Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 20186 Tveir stútar stöðvaðir VESTURLAND: Tveir ökumenn voru stöðvað- ir í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í síðustu viku, grunaðir um akstur und- ir áhrifum áfengis. Stútarn- ir voru stöðvaðir annars veg- ar á Akranesi og hins vegar í Borgarnesi. Að öðru leyti er fátt tíðinda í dagbók lög- reglumanna umdæmisins í liðinni viku, sem lögregla segir alltaf jafn ánægjulegt. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland dagana 24.-30. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 30.217 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 20.875 kg í þremur róðrum. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 49.989 kg. Mestur afli: Tryggvi Eð- varðs SH: 22.651 kg í þrem- ur löndunum. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 195.227 kg. Mestur afli: Sigurborg SH: 51.460 kg í einni löndun. Ólafsvík: 13 bátar. Heildarlöndun: 114.225 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son SH: 15.381 kg í tveimur róðrum. Rif:11 bátar. Heildarlöndun: 284.282 kg. Mestur afli: Örvar SH: 98.192 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 6 bátar. Heildarlöndun: 61.388 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 24.776 kg í fjórum róðrum að Klofningi. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Örvar SH - RIF: 98.192 kg. 26. nóvember. 2. Rifsnes SH - RIF: 83.480 kg. 28. nóvember. 3. Sigurborg SH - GRU: 51.460 kg. 27. nóvember. 4. Hringur SH - GRU: 50.736 kg. 27. nóvember. 5. Helgi SH - GRU: 45.522 kg. 27. nóvember. -kgk Bannað að birta tekju- upplýsingar Vefsíðunni Tekjur.is hef- ur nú verið lokað að kröfu Persónuverndar sem jafn- framt krefst þess að öllum upplýsingum sem þar var að finna verði eytt. Það er nið- urstaða stofnunarinnar að óheimilt sé að birta upplýs- ingar úr skattskrá með þess- um hætti. Vefsíðan var opn- uð í október og var gegn áskriftargjaldi hægt að nálg- ast upplýsingar um tekju- skatt og fjármagnstekjuskatt Íslendinga árið 2016 sam- kvæmt upplýsingum frá Rík- isskattstjóra. Þannig gaf síð- an mun ítarlegri upplýsing- ar um tekjur en hefðbund- in tekjublöð sem gefin hafa verið út í árafjöld hér á landi. Síðunni Tekjur.is var lokað strax og krafa Persónuvernd- ar var lögð fram. -mm Samið um hönnunarvinnu á Kleppjárns- reykjum BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar í síðustu viku var sam- ykktur verksamningur milli sveitarfélagsins og Landlína ehf. um hönnun lóðar fyr- ir grunnskóla Borgarfjarð- ar og leikskólans Hnoðra- bóls á Kleppjárnsreykjum. Sömuleiðis var samþykktur samningur við ProArk ehf. um hönnun og ráðgjöf vegna viðbyggingar við grunnskól- ann sem rúma á leikskólann Hnoðraból. -mm Skógræktarfélag Borgarfjarðar fagnaði áttræðisafmæli sínu á sér- stökum hátíðarfundi í húsi gamla Héraðsskólans í Reykholti síðastlið- inn sunnudag. Hátíðarfundinn setti Gísli Karel Halldórsson formaður afmælisnefndar og bauð gesti vel- komna. Þá fór formaðurinn Ósk- ar Guðmundsson í Véum yfir sögu félagsins og rifjaði upp áfanga- sigra og gat forystufólks í hreyfingu skógræktarmanna um áratugaskeið. Formaður lýsti svo kjöri nýrra heið- ursfélaga á afmælisárinu, en það eru hjónin Guðbrandur Brynjúlfs- son og Snjólaug Guðmundsdóttir á Brúarlandi á Mýrum. Þau fengu af- hent skrautritað heiðursskjal því til staðfestu og var fagnað innilega. Að lyktum settust gestir að veisluborði í tilefni dagsins. Í húsinu stendur yfir fullveldis- sýning um 1918 í Borgarfirði á veg- um Snorrastofu og notuðu fundar- menn tækifærið til að skoða sýn- inguna. -fréttatilkynning Áttræðisafmæli Skógræktar- félags Borgarfjarðar Óskar í Véum, Guðbrandur og Snjólaug. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir verulegum áhyggjum yfir stöðu flugfélagsins WOW og þeirri óvissu sem enn ríkir varðandi félagið. Fram hefur komið í fréttum að fé- lagið flytur um 40% flugfarþega til og frá landinu og því hefði fall þess gríðarleg áhrif á allt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Í álykt- un sem miðstjórn ASÍ sendi frá sér á sunnudaginn, segir m.a: „Undan- farna mánuði hefur mikil óvissa ríkt um framtíð flugfélagsins WOW, fé- lags sem fengið hefur að vaxa óheft og á hraða sem virðist á engan hátt hafa verið sjálfbær. Þetta er ástand sem minnir óþægilega á óheftan vöxt bankanna í aðdraganda efna- hagshrunsins fyrir áratug.“ Þá segir að stærð og áhrif WOW á efnahagskerfi landsins séu gríðar- leg og afleiðingarnar af hugsanlegu þroti fyrirtækisins yrðu alvarlegar, svo sem verðbólguskot, atvinnuleysi og samdráttur sem bitnar verst á venjulegu launafólki. Mörg þúsund starfsmenn og fjöldi fyrirtækja eiga sitt undir því að loftbrúin til lands- ins laskist ekki. Vegna óvissu um framtíð WOW var 237 starfsmönnum sagt upp síð- astliðinn fimmtudag og fimmtán til viðbótar á föstudag hjá fyrirtækj- um á Keflavíkurflugvelli. „Þetta eru mestu fjöldauppsagnir síðan banda- ríski herinn hvarf á braut 2006. Þetta er gríðarlegt högg fyrir það svæði á landinu þar sem atvinnuleysi hefur verið mest í gegnum tíðina. Fjöldi fjölskyldna er í mikilli óvissu í að- draganda jóla. Miðstjórn ASÍ skor- ar á ríkisstjórnina að standa með almenningi og setja þak á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar til að forða heimilum þess lands frá því að þurfa að taka höggið af þeirri efna- hagslegu óvissu sem nú ríkir í flug- rekstri hér á landi. Sporin frá banka- hruninu hræða.“ mm Líkja vexti WOW við bankavöxt fyrir hrun Skúli Mogensen forstjóri og aðaleigandi flugfélagsins WOW.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.