Skessuhorn - 12.12.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 2018 21
ingur fróðlegt erindi. Sagði hún að
náttúruvernd og búskapur gæti vel
farið saman og væri í raun skyn-
samlegast að nýta land til búskap-
ar en þó ætíð með skynsamlega
landnýtingu í huga. „Mismunandi
landnýting samhliða góðri um-
gengni eigenda og landvörslufólks
tryggir ákveðna verndun lands,“
sagði Ragnhildur og vísaði þar
m.a. til búskapar á Hvanneyri og
á nágrannajörðum því til staðfest-
ingar. Þar er friðland, en engu að
síður rekið stórt kúabú og nokkur
sauðfjárbú í nágrenninu. Á svæðið
koma þúsundir gesta á hverju ári
en allt spilar þetta saman í góðu
samræmi. „Gleymum því ekki að
erlendir ferðamenn, aðrir gestir
og íbúar sækjast eftir staðbundinni
þekkingu heimafólks um hvernig
landið er nytjað og að því sé hlúð.
Gestir vilja af heimafólki fræð-
ast um nýtingu landsins og hvern-
ig hún fer svo hæglega saman við
landvernd, náttúruvernd, friðland
fugla og Ramsarsáttmálann svo
dæmi séu tekin,“ benti Ragnhild-
ur á. Hún sagði að bændur og þeir
sem tala fyrir landvernd séu engan
veginn andstæðar fylkingar og því
fagnaði hún þessu samkomulagi
sem umhverfisráðherra og bænda-
samtökin voru að skrifa undir.
mm
Hákon Svavarsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali
Granaskjól 18
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ 17-18
Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 75,6 fm íbúð í kjallara
lítið niðurgrafin, í þríbýlishúsi á þessum eftirsótta stað í Vestur-
bænum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Eldhús með nýlegri inn-
réttingu. Baðherbergi með baðkari, flísar á gólfi. Stofan er björt
og rúmgóð. Í sameign á hæðinni er þvottahús. Búið er að endur-
nýja m.a. Járn á þaki,gólfefni,skolplagnir myndaðar 2005,
Rafmagn dregið í íbúð, tenglum og rofum skipt út.
Hús múrviðgert og málað 2013. Gluggar og gler yfirfarin.
Ásett verð 29,9 millj.
Hákon Svavarsson tekur á móti ykkur í dag milli kl 17 og 18.
OPI
Ð H
ÚS
Akralundur - Akranesi
Falleg og vel staðsett 185 fm raðhús í sex raðhúsalengju.
Öll húsin eru á einni hæð með bílskúr. Húsin eru timbur-
hús, klætt að utan með Cembrit flísum. Lóð grófjöfnuð.
Að innan rúmlega fokheld. Nánari uppl. í skilalýsingu.
Gert er ráð fyrir 4 svefnherbergjum, tveimur baðher-
bergjum. Rúmgóðri stofu og eldhúsi í alrými.
Verð frá 43,7 millj.
Allar nánari uppl. veitir Hákon í síma 898-9396 eða
hakon@valfell.is
Kirkjubraut 2, 300 Akranesi
Akranesviti
23.-26. desember
Lokað
30. desember - 1. janúar
Lokað
Bæjarskrifstofur
Akraneskaupstaðar
24.-26. desember.
Lokað
31. desember og 1. janúar.
Lokað
Bókasafn Akraness
24.-26. desember.
Lokað
30. desember - 1. janúar
Lokað
Íþróttamiðstöðin og
Jaðarsbakkalaug
23. desember
09:00-18:00
24. desember
08:00-11:00
25.-26. desember
Lokað
30. desember
09:00-18:00
31. desember
08:00-11:00
1. janúar
Lokað
Íþróttahús Vesturgötu
15. desember
11:30-14:30
16. desember
12:00-15:00
17.-21. desember
07:00-22:00
22. desember
07:00-18:00
23.-26. desember
Lokað
27.-29. desember
07:00-19:00
30. desember - 1. janúar
Lokað
2. janúar
07:00-19:00
Bjarnalaug
Lokað frá 20. desember til og
með 2. janúar 2018.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Akraneskaupstaður yfir jól og áramót
Athugið að opnunartími er hefðbundinn fyrir utan eftirfarandi daga:
Síðastliðinn fimmtudag undirrituðu
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
og Sindri Sigurgeirsson, formaður
bændasamtaka Íslands, yfirlýsingu
um að vinna saman að málefnum
landbúnaðar og náttúruverndar.
Fram kom hjá ráðherra að þessa yf-
irlýsingu megi rekja til átaks í nátt-
úruvernd sem byggir á sáttmála rík-
isstjórnarinnar. Samstarfinu er ætl-
að að ná til verkefna í náttúruvernd
á jörðum bænda. Mögulegar að-
gerðir verða skilgreindar að lokinni
greiningarvinnu sem verður fyrsta
skref verkefnisins. bændasamtökin
munu fela Ráðgjafarmiðstöð land-
búnaðarins að framkvæma grein-
ingarvinnuna og skal hún taka eitt
ár. Leitað verður fyrirmyndar er-
lendis frá um sambærileg verkefni
og hugað sérstaklega að aðgerðum
á svæðum og gagnvart tegundum
sem þarf að vernda ásamt endur-
heimt og uppbyggingu vistkerfa.
Fram kom við undirritun sam-
komulagsins að bændasamtökin
og ráðuneytið hafa áður átt í sam-
starfi um loftslagsmál og landbún-
að með góðum árangri. Í yfirlýsing-
unni kemur fram að mikil tækifæri
eru fólgin í góðu samstarfi bænda
og stjórnvalda á sviði náttúru-
verndar. bent er á að bændur á Ís-
landi eru vörslumenn lands og stór
hluti þess í þeirra umsjón. bænd-
ur geta sinnt þessu vörsluhlutverki
með sjálfbærri nýtingu lands svo
þeir geti skilað því í jafngóðu eða
betra ástandi en þeir tóku við því.
Dæmi um þetta eru samstarfsverk-
efni bænda og stjórnvalda við upp-
græðslu lands og ræktun skóga.
Nýsköpun í
náttúruvernd
„Ég fagna auknu samstarfi við
bændur en með þessari yfirlýsingu
förum við saman í nýsköpun í nátt-
úruvernd. Samstarfið mun leiða
af sér tillögur um hvernig bænd-
ur geti tekið meiri þátt í náttúru-
verndarstarfi. Það má sjá fyrir sér
að það gæti tekið til verndarað-
gerða vegna ákveðinna tegunda,
endurheimt vistkerfa, t.d. votlend-
is og umsjón með landi sem þarfn-
ast verndar. Að undirrita samstarfs-
yfirlýsinguna á Hvanneyri var síð-
an sérstakt ánægjuefni enda er til
fyrirmyndar hvernig þar og á nær-
liggjandi jörðum hefur tekist að
samþætta blómlegan landbúnað
við mikilvægar aðgerðir til vernd-
ar náttúrunni,“ sagði Guðmundur
Ingi Guðbrandsson.
Ekki gengið á rétt
komandi kynslóða
„Við bændur erum ánægðir með
samstarfsyfirlýsinguna og hún lof-
ar góðu. bændur eru vörslumenn
lands og vita að þeir hafa skyldum
að gegna í náttúruvernd. Nýtingin
þarf að vera sjálfbær og ekki ganga
á rétt komandi kynslóða til að nýta
og njóta lands. Það hafa bænd-
ur gert meðal annars með skyn-
samlegri landnýtingu, skógrækt og
uppgræðslu þar sem þörf er á. Með
samstarfsyfirlýsingunni stefnum við
að því að auka enn frekar samstarf
með stjórnvöldum á sviði umhverf-
ismála og það er gleðiefni,“ segir
Sindri Sigurgeirsson formaður bÍ.
Landvernd og búskapur
fer saman
Við undirritun samkomulagsins
flutti Ragnhildur Helga Jónsdótt-
ir bóndi í Ausu og umhverfisfræð-
Samstarfsyfirlýsing undirrituð um
landbúnað og náttúruvernd
Ragnhildur Helga Jónsdóttir bóndi og
umhverfisfræðingur flutti erindi um
hvernig búskapur og landvernd fara
saman.
Ljósmynd úr heimahögum úr
safni Skessuhorns.
Samkomulagið handsalað. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ og Guð-
mundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.