Skessuhorn - 12.12.2018, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 201814
Svefntími unglinga styttist að meðal-
tali um nærri hálfa klukkustund milli
15 og 17 ára aldurs og á sama tíma
dregur töluvert úr hreyfingu á virkum
dögum hjá þessum hópi. Þetta sýna
nýjar niðurstöður rannsóknahóps í
íþrótta- og heilsufræði við Mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands. Rann-
sóknahópurinn hefur nú í yfir áratug
fylgst með heilsu, svefni og andlegri
líðan stórs hóps íslenskra ungmenna.
Rannsóknin sýnir einnig að einungis
um fimmtungur 15 ára unglinga sem
tók þátt í rannsókninni náði átta tíma
viðmiðunarsvefni á nóttu að meðal-
tali og þá sofa framhaldsskólanemar
í fjölbrautakerfi að jafnaði lengur en
nemendur í bekkjarkerfi.
Langtímarannsókn á
heilsuhegðun
Rannsóknin sem um ræðir nefnist
Heilsuhegðun ungra Íslendinga og
er framhald á rannsókninni Lífsstíll 7
og 9 ára íslenskra barna – íhlutunar-
rannsókn til bættrar heilsu sem fram
fór á árunum 2006 til 2008. Alls hafa
um 500 nemendur, sem fæddir eru
árið 1999, tekið þátt í rannsóknunum
tveimur. Rannsóknarhópurinn hefur
skoðað stöðu og langtímabreytingar
á holdarfari, hreyfingu, svefni, þreki,
andlegum þáttum og lifnaðarháttum
íslenskra ungmenna, fyrst við 7 og 9
ára aldur og síðan við 15 ára og 17
ára aldur hjá þátttökuhópnum.
Undanfarin misseri hefur rann-
sóknarhópurinn lagt sérstaka áherslu
á að rannsaka m.a. breytingar á svefn-
venjum og hreyfivirkni ungmenna
frá 15 ára til 17 ára aldurs en þess má
geta að þátttakendur í rannsókninni
eru í fyrsta árgangnum sem kom inn
í framhaldsskólana eftir að stytting á
námstíma til stúdentsprófs tók gildi.
Fimmtungur
fær nægan svefn
Niðurstöður hópsins leiða m.a. í ljós
að um helmingur 15 ára ungmenna
sem tók þátt í rannsókninni nær við-
miðum um æskilega hreyfingu á viku
sem eru sex klukkustundir. Enn frem-
ur sýna niðurstöðurnar að 15 ára ís-
lensk ungmenni fara seint að sofa og
sofa ekki nema tæplega sex og hálf-
an klukkutíma á nóttu að meðaltali.
Aðeins 23% stúlkna og 20% drengja
náðu átta klukkustunda viðmiðunar-
svefni yfir vikuna.
Tveimur árum síðar, þegar þessi
hópur unglinga er kominn í fram-
haldsskóla, hefur ýmislegt breyst. Til
að mynda hefur svefnlengd styst að
meðaltali um 24 mínútur á nóttu, þ.e.
milli 15 og 17 ára aldurs. Sautján ára
unglingar fara enn fremur almennt
seinna að sofa á skóladögum en 15
ára en hins vegar er ekki marktækur
munur á því hvenær unglingahóparnir
fara á fætur. Aftur á móti eykst breyti-
leikinn í svefni unginga töluvert milli
mælinganna tveggja. Þátttakendur í
rannsókninni fóru almennt að sofa í
kringum miðnætti við fimmtán ára
aldur en þegar þeir eru orðnir sautj-
án ára virðist meiri breytileiki í þeim
tíma og sjá má í gögnunum hóp nem-
enda sem fara jafnvel að sofa klukkan
3 eða 4 að nóttu á skóladegi.
Dregur úr hreyfingu og
enn minni svefn
Í rannsókninni hafa einnig verið
kannaðar breytingar á svefntíma með
tilliti til vals á framhaldsskóla og nið-
urstöður sýna að nemendur í fjöl-
brautakerfi sofa að jafnaði lengur á
skóladögum en nemendur í bekkja-
kerfi sem aftur fara fyrr á fætur. Enn
fremur leiða niðurstöðurnar í ljós að
hreyfing hjá hópnum minnkar að
meðaltali um 13% milli mælinganna
tveggja en athyglisvert er að hún
dregst saman um nærri fimmtung á
virkum dögum en ekkert um helgar.
Þátttaka í formlegu íþróttastarfi og
heilsurækt á eigin vegum dregst enn
fremur saman um 25% milli 15 og
17 ára aldurs en um helmingur 17 ára
ungmenna segist stunda íþróttir eða
hreyfa sig reglulega.
Stór hópur fræðimanna og nema
hefur komið að rannsóknunum,
bæði í Háskóla Íslands og erlendis.
Í rannsóknarhópnum eru alls fimm
vísindamenn og fjórir doktorsnem-
ar við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands auk tveggja samstarfsmanna
þeirra við National Insititutes of
Health í Washington í bandaríkj-
unum. Þá hafa átta nemendur lokið
meistaraprófi frá Háskólanum, þar
sem stuðst er við gögn úr rannsókn-
unum, og fjórir til viðbótar vinna nú
með þau í meistaraverkefni sínu.
mm
Svefntími styttist og hreyfing
minnkar hjá ungmennum
Lokaverkefnavika Fjölbrautaskóla
Snæfellinga fór fram dagana 3. - 7.
desember. Nemendur í fimm áföng-
um við skólann sameinuðust um
að vinna að svefnrannsókn. Rann-
sóknin fór þannig fram að nemend-
ur söfnuðu gögnum um svefnvenj-
ur sínar og skoðuðu meðal annars
klukkan hvað þeir fóru að sofa, hve-
nær þeir vöknuðu, hvort þeir fengu
sér orkudrykk/kaffibolla og ef svo
væri, þá hversu marga. Kannað var
hversu þreytt þau voru þegar þau
mættu í skólann og hvort þau legðu
sig yfir daginn. Nemendur söfnuðu
upplýsingum um sig í viku og tóku
loks próf sem mældi viðbrögð þeirra
og skammtímaminni.
Áhugavert var að rýna í niður-
stöður rannsóknarinnar. Saman-
burður kynjanna var áhugaverður en
fram kom að stelpur sofa að jafnaði
14 mínútum lengur á dag en strák-
ar. Útskýringin á því gæti mögulega
verið sú að karlar drekka fleiri orku-
drykki en konur. Þeir drekka um 0,7
orkudrykki á dag að jafnaði, en kon-
ur aðeins 0,5. Niðurstöður sýndu að
nemendur sem sofa minna en sex
tíma á dag eru líklegri til þess að fá
sér orkudrykk yfir daginn en þeir
sem sofa meira. Einnig var áhuga-
vert að sjá að stelpum líður almennt
betur en strákum á morgnanna.
Þegar það kom að skammtíma-
minnis- og viðbragðskönnun voru
gerðar nokkrar tilgátur um hvort
kynið stæði sig betur í könnunun-
um. Ein tilgátan var sú að stelpur
hefðu betri skammtímaminni, en í
ljós kom að strákar höfðu betur þar.
Þessi könnun var framkvæmd þann-
ig að hverjum nemanda voru gefn-
ar 30 sekúndur til þess að leggja á
minnið 12 orð og að tímanum liðn-
um reyndu þeir að muna sem flest
þeirra. Strákar náðu að meðaltali 7,8
orðum en stelpur 7,6 orðum.
Einnig var kannað hvort nemend-
urnir sem sofa með símann sinn við
rúmið nái lengri svefni en þeir sem
að gera það ekki. Niðurstöðurn-
ar voru þær að nemendur sem sofa
með símann við rúmið ná að meðal-
tali 7,57 tíma svefni á sólarhring en
þeir sem gera það ekki sofa að með-
altali 7,71 tíma.
Þetta rannsóknarverkefni þótti
takast vel og ríkti almenn ánægja
með það innan skólans. Nemend-
ur voru ánægðir með að taka þátt
í verkefni sem sýndu fram á raun-
verulegur niðurstöður og má segja
að rannsóknin hafi gert nemendur
meðvitaðri um svefn og svefnvenj-
ur sínar.
Fyrir hönd nemenda FSN:
Karen Dís, Ísabella Una, Elín
Dögg, Elmar Elí og Viktor Brimir
Nemendur í FSN könnuðu eigin svefnvenjur
Lilja Rannveig
tók sæti á þingi
ALÞINGI: Lilja Rannveig Sig-
urgeirsdóttir frá bakkakoti í
Stafholtstungum tók á föstu-
daginn sæti á Alþingi í fjarveru
Ásmundar Einars Daðasonar
félagsmálaráðherra. Lilja Rann-
veig skipaði fjórða sæti á fram-
boðslista Framsóknarflokksins í
NV kjördæmi við síðustu kosn-
ingar, en 1. varamaður er Stef-
án Vagn Stefánsson á Sauðár-
króki. Lilja Rannveig er 22. ára
háskólanemi og formaður Sam-
bands ungra Framsóknarmanna
(SUF). -mm
Ríkið skaðabóta-
skylt vegna út-
hlutunar makríl-
kvóta
LANDIÐ: Hæstiréttur Ís-
lands kvað í síðustu viku upp
tvo dóma í málum Hugins ehf.
og Ísfélags Vestmannaeyja hf.
gegn íslenska ríkinu. Í dómun-
um kemst Hæstiréttur að þeirri
niðurstöðu að íslenska ríkið sé
skaðabótaskylt vegna stjórn-
unar veiða á makrílstofninum
á árunum 2011-2014. Hæsti-
réttur sneri þar með við dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur sem
hafði sýknað íslenska ríkið. Með
dómunum var viðurkennt að
skylt hafi verið árið 2011 að út-
hluta aflamarki til veiðanna og
að veiðireynsla hafi talist sam-
felld á þeim tíma. Með þessu var
álitið að fyrirkomulag veiðileyfa
samkvæmt árlegum reglugerð-
um sjávarútvegsráðherra frá
2010-2013 um stjórn veiðanna,
sem fólu í sér úthlutun til fleiri
aðila en þeirra einna sem verið
höfðu að veiðunum 2007-2010,
hafi ekki samrýmst lögum. Þess
í stað var á sínum tíma ráðstafað
jafnhliða á aðra flokka skipa til
að auka fjölbreytni við veiðarn-
ar. Ráðuneytið mun nú fara yfir
forsendur dómsins með ríkis-
lögmanni og í kjölfarið ákvarða
næstu skref. Þá er óhjákvæmi-
legt að jafnhliða verði tekið
til athugunar breytt skipulag
stjórnar makrílveiða, að mati
ráðuneytisfólks. Gera verður
ráð fyrir því að fyrrnefnd fyr-
irtæki og væntanlega fleiri sæki
fjárkröfur sem byggja á niður-
stöðu dómsins.
-mm
Stöðugar
horfur
RÍKISKASSINN: Matsfyrir-
tækið Fitch staðfesti á föstudag-
inn óbreytta lánshæfiseinkunn
ríkissjóðs Íslands fyrir langtíma-
skuldir í erlendum gjaldmiðli
sem A með stöðugum horf-
um. „Samkvæmt matsfyrirtæk-
inu endurspeglar þessi einkunn
annars vegar háar þjóðartekjur,
sterkar stofnanir, góð lífskjör og
gott viðskiptaumhverfi og hins
vegar að hagkerfið reiðir sig í
miklum mæli á hrávöruútflutn-
ing og er næmt fyrir ytri áföll-
um auk fyrri reynslu af efna-
hags- og fjármálasveiflum,“
segir í tilkynningu frá fjármála-
ráðuneytinu. -mm
Tilkynna meint
brot á velferð
dýra
HVALFJ: Náttúruverndar-
samtök Íslands sendu í gær
Matvælastofnun formlega til-
kynningu um brot gegn lögum
um velferð dýra nr. 55/2013
við hvalveiðar. „Tilkynning-
in snýr að langreyðaveiðum
Hvals hf. veiðitímabilið 2018
og hvernig aðgerðir félags-
ins virðast fela í sér brot gegn
dýravelferðarlögum og öðr-
um atriðum sem heyra und-
ir valdsvið Matvælastofnunar.
Sérstaklega er fjallað um þján-
ingu dýranna vegna núver-
andi veiðiaðferða, skort á eftir-
liti með skutulbyssum og brot
gegn lágmarkskröfum um heil-
næmar vinnsluaðferðir,“ segir í
tilkynningu frá samtökunum.
„Almennur skortur virðist vera
á rannsóknum og eftirliti með
veiðum á langreyðum hérlend-
is, bæði er varðar almenn at-
riði og sömuleiðis þau álitamál
um lögmæti sem stjórnvöldum
hefur orðið kunnugt um. Þyk-
ir því nauðsynlegt að Matvæla-
stofnun taki málið til skoðun-
ar, einnig í ljósi þess að póli-
tísk ákvörðunartaka um fram-
tíðar hvalveiða hérlendis er yf-
irstandandi.“ -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 1.-7. desember
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 3 bátar.
Heildarlöndun: 23.594 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF: 14.290
kg í þremur róðrum.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 59.439 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs
SH: 31.468 kg í þremur lönd-
unum.
Grundarfjörður: 7 bátar.
Heildarlöndun: 400.769 kg.
Mestur afli: Steinunn SF:
126.044 kg í tveimur löndun-
um.
Ólafsvík: 11 bátar.
Heildarlöndun: 266.063 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
88.945 kg í einum róðri.
Rif: 11 bátar.
Heildarlöndun: 303.563 kg.
Mestur afli: Saxhamar SH:
61.176 kg í þremur löndun-
um.
Stykkishólmur: 7 bátar.
Heildarlöndun: 101.830 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
37.415 kg í einni löndun.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Tjaldur SH - ÓLA:
88.945 kg. 7. desember.
2. Björgvin EA - GRU:
86.713 kg. 6. desemer.
3. Steinunn SF - GRU:
64.381 kg. 6. desember.
4. Steinunn SF - GRU:
61.663 kg. 4. desember.
5. Hringur SF - GRU:
60.315 kg. 5. desember.
-kgk