa 1. til 7. bekkur verið í upptökum og búið er að klippa saman þeirra þætti. Þeir verða í loftinu fyrri part dags, allt- af fyrir hádegi. Síðan eru nemendur á unglingastigi með sína þætti. Þeir hafa gert handrit að þáttum sem verkefni í íslensku og munu flytja sína þætti í beinni útsendingu,“ seg- ir hún. „Þar eru alls konar þættir og efni. Sumir eru að fjalla um jól- in, aðrir leggja áherslu á tónlist, það verða spurningaleikir, viðtalsþættir, spjall og meira að segja einn þáttur um Fortnite,“ segir Emma. „Bæjar- málin í beinni verða að venju á dag- skrá í hádeginu á föstudeginum. Þá bjóðum við til dæmis einhverjum úr sveitarstjórn, menningarlífinu, at- vinnulífinu og íþróttalífinu í spjall í beinni útsendingu til að ræða mál- efni bæjarins. Gísli Einarsson hefur aðstoðað okkur við gerð þessa þátt- ar, sem hefur verið mjög vinsæll og stundum hefur verið mikið fjör,“ bætir hún við. Auk þess að taka upp útvarpsþætti og klippa hefur nemendafélagið staðið fyrir auglýsingasölu og aug- lýsingagerð. „Nemendafélagið hef- ur haft samband við fyrirtæki og selt auglýsingar. Hægt er að fá sungna, leikna og lesna auglýsingu eða jóla- kveðju. Þetta eru rosa flottar auglýs- ingar sem við semjum sjálf og tökum upp. Tæknimennirnir sjá um að taka upp auglýsingarnar og þættina sem 1. til 7. bekkur er með,“ segir hún. Aðspurð segir hún að vinna við útvarpið hafi gengið mjög vel og allir sem að því koma leggist á eitt við að gera útvarpsútsendingar frá Óðali mögulegar. Það sé alltaf skemmtilegur tími þegar útvarpið er í gangi. „Það er alltaf rosa gaman í Óðali þegar útsendingar standa yfir, krakkar að fylgjast með og svona. Svo erum við búin að gera samning við Grillhúsið í Borgarnesi þannig að við fáum pitsu alla dagana sem við sendum út,“ segir hún ánægð. „Á föstudeginum verður síðan hald- ið lokahóf fyrir unglingadeildina sem tók þátt í útsendingunni. Þá borðum við saman jólamat og veitt- ar verða viðurkenningar fyrir besta þáttinn, flottasta handritið, besta fréttamanninn og flottustu auglýs- inguna,“ segir Emma Sól að end- ingu. Hægt verður að hlusta á FM Óðal á tíðninni 101,3 frá mánudeginum 10. desember og standa yfir út vik- una. Einnig verður hægt að nálgast útsendinguna á netinu. kgk Útsendingar FM Óðals hefjast á mánudag Yngri nemendur við upptökur á útvarpsþáttum sínum á síðasta ári. Ljósm. úr safni. Emma Sól Andersdóttir er formaður nemendafélags Grunnskóla Borgar- fjarðar og útvarpsstjóri FM Óðals. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.