Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 19 SK ES SU H O R N 2 01 8 Fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. desember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á www.facebook.com/akraneskaupstadur. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • laugardaginn 8. desember kl. 11:00 Framsókn og frjálsir í Stúkuhúsinu, mánudaginn • 10. desember kl. 20:00 Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, laugardaginn • 8. desember kl. 10:30 Bæjarstjórnarfundur SK ES SU H O R N 2 01 8 Tillaga að verndarsvæði í byggð, Þorpið í Flatey Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember 2018 að auglýsa tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Þorpið í Flatey, skv. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Reykhólahrepps í Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð og verður birt á vef sveitarfélagsins, http://www.reykholar.is, í 6 vikur, frá 29. nóvember til og með 10. janúar 2019. Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með 9. janúar 2019. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast sveitarstjóra annað hvort á netfangið sveitarstjori@reykholar.is eða með pósti merkt: Reykhóla- hreppur. Tillaga að verndarsvæði í byggð, Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð, Reykhólum, 380 Reykhólahreppur. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni sam- þykkir. Tryggvi Harðarson Sveitarstjóri Reykhólahrepps Verkefnið Sýnum karakter var formlega innleitt á fræðslukvöldi sem Ungmennasamband Borgar- fjarðar hélt í Hjálmakletti í Borg- arnesi á þriðjudag í liðinni viku. Um er að ræða átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþrótt- um. Hugmyndafræði Sýnum kar- akter byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja bæði sálræna og félags- lega færni iðkenda líkt og líkam- lega færni. Áhersla í íþróttaþjálf- un hefur til þessa verið á líkamlega og tæknilega færni. Helsta mark- mið verkefnisins er að hvetja þjálf- ara og íþróttafélög til að leggja enn meiri og markvissari áherslu á að byggja upp góðan karakter iðk- enda, með því að þjálfa sálræna og félagslega eiginleika barna og ung- linga. „Þjálfun karakters barna og ung- menna í íþróttum gerir íþrótta- félögum kleift að sinna hvort í senn uppeldishluta og afrekshluta íþróttastarfsins, því góðir karakt- erar eru vel í stakk búnir til að tak- ast á við lífið og einnig til að ná árangri í íþróttum,“ segir á heima- síðu verkefnisins. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá UMFÍ, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri UMFÍ, Markús Máni frá Sportabler og Pálmar Ragnars- son fluttu erindi þegar verkefnið var innleitt á fræðslukvöldi UMSB. „Viðtökur fóru fram úr björtustu vonum þar sem fjöldi fólks sýndi verkefninu mikinn áhuga enda voru erindin mjög skemmtileg, áhuga- verð og upplýsandi,“ segir í frétt sem birtist á vef Borgarbyggðar. kgk Verkefnið Sýnum karakter innleitt hjá UMSB Frá erindi Pálmars Ragnarssonar í Hjálmakletti. Ljósm. Borgarbyggð. Það var fríður flokkur væntanlegra útskriftarnema sem bauð starfsfólki Fjölbrautaskóla Vesturlands upp á morgunverðar- hlaðborð klukkan 8 síðastliðinn miðvikudag. Að því búnu var brunað í óvissuferð en um kvöldið var ball á Gamla kaupfélag- inu. Meðfylgjandi mynd er fengin af Facebook síðu skólans en þar má sjá nokkrar útgáfur af Batman og Catwoman. mm Dimmiterað í FVA Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra, er ein af hundr- að stjórnmálaleiðtogum framtíðar- innar að mati tímaritsins Apoliti- cal. Tímaritið sendi á miðvikudag frá sér listann „100 Future Lead- ers: The World‘s Most Influen- tal Young People in Government“ eða „100 leiðtogar framtíðarinnar; áhrifamesta unga fólkið í ríkisstjór- num“ ef snara ætti heiti listans yfir á íslensku. Í inngangi lista Apolitical segir að hann sé tekinn saman úr hundr- uðu tilnefninga sérfræðinga og leið- andi stofnana. Á listanum sé að finna ungt fólk, 35 ára og yngri, á sviði stjórnvalda sem hafi náð að láta að sér kveða snemma á sínum ferli. Þórdís kveðst í færslu á Facebook- síðu sinni vera bæði glöð og stolt að vera í hópi þeirra ungu stjórn- málaleiðtoga sem valdir voru á lista Apolitical. Auk hennar má nefna að á listanum eru meðal annarra Alexandra Ocasio-Cortez, nýkjör- in þingkona Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, Sa- yed Saddiq, ungmenna- og íþrótta- málaráðherra Malasíu, Sania Ashiq, þingkona Punjab Assembly í Pakist- an og ítalska þingkonan Anna Asc- ani. Athygli vekur að enginn ann- ar stjórnmálamaður eða -kona frá Norðurlöndunum rataði inn á lista Apolitical að þessu sinni. kgk Þórdís Kolbrún talin ein af leiðtogum framtíðarinnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra frá Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.