Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 201818 Á næsta ári fagnar Framköllunar- þjónustan í Borgarnesi þrjátíu ára afmæli. Fyrstu tíu árin var starf- semin til húsa við Borgarbraut 13 en síðan á núverandi stað við Brú- artorg 4 í húsi sem stundum er kall- að Bananinn og stendur beint á móti N1. Húsið byggðu þau hjónin Svanur Steinarsson og Elfa Hauks- dóttir. Auk Framköllunarþjónust- unnar leigja þau annan enda hússins til Íslandspósts og hinn til Ljómal- indar. Talsverðar breytingar hafa nýverið átt sér stað í þjónustu og vöruframboði í Framköllunarþjón- ustunni og útlit fyrir að það breytist meira. „Fyrirtækið var stofnað til að framkalla filmur og hefur sú starf- semi verið hryggjarstykkið í þessu hjá okkur alla tíð. Eftir að stafræna tæknin ruddi sér til rúms hefur smám saman dregið úr framköllun á hefðbundnum filmum og nú er útlit fyrir að við hættum henni um áramótin. Það einfaldlega borgar sig ekki að gangsetja vélina og reka hana fyrir örfáar filmur á viku. Við erum hins vegar áfram að prenta út og stækka myndir, bæði af eldri filmum sem og stafrænar myndir. Erum að setja þær á blindramma, álplötur og pappír. Þannig höldum við áfram myndvinnslu þótt fram- köllunin detti út,“ segir Svanur. Í húsnæði þeirra var þar til í haust rekið þjónustuumboð fyrir trygg- ingafélagið VÍS, en skrifstofunni var lokað 1. nóvember. „Þannig vildi til að sama dag og VÍS hætti var garn- búðinni sem hér var í Borgarnesi einnig lokað. Við vissum að það var ekki vegna þess að garn væri ekki að seljast og gripum því tækifærið sem myndaðist og höfum nú kom- ið okkur upp heilmiklum lager af garni og lopa í sama rými og VÍS hafði áður. Okkur sýnist að þessi viðbót í flóruna komi ágætlega út,“ segir Elfa. Samhliða því hafa þau verið að bæta við úrval í gjafavöru en ekki síst vörum sem ferðafólk er áhugasamt um. „Við erum staðsett hérna beint á móti umferðarmið- stöðinni sem N1 er hér í bænum og það er mikil umferð ferðafólks hér yfir götuna til okkar. Við höfum lagt áherslu á að þjónusta ferðamanninn um það sem hann sækist eftir, svo sem ljósmyndavörur, minjagripi og fleira. Meira að segja eru erlendir ferðamenn talsvert að sækjast eftir garnvörunum. Eru t.d. áhugasam- ir um íslenska lopann og kaupa þá efni í peysu og prjónauppskrift til að hafa með sér heim,“ segir Svan- ur. Þau segjast bæði flytja inn garn og kaupa íslenskan lopa og garn af innlendum heilsölum. „Það er mik- il prjónahefð hér í Borgarnesi og ótrúlega margir sem njóta þess að hafa eitthvað á prjónunum. Fyrstu viðbrögð hafa því verið afar jákvæð frá því við bættum þessum vörum við,“ segir Elfa. Þannig breytist tíminn. Þótt tryggingafélag hætti starfsemi í heimabyggð og fólk sé að mestu hætt að taka myndir á filmu, er leit- að annarra verkefna og segjast þau Svanur og Elfa bjartsýn í aðdrag- anda afmælisárs hjá fyrirtækinu þeirra. En er ekki nafnið á verslun- inni orðið úr takti við verkefnin? „Það má vel vera að svo sé. Faðir minn byrjaði að vinna hjá Versl- unarfélaginu Borg á sínum tíma. Kannski maður ætti bara að taka það nafn upp, hver veit,“ slær Svan- ur fram að endingu. mm Aðlaga sig breytingum á markaði Svanur og Elfa við rekka af garni og lopa í Framköllunarþjónustunni. Framköllun á filmum verður hætt um áramótin, enda svarar ekki lengur kostnaði að halda vélinni við. Skreytingar í glugga og handan götunnar er N1 þar sem rútur með ferðafólk stoppa. Hespa af lungamjúkri lamadýrsull. Hluti af úrvali gjafavöru, meðal annars frá Iittala. Landsbankamótið í sundi fyrir börn tíu ára og yngri var haldið af Sundfélagi Akraness í Bjarnalaug þriðjudaginn 13. nóvember síð- astliðinn. Strax að móti loknu var uppskeruhátíð sundmanna félags- ins haldin í Brekkubæjarskóla. Alls tóku 26 sundkrakkar á aldr- inum sjö til tíu ára þátt í mótinu. Keppt var í bæði 25 m og 50 m skriðsundi og bringusundi. „Marg- ir efnilegir sundmenn sýndu að þeir hafa náð miklum framförum í vetur og höfðu gaman af því að sýna foreldrum og öðrum áhorf- endum árangur sinn,“ segir í til- kynningu á Facebook-síðu sund- félagsins. Eldri iðkendur sund- félagsins heimsóttu krakkana, stungu sér í laugina og sýndu þeim nokkra spretti og tækni við sundið. Eftir mótið var síðan farið í leiki í lauginni. Að viðburðinum loknum hófst uppskeruhátíð sundfélagsins þar sem allir þátttakendur í mótinu fengu þátttökuverðlaun. Fulltrú- ar ÍA afhentu sundfélaginu blóm og gjöf í tilefni af 70 ára afmæli félagsins og eldri sundmönnum voru veittar viðurkenningar. Brynhildur Traustadóttir var út- nefnd Sundmaður Akraness 2018. Hún varð Íslandsmeistari í 1500 m skriðsundi, önnur í 200 m skrið- sundi og þriðja í 400 m skriðsundi. Þá keppti hún einnig á Norður- landamótinu fyrir Íslands hönd. „Brynhildur æfir vel, er góð fyrir- mynd og félaginu til sóma,“ segir á síðu sundfélagsins. Félagabikarinn kom í hlut Atla Vikars Ingimundarsonar, en bik- arinn er veittur til minningar um þá Arnar Frey Sigurðsson og Karl Kristinn Kristjánsson. „Atli hef- ur verið vítamínsprauta fyrir aðra sundmenn á bakkanum og í laug- inni, hann heldur vel utan um krakkana, er duglegur að hvetja þá og hefur staðið fyrir skemmtileg- um bakkaupphitunum á mótum.“ Ingunnarbikarinn er fyrir stiga- hæsta bringusundið 12 ára og yngri til minningar um Ingunni Guðlaugsdóttur. Bikarinn hlaut að þessu sinni Aldís Thea Daní- elsdóttir Glad fyrir 200 m bringu- sund á tímanum 3:31,45 sem gera 284 fina stig. Viðurkenningu fyrir bestu ástundun og framfarir fengu; Helga Rós Ingimardóttir í flokki meyja, Mateuz Kuptel í flokki sveina, Guðbjörg Bjartey Guð- mundsdóttir í flokki telpna, Krist- ján Magnússon í flokki drengja, Lára Jakobína Gunnarsdóttir í stúlknaflokki og Enrique Snær Llorens í piltaflokki. Viðurkenningu fyrir stigahæstu sundin hlutu Aldís Thea í flokki meyja, Guðbjarni Sigþórsson í flokki sveina, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir í flokki telpna, Kristján Magnússon í flokki drengja, Bryn- hildur Traustadóttir í stúlkna- flokki, Sindri Andreas Bjarnason í piltaflokki og Ágúst Júlíusson í karlaflokki. kgk/ Ljósm. Sundfélag Akraness. Viðurkenningar veittar á uppskeruhátíð Sundfélags Akraness Brynhildur Traustadóttir var valin Sundmaður ársins 2018. Frá keppni í Bjarnalaug. Viðurkenningu fyrir bestu ástundun og framfarir hluti Helga Rós Ingimars- dóttir, Mateuz Kuptel, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Kristján Magnússon, Lára Jakobína Gunnars- dóttir og Enrique Snær Llorens.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.