Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 201812 Mikil vitundavakning um um- hverfisvernd hefur orðið í samfé- laginu okkar síðustu ár og eru flest- ir orðnir meðvitaðir um að fara vel með jörðina okkar. Einn mikilvæg- ur þáttur í því er að flokka heim- ilisúrganginn okkar svo hægt sé að endurvinna hann sem mest. Í dag- legri neyslu fellur til mikið af úr- gangi sem í flestum tilfellum meng- ar jörðina okkar á einn eða annan hátt. Við getum minnkað þessa mengun svo um munar með því að bæði hugsa vel út í neyslumynstur okkar og með því að flokka endur- vinnsluefnin sérstaklega og koma þeim í endurvinnsluferli. Blaða- maður Skessuhorns kíkti við á skrifstofu Gámaþjónustu Vestur- lands á Akranesi og ræddi við þær Lilju Þorsteinsdóttur rekstrarstjóra og Líf Lárusdóttur markaðsstjóra Gámaþjónustunnar hf. um mikil- vægi endurvinnslu og hvað verður um endurvinnsluefnin. Endurvinnsluefni allt handflokkað Í ágúst síðastliðnum var eitt ár frá því Gámaþjónusta Vesturlands tók við sorphirðu á Akranesi en fyrirtækið sinnir einnig sorphirðu í Snæfellsbæ, Eyja- og Miklaholts- hreppi, Búðardal, á Reykhólum og víðar um landið. „Við sækjum úr- ganginn hér á Akranesi á tvískipt- um bíl þar sem við setjum almenn- an úrgang í annað hólfið og endur- vinnanlegt efni í hitt hólfið. Bæjar- félögin ákveða sjálf hversu oft eigi að tæma tunnurnar og svo er verk- ið boðið út. Það er mikilvægt að horft sé vandlega í umhverfisár- hrif þegar sorphirða er boðin út og þess sé gætt að sem mest hagræð- ing sé af akstri eftir sorpi og endur- vinnsluefni. Það er t.d. mikil óhag- ræðing að aka eftir almennu sorpi á tvískiptum bíl aðra hvora viku og þurfa svo að fara sérferð þá þriðju segir Lilja. En hvað verður um endurvinn- anlega efnið? „Við förum með það allt í móttökustöðina okkar í Berg- hellu í Hafnarfirði þar sem það er flokkað,“ svarar Líf. „Núna í októ- ber tókum við í notkun nýja flokk- unarlínu sem endurvinnsluefnið fer á, flokkunarlínan þeytir létta efninu, eins og pappanum, upp en þyngri hlutir eins og málmar falla niður. Þetta auðveldar okkur tölu- vert flokkunina en það er þó alltaf allt yfirfarið í höndunum að lok- um,“ bætir hún við. Biðja fólk um að setja ekki gler í endur- vinnslutunnuna Gámaþjónusta Vesturlands vill koma því til skila til íbúa að gæta þess vel hvað fer í endurvinnslu- tunnurnar því stundum geti það beinlínis verið skaðlegt þeim sem vinna við flokkun. „Eitt af því sem má alls ekki fara í endurvinnslu- tunnurnar er gler. Það er fólk sem sér um alla flokkun og við viljum forðast að okkar starfsmenn séu að skera sig í vinnunni, gler í end- urvinnslutunnu getur því skapað mikla hættu,“ segir Líf og bætir því við að fyrir þá sem vilja flokka gler megi koma með það og setja í sér- stakan gám við starfsstöðvar Gáma- þjónustunnar. Annars kemur gler með almennum úrgangi. „Gler er náttúrlegt efni sem getur nýst sem millilag með sorpinu sem er grafið í Fíflholtum. Gler sem safnað er sér getur einnig nýst sem uppfyllingar- efni við vegaframkvæmdir en okkur vantar tilfinnanlega markvissari far- veg fyrir gler þar sem það er tölu- verður kostnaður fyrir bæjarfélög- in sem fylgir því að urða og flytja þetta efni,“ segir Lilja. „Best er þó að endurnota glerkrukkur sem lengst og hvet ég alla til að huga að því í stað þess að farga þeim,“ bæt- ir hún við. Mikilvægt að skola „Því miður lendum við líka stund- um í því að fólk setji matarleifar eða annan óendurvinnanlegan úrgang í endurvinnslutunnuna en það smitar út frá sér og skemmir jafnvel heilu farmana,“ segir Líf og Lilja tekur undir og bætir því við að hún hafi til dæmis séð bleiur koma úr end- urvinnslutunnunum. „Við förum ekkert fram á að fólk sé að skrúbba efnin áður en það fer í tunnuna en það er gott að skola það vel. Ekki bara vegna þess að annars gæti það skemmt út frá sér heldur líka vegna þess að þetta ferli getur tekið ein- hvern tíma og þegar úrgangurinn kemur á færibandið hjá þeim sem flokka, getur verið komin mygla í hann. Myglan verður svo að dufti sem skapar óheilbrigt vinnuum- hverfi fyrir starfsfólk okkar,“ segir Líf. „Svo bara af virðingu við fólkið sem vinnur við að flokka hjá okkur vil ég biðla til allra að hugsa vel um það sem fer í endurvinnslutunnuna. Í endurvinnslutunnuna á bara að fara efni sem hæft er í endurvinnslu, annað fer í almennan úrgang. Við vonum að allir íbúar hér á Vestur- landi vilji vinna að þessu markmiði með okkur að auka endurvinnslu og minnka þar með úrgang til urðun- ar. Það gerum við með því að flokka vel og nýta þær lausnir til flokkunar sem eru í boði,“ bætir Lilja við. Allar umbúðir En hvað er það sem á að fara í end- urvinnslutunnuna? „Einfalda við- miðið eru umbúðir. Allar umbúðir, hvort sem þær eru úr plasti, pappa eða málmi. En einnig eiga líka öll dagblöð og önnur blöð og papp- ír heima í endurvinnslutunnunni,“ útskýrir Lilja og bætir því við að þegar fólk kaupir vörur í umbúð- um sé búið að leggja á þær ákveð- inn toll, svokallað úrvinnslugjald. Úrvinnslusjóður sér svo um ráð- stöfun þessa gjalds, með það að markmiði að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnýtingu úrgangs með- al annars með því að senda það úr landi þar sem það er notað til end- urvinnslu en einnig til orkunýting- ar. Úrvinnslugjaldið virkar því sem hvati á innflutningsfyrirtækin til að minnka notkun umbúða. „En ég veit að það er oft rugl- ingslegt fyrir fólk hvað má að fara í endurvinnslutunnuna. Ef við tökum sem dæmi snjóþotur. Þær geta ver- ið úr 100% góðu endurvinnanlegu efni en þar sem þær bera ekki úr- vinnslugjald og hér á landi er engin endurvinnsla á slíku efni er því eina leiðin sem við höfum að koma þeim í urðun,“ segir Lilja og bætir við að einnig sé mjög algengt að fólk setji t.d. leikföng, Legókubba, tann- bursta, uppþvottabursta, penna og fleira sem séu ekki efni sem hægt er að koma til endurvinnslu eins og staðan er í dag. Núna þegar líður að jólunum vilja þær benda á að álbikarinn utan af sprittkertunum má fara í endurvinnslutunnuna. „Þessir bik- arar eru búnir til úr áli sem við vilj- um gjarnan koma í endurvinnslu. Einnig má setja gjafapappírinn í endurvinnslutunnuna en þó ekki böndin utan af pökkunum,“ seg- ir Líf. Hjá sumum bæjarfélögum er einnig boðið upp á moltut- unnu fyrir allan lífrænan úrgang. „Moltuferlið tekur um 6-8 vikur. Við blöndum öllum lífrænum úr- gangi þar sem honum er safnað saman við garðaúrgang og hrossa- tað í loftfyrrtum gámum, þar brotnar þetta niður og verður að efni sem kallast molta og er ákaf- lega góður jarðvegsbætir,“ segir Lilja. Fólk getur nálgast moltu á starfsstöðvum okkar á Akranesi og Ólafsvík yfir sumartímann. Hagur fyrirtækisins að endurvinna Aðspurðar hvort neytendur geti verið alveg vissir um að allt sem þeir setji í endurvinnslutunnuna fari örugglega til endurvinnslu en ekki urðun segja þær að allt not- hæft endurvinnsluefni fari til end- urvinnslu. „Það er tvímælalaust okkar hagur að sem mest efni fari í endurvinnslu því annars þurfum við að bera kostnað af því að urða það. Það er því fjárhagslega hag- kvæmara fyrir okkur að gæta þess vel að endurvinnanlegt efni sé ekki urðað,“ segir Lilja. „En eins og við segjum þá þarf ekki nema einn að- ila sem setur matarleifar í endur- vinnslutunnuna sína til að skemma jafnvel heilan farm og þá er það í sumum tilvikum orðið óhæft til endurvinnslu. Það er þó algjörlega okkar vilji og metnaður að endur- vinna sem mest og við reynum eft- ir bestu getu að bjarga öllu því sem hægt er,“ bætir Líf við. Þegar búið er að flokka efnið er það pressað í 600 kílóa bagga sem svo eru fluttir úr landi. „Bagg- Mikilvægt að vanda sig við flokkun á heimilisúrgangi Rætt við þær Lilju Þorsteinsdóttur og Líf Lárusdóttur um endurvinnslu Líf Lárusdóttir markaðsstjóra Gámaþjónustunnar hf. og Lilja Þorsteinsdóttir rekstrarstjóri. Allt endurvinnanlegt sorp er handflokkað. Framhald á bls. 14.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.