Skessuhorn - 12.12.2018, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 2018 15
www.akraneskirkja.is
AKRANESKIRKJA
Fimmtudagur 13. desember
Bænastund kl. 12.15
Súpa í Vinaminni eftir stundina.
Opið hús kl. 13.30 - Jólasamvera
- Bingó og hátíðarkaffi.
- Gestur er Björgvin Franz Gíslason
leikari og söngvari.
Hann syngur og segir sögur frá
uppsetningunni á leiksýningunni Ellý.
Verið öll velkomin.
Björgvin
Franz Gíslason
Í leikskólanum Andabæ á Hvann-
eyri er skiptifatamarkaður í gangi.
Markaðurinn er hluti af græn-
fánaverkefni skólans. Foreldrar og
starfsfólk hafa safnað saman fötum
og komið þeim til starfsfólks leik-
skólans. „Þetta er gott dæmi um
samfélagsverkefni sem gagnast al-
menningi í kringum okkur,“ seg-
ir Ástríður Guðmundsdóttir leik-
skólastjóri. „Flest barnafólk kann-
ast við það hvernig börn vaxa upp
úr fötunum sínum, sem jafnvel er
nýbúið að kaupa. Skiptifatamark-
aðurinn er einnig umhverfisvænn
og eykur nýtingu verðmæta. For-
eldrar geta, óháð því hvort þeir
komu með föt í upphafi, komið og
fengið föt á börn sín. Mikil ánægja
hefur verið þessa tvo daga sem
skiptifatamarkaðurinn hefur stað-
ið og ætlum við því að hafa hann
áfram næstu daga. Markaðinum
var startað með aðventukaffi for-
eldra og myndaðist góð stemning
í upphafi aðventu,“ segir Ástríður.
mm
Skiptifatamarkaður fær
góðar viðtökur í Andabæ
Ævintýraheimur jólanna mun ráða
ríkjum í Garðalundi á Akranesi
næstkomandi laugardagskvöld, frá
klukkan 19:00 til 21:00. Þar geta
börn og fullorðnir komið saman,
gengið um skógræktina og hitt fyr-
ir alls kyns ævintýraverur sem verða
á ferðinni. Mæðgurnar Margrét
blöndal og Sara Hjördís blöndal
skipuleggja viðburðinn ásamt Hlé-
dísi Sveinsdóttur.
„Undirbúningurinn hefur gengið
vel og það er gríðarleg eftirvænting
í hópnum. Veðurspáin fyrir kvöldið
lofar góðu, útlit er fyrir þurrt og
stillt veður og þetta er allt að smella
saman,“ segja þær Margrét, Sara og
Hlédís í samtali við Skessuhorn. En
hvernig viðburður er Jólaævintýrið
í Garðalundi? „Þetta snýst um að
stelast út eftir kvöldmat og uppli-
fa ævintýri í skóginum. Gleðin nær
síðan hápunkti þegar krakkarnir
hitta jólasveininn og alls kyns
verur aðrar; risa, álfa, tröll og jóla-
ketti,“ segir Margrét. „Við höfum
talað um að viðburðurinn sé fyrir
alla sem vita að jólasveinninn er til.
En Sara orðaði það eiginlega ennþá
betur um daginn þegar hún sagði
að Jólaævintýrið væri fyrir alla sem
hafa einhvern tímann átt skó úti í
glugga,“ segir Margrét og lítur á
dóttur sína. „Út um alla skógrækt
verður eitthvað óvænt og gleðilegt
á ferð. Við erum búnar að staðsetja
allt og ákveða eins og hægt er hvað
hver á að gera, ramminn utan um
ævintýrið er alveg klár,“ segja þær.
„En það er ekkert eiginlegt handrit
með nákvæmum fyrirmælum. Þetta
er nokkurs konar gagnvirkt úti-
leikhús,“ segir Sara. „Síðan er það
undir hverjum og einum fullorð-
num komið að matreiða ævintýrið
ofan í börnin. Svara þeim spurning-
um sem þau kunna að hafa og leyfa
sér að taka virkan þátt í upplifuninni
með börnunum,“ segir Hlédís.
Opið öllum, endur-
gjaldslaust
Í upphafi viðburðarins verður
kveikt á ljósunum hans Gutta, til
minningar um Guðbjart Hannes-
son og munu þau loga út jólahátíð-
ina. barnabarn Gutta, Dagur Sölvi
Ólafsson, tendrar ljósin og þar með
telst Jólaævintýrið í Garðalundi haf-
ið. Að því búnu fara börn og full-
orðnir á ferðalag um ævintýraheim
jólanna. Margrét, Sara og Hlédís
mæla með því að fólk taki með sér
vasaljós eða höfuðljós til að lýsa sér
veginn en hafi símana ofan í vasa.
Fólk er einnig hvatt til að klæða
sig vel, bæði börn og fullorðnir, því
desemberkvöld eru sjaldnast þau
hlýjustu. Á meðan gestir ganga um
svæðið geta börn og foreldrar kom-
ið smá yl í kroppinn með því að fá
sér rjúkandi heitt kakó sem öllum
stendur til boða á Jólaævintýrinu.
„Það eina sem hver og einn þarf að
gera er að koma með sinn bolla, því
við erum umhverfisvænar og verð-
um því ekki með plastglös á svæð-
inu,“ segir Sara.
Aðgangur að viðburðinum og öllu
sem honum fylgir er öllum opinn og
án endurgjalds. „Okkur finnst mikil-
vægt að þessi viðburður standi öll-
um fjölskyldum á Akranesi til boða,“
segir Hlédís. „Til þess að svo megi
verða höfum við notið stuðnings
fyrirtækja og einstaklinga hér í bæ.
Til dæmis mun bifreiðastöð ÞÞÞ
útvega sviðið, flottasta svið í heimi
og Hlynur Sigurdórsson rafvirki
sér um allt sem tengist rafmag-
ninu. Húsasmiðjan leggur okkur
líka lið sem og Íslandsbanki sem
hefur staðið með okkur frá up-
phafi. Og svo ætlar Skaginn 3X
að bjóða öllum upp á heitt kakó.
Það væri ekki hægt að gera þetta
án stuðnings allra sem hafa komið
að Jólaævintýrinu með einum eða
öðrum hætti. Fyrir það erum við
óendanlega þakklátar,“ segja Mar-
grét, Sara og Hlédís að endingu.
Jólaævintýrið í Garðalundi hefst
sem fyrr segir kl. 19:00 næstko-
mandi laugardagskvöld, 15. desem-
ber. Innanbæjarstrætóinn mun aka
frá Akratorgi kl 18:40 og koma við
í Stillholti á leiðinni í skógræktina.
Þeim sem ætla að mæta á eigin bíl
er bent á að leggja við golfvöllinn
og fara varlega þar sem búast má
við því að mjög mörgum gangandi
vegfarendum í nágrenni skógræk-
tarinnar þetta kvöld.
kgk
Jólaævintýri framundan í Garðalundi
„Fyrir alla sem hafa einhvern
tímann átt skó úti í glugga“
Skipuleggjendur Jólaævintýrisins í Garðalundi. F.v. Hlédís Sveinsdóttir, Margrét
Blöndal og Sara Hjördís Blöndal. Ljósm. úr safni.
Ljósin hans Gutta, til minningar um Guðbjart Hannesson, verða tendruð við
upphaf ævintýrisins og munu lýsa upp Garðalund út jólahátíðina.
Ljósm. úr safni/ jho.
Krakkarnir mega búast við að hitta jólaköttinn, ásamt alls kyns öðrum verum.
Ljósm. úr safni/jho.