Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað er efst á jólagjafaóskalist- anum hjá þér? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Gíslína Lóa Kristinsdóttir Að fá fjölskylduna saman. Pálína Sigmundsdóttir Samvera fjölskyldunnar en ég verð sjálf að vinna um jólin á dvalarheimili. Guðni Sigurðsson Góða bók. Erla Pálmadóttir Hamingja. Margrét Sigurðardóttir Samvera fjölskyldunnar. Snæfell vann stórsigur á Stjörnunni, 81-58, í tíundu umferð Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik. Leikið var í Stykkishólmi á sunnu- daginn. Stjarnan byrjaði af miklum krafti, hreyfði boltann vel í sókninni og lék þétta vörn. Snæfellskonur fundu ekki taktinn í upphafsfjórðungnum og gestirnir höfðu afgerandi forskot að honum loknum, 11-23. Í öðrum leikhluta snerist taflið algjörlega við. Snæfellskonur tóku sóknarleikinn í gegn, sköpuðu sér betri skot og lok- uðu leiðinni að körfunni í vörninni. Stjarnan átti engin svör og Snæfell náði sex stiga forystu áður en flautað var til hálfleiks, 36-30. Snæfellskonur voru mun öflugri eftir hléið og munaði þar mikið um framlag Katarinu Matijevic sem reif niður hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Fyrir vikið fékk Snæfell ítrek- að tvö skot og stundum þrjú skot úr hverri sókn. Snæfell leiddi með 25 stigum að loknum þriðja leikhluta, 67-42 og aðeins formsatriði að klára leikinn. Stjarnan náði að minnka muninn niður í 16 stig í upphafi fjórða leikhluta en Snæfell svaraði af krafti og sigraði að lokum stórt, 81-58. Kristen McCarthy var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig og níu fráköst að auki. Katarina Matiejvic kom henni næst með 17 stig, tíu frá- köst og sex stoðsendingar. Danielle Rodriguez var atkvæða- mest í liði gestanna með 25 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Jenný harðardóttir skoraði 14 stig og Bríet sif Hinriksdóttir var með tíu stig og fimm fráköst. Snæfellskonur sitja í öðru sæti deildarinnar eftir tíu leiki, með jafn mörg stig og KR-ingar sem tróna á toppnum. Þessi tvö lið mætast í toppslag elleftu umferðar laugar- daginn 8. desember næstkomandi. Leikið verður í Stykkishólmi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Snæfell burstaði Stjörnuna Venju samkvæmt var hátíð í Grundarfirði á fyrsta sunnudegi í aðventu. Kjör íþróttamanns Grundarfjarðar fór fram, lýst úr- slitum í ljósmyndasamkeppni og slegið upp markaði. Að lokinni skemmtun voru ljósin tendruð á jólatrénu í miðbæ Grundarfjarð- ar og þar mættu bræðurnir Stekkj- astaur og Hurðaskellir og létu gamminn geysa. tfk Hátíð í Grundarfirði á fyrsta sunnudegi í aðventu Þau sem voru tilnefnd til íþróttamanns Grundarfjarðar. Sigurður Heiðar Valgeirsson fyrir körfubolta, Brynja Gná Heiðarsdóttir fyrir hestaíþróttir, Jón Pétur Pétursson fyrir skotfimi, Ragnar Smári Guðmundsson fyrir knattspyrnu en Telma Dís Ásgeirsdóttir, litla frænka hans tók við viðurkenningunni þar sem hann var ekki viðstaddur og svo Lydía Rós Unnsteinsdóttir fyrir blak en litla systir hennar, Tinna Unnsteinsdóttir tók við viðurkenningu fyrir hennar hönd. Haukur Orri Heiðarsson og Sól Jónsdóttir virða fyrir sér vöruúrvalið frá Togga í Lavalandi. Vinningshafar í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar þau Mateusz Mo- niuszko sem átti sigurmyndina og Kristín Halla Haraldsdóttir sem átti myndirnar í öðru og þriðja sæti. Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands og Þórunn Kristinsdóttir sem tók við ágóða sölu skátanna fyrir hönd Krabbameinsfélags Grundarfjarðar. Frænkurnar Ingibjörg Hjartardóttir og Elín Ottósdóttir voru með ýmsar kræsingar til sölu á markaði kvenfélagsins Gleym mér ei. Brynja Gná Heiðarsdóttir var valin íþróttamaður Grundarfjarðar 2018.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.