Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 201816 Á sunnanverðu Snæfellsnesi hef- ur nú verið stofnaður Menningar- sjóðurinn undir Jökli að frumkvæði sóknarprestsins sem fyrr á þessu ári kom til starfa. „Það hefur verið mitt lag á, þegar kemur að jöklinum, að skrifa með stóru joði, líkt og í Guð, en það er auðvitað ómeðvitað frá Kiljan. En þess vegna heitir sjóður- inn nú „undir“ með litlu og „Jökli“ með stóru,“ segir Arnaldur Máni Finnsson, sóknarprestur á Staða- stað og formaður Menningarsjóðs- ins undir Jökli, í samtali við Skessu- horn. Hann segir engar eiginlegar skilgreiningar beint liggja að baki áhrifasvæðisins „Undir jökli,“ en að sjóðnum sé fyrst og fremst ætlað að standa á bakvið og styðja menning- arverkefni og minjavernd í Staða- staðarprestakalli. „Kannski má segja að svona sjóði sé ætlað að stíga inn þegar upp á vantar, eða drífa af stað nauðsynlegar úrbætur. Menningin er marg konar hér að sunnanverðu á Snæfellsnesi og misjöfn blóm sem þrífast, sem er gott og allur gróð- ur þarf einhverskonar næringu.“ Arnaldur segir að stundum sé and- legur stuðningur nóg í menningar- málunum, en nóg sé almennt lagt á öll þau sem sinna sínum kirkjum og safnaðarstarfi í sjálfboðavinnu. Það sé ekki verjandi að krefja fólk um tíma og félagsstörf þegar stóru verk- efnin kosta peninga fyrst en fram- takið svo. Söfnuðirnir sligast undan viðhaldi Arnaldur Máni segir að fámennir en víðfeðmir söfnuðir geti staðið und- ir takmörkuðu uppbyggingarstarfi, því uppbygging kostar tilraunir og það er ekki hugmyndin um klass- ískt safnaðarstarf að vera í menn- ingarlegri tilraunastarfsemi í þágu samfélagsins. „En einhver verður að taka af skarið ef það vantar klósett í hraunið eða gömul og gisin kirkja er að gliðna í sundur,“ bætir hann við og segir um leið að það opni líka umræðuna um framtíð samfélags- ins ef fleiri eru boðaðir að borðinu. „Kirkjurnar eru hluti menningar og sögu og koma staðbundnu sókn- arnefndunum ekki einum við, þó þannig sé skipulag þjóðkirkjunnar í dag. Þessi leið, að stofna sjóð, get- ur verið leið fólks til að sinna því sem það hefur taugar til þegar það veit að sjóðurinn sinnir minjavernd og uppbyggingu í víðum skilningi.“ Arnaldur segir jafnframt að tekjur sumra sókna dugi varla fyrir raf- magninu, hvað þá safnaðarstarfinu sjálfu. Hellnakirkja mjög aðkallandi verkefni Arnaldur segir að ferðalangar, inn- lendir sem útlendir, tali oft um og hrífist af öllum litlu fallegu kirkjun- um á landsbyggðinni. Það sé langt í frá að hægt sé að sýna þær allar eða hafa opnar almennt, eins og tíðkað- ist, en þær séu vinsælar þegar sómi sé að þeim. Búðakirkja sé dæmi um slíkt og ferðist fólk þvert um heim- inn til að gifta sig þar. „Hellnakirkja er líka á svona stað, í magnaðri nátt- úru, með mikla sögu og steinsnar frá eina opinbera pílagrímastað kaþ- ólskra á Íslandi, Maríulindinni und- ir hraunjaðrinum. Elsti gripurinn er Maríumynd sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu og sagan er sam- tengd þessari fortíð sem við svo mörg horfum framhjá. Undir jökli voru gríðarleg samfélög á þess tíma mælikvarða, þar sem útræðið var grundvöllur lífsafkomunnar fremur en landbúnaðurinn,“ segir Arnald- ur. Hann segir að þó kirkjur á Ein- arslóni og Laugabrekku séu löngu aflagðar þá sýni staða þeirra í eina tíð hvernig hafi verið búið í landinu. „Ef við gleymum þessu öllu eins og að drekka vatn þá verðum við í raun sögulaus þjóð og þeir reitir sem eru okkur heilagir og skapa tengingu við söguna missa merkingu sína. Það er ástæðan fyrir því að við þurfum ekki bara að bjarga Hellnakirkju frá frek- ari eyðileggingu heldur hafa sýn fyrir hana sem býr til samhengi og tengingar til framtíðar,“ bætir Arn- aldur við. Hann telur að rétti tíminn til að leggjast á árarnar í þessu verk- efni sé kominn. Menningarsjóðurinn hefur boð- að til aðventusamsætis næstkom- andi sunnudag ásamt sóknarnefnd- inni til að kynna björgunaraðgerð- irnar um leið og skapa á samtal um framtíðarsýn fyrir kirkjuna sem m.a. skartar einu merkasta verki Jóhann- esar Helgason útskurðarmeistara frá Gíslabæ á Hellnum, en hann varð úti ungur að árum. Jóhannes var af mörgum talinn mesta listamanns- efni sinnar tíðar þegar kom að tré og handverki. Samstarfið meginverk- efni sjóðsins Arnaldur segir það spennandi að kalla ólíka aðila að verkefni eins og Hellnakirkja gæti orðið. „Það velt- ur auðvitað á að sóknarnefndin og kirkjumálasjóður nái endum saman í grunnverkefninu, að bjarga kirkju- byggingu sem er að gliðna í sund- ur. Svo getur tekið við að forverja altaristöfluna, laga glugga, mála og skapa rými fyrir aðkomu fleiri að því að fága sérkenni hennar. Menningar- sjóðurinn tekur ekki ákvarðanir per se heldur vekur athygli samstarfs- aðila á möguleikunum í stöðunni. Þannig hefur það til dæmis komið til að Stofnun Wilhelms Beckmanns, útskurðarmeistara og hönnuðar, sér færi á að tengja þann góða tengdason Breiðuvíkur aftur við upprunann. „Beckmann á bæði verk í Búðakirkju og kirkjugarðinum þar, sem og hillu í Syðri-Knarrartungu og víðar, sem tengjast fjölskyldu konu hans. Það færi vel á að í kirkju þar sem útskurð- arlistinni er gert hátt undir höfði sé Beckmanns minnst. Og svo er tal- ið að Máríustytta frá kaþólskri tíð, skorin út í rostungstönn, sé íslenskt handverk og er hún eign safnaðar- ins, varðveitt á Þjóðminjasafni. Þessa þræði höldum við að sé vel hægt að tengja saman ef samtal verður um hvernig kirkju fólkið sem teng- ist henni, vill sjá,“ segir Arnaldur. Í því sambandi segir hann Menning- arsjóðinn einnig tilbúin til aðstoðar þeim sem vilja byggja upp í kringum aðra staði, hvar sem er í prestakallinu eða undir Jökli. „Þetta er samfélags- legt fyrirbæri sem á að vera farvegur þess að fólk geti lagt uppbyggilegum verkefnum lið með öruggum hætti. Samþykktirnar leyfa að ef fólk vilji styrkja ákveðin verkefni þá megi það eyrnamerkja framlög sín í því sam- hengi. Almennum tekjum og fram- lögum, sem vonandi verða í framtíð- inni, verður aftur á móti ráðstafað í gegnum úthlutunarnefnd sem á að starfa faglega. Það er óskandi að það verði öllum til blessunar.“ Gengið vel að finna taktinn Arnaldur Máni kom til starfa í sum- arbyrjun og hefur búið á Staðastað síðan í júní. Hvernig finnst honum ganga að taka við svona umtöluðu embætti og hvernig hefur fólk tekið honum? „Ég get sagt með bjartsýni í hjarta að viðtökurnar eru góðar og að mér líður vel og fjölskyldan ánægð. Það sem við tölum um hér snýr að fram- tíðinni en ekki fortíðinni. Því var ágætlega lokað með visitasiu vígslu- biskups og prófasts á miðju sumri, þar sem yfirvöldin báðust afsökun- ar á sínum þætti, það er að hafa ekki lausnir á takteinum þegar þau áttu að hafa þær. Það var ærlegt og setur tóninn fyrir okkur að ég veit að þau vita að ég er þeirra prestur og að það skiptir máli. Þannig er sjónarhorn- ið rétt,“ segir Arnaldur en hann er ánægður með samstarfið við sókn- arnefndirnar allar. Þar aftur á móti sé ekki allt í hendi til frambúðar og framtíðarmúsíkin sú að verja þurfi þjónustuna mikið. „Þær tillögur sem síðan hafa verið boðaðar um hvernig skipulag þjón- ustunnar í Borgarfirði og á Snæfells- nesi muni mögulega verða, beina sjónum okkar aftur að því að ef við byggjum ekki starfið og kirkjurnar Stofna Menningarsjóðurinn undir Jökli „Sjóður sem vonandi vex sem afl til þess að byggja sterkar stoðir undir fjölbreytileikann sem kirkjan stendur fyrir í samfélaginu“ Arnaldur Máni Finnsson færir ungri blómarós kerti við brúðkaup um síðustu helgi. Ljósm. tfk. Arnaldur Máni að flagga. Samkór Lýsu syngur og spilað undir á píanó frá Menningarsjóðnum. Í sumar tóku vígslubiskup og prófastur út ástand Hellnakirkju. Niðurstaða þeirra var að ekki megi bíða lengur með viðgerðir. Hér er listamaðurinn Wilhelm Beckmann (1909-1965) með útskorna veggmynd af engli, sem varðveitt er í Búðakirkju. Ljósm. frá 1951 tekin af: sarpur.is.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.