Skessuhorn - 12.12.2018, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMbER 201826
Árleg Jólamorgunstund var í
brekkubæjarskóla á Akranesi að
morgni 6. desember sl. Löng hefð
er fyrir því að börnin í skólanum
haldi morgunstund nokkrum sinn-
um yfir árið. Þá undirbúa nem-
endur atriði fyrir morgunstund-
ina og foreldrar og aðrir nákomn-
ir börnunum koma og horfa á. Að
þessu sinni var dagskráin í jóla-
búningi og jólasveinahúfur voru
áberandi. Nokkrir bekkir skól-
ans höfðu undirbúið söngatriði
og skólahljómsveitin spilaði undir.
Nemendur standa á bak við allan
undirbúning morgunstundanna og
má þar nefna að hljóðblöndun og
tæknimál eru nær alfarið í höndum
þeirra. klj
Jólamorgunstund í Brekkubæjarskóla
Fyrstu bekkingar í Brekkubæjarskóla fluttu sitt fyrsta atriði á jólamorgun-
stundinni og biðu spennt eftir að fá að flytja skemmtilegt lag, eftir ræðu Arn-
bjargar skólastjóra.
Að undanförnu hafa allir nemendur
í þriðja bekk grunnskóla á landinu
fengið fræðslu um sitthvað sem snýr
að eldvörnum á heimilum og hvern-
ig bregðast á við ef eldur bloss-
ar upp. Þeim er einnig sýnt teikni-
mynd með tvíburunum Loga og
Glóð. Í síðustustu viku komu börn
í heimsókn á slökkvistöðina á Akra-
nesi. Þar ræddu við börnin Þráinn
Ólafsson slökkviliðsstjóri og Sigurð-
ur Þór Elísson. Helga K Jónsdótt-
ir sýndi börnunum slökkvibúnað,
klæðnað, hjálm og súrefnisbúnað
sem slökkviliðsmaður klæðist þegar
vaða þarf hita og reyk. mm
Sigurður Þór Elísson ræðir við börn úr 3. bekk Brekkubæjarskóla.
Þriðju bekkingar fá
eldvarnarfræðslu
Árleg hrútasýning fjárræktarfélag-
anna í Lundarreykjadal, Reykholts-
dal, Hálsasveit og Andakíl í borg-
arfirði var haldin að Hesti í Anda-
kíl 18. október síðastliðinn. Sýnd-
ir voru 26 lambhrútar í flokkum
hyrndra, kollóttra og mislitra og
átta veturgamlir hrútar komu til
dóms. Dómarar voru þeir Lárus
birgisson og Árni bragason. Sýn-
ingin var vel sótt og var boðið uppá
kræsingar, kaffi og öl.
Besti hyrndi lambhrútur
frá Oddsstöðum
Flokkur hyrndra lambhrúta var afar
öflugur þetta haustið en eftir mikið
þukl og heilabrot dómaranna varð
niðurstaðan kunngjörð. Í fyrsta sæti
var bjartssonur nr. 6 undan Kveiks-
dóttur frá Oddsstöðum í Lundar-
reykjadal, úr ræktun Guðbjarg-
ar og Sigurðar Odds. Hrúturinn
hlaut 89,5 stig, þar af 19 fyrir læri.
Annað sætið kom í hlut sonarsonar
sæðingahrútsins Guðna nr. 46 frá
Kjalvararstöðum í Reykholtsdal en
hann hlaut einnig 89,5 stig og þar
af 19,5 fyrir læri. Í þriðja sæti var
hrútur frá Hægindi í Reykholtsdal
nr. 227 sonarsonur Svima og hlaut
hann 88 stig þar af 19 í læri.
Bestu kollóttu frá
Sigvalda og Björgu í
Hægindi
Fjölskyldan í Hægindi kom sá og
sigraði í flokki kollóttra lambhrúta,
en allir hrútarnir eru synir sæðinga-
hrúta. Í fyrsta sæti var Kollsson-
ur nr. 77 með 88 stig, þar af hlaut
hann 9,5 fyrir bringu- og útlögur.
Í öðru sæti var Serkssonur nr. 90
en hann hlaut einnig 88 stig þar af
18,5 fyrir læri. Þriðja sætið kom svo
í hlut hrúts nr. 78 en hann hlaut 89
stig, þar af 9,5 fyrir malir og 18,5
fyrir læri. Þess má geta að hrútar nr.
77 og 78 eru albræður undan Ame-
líu 16-647 sem er komin útaf sæð-
ingahrútnum Sprota.
Baldur í Múlakoti átti
besta mislita
Í keppni um bestu mislitu lamb-
hrútana hlaut baldur björnsson í
Múlakoti í Lundarreykjadal fyrstu
verðlaun fyrir golsubotnóttan
hrút nr. 82 en hann hlaut 87 stig
og þar af 18,5 fyrir læri. Faðir
hans er sæðingahrúturinn Drangi
en móðirin er útaf sæðingahrút-
unum Kalda og Þorsta. Í öðru sæti
var móbaugóttur bjartssonur nr.
5 frá Kjalvararstöðum sem hlaut
87,5 stig, þar af 9,5 fyrir bak og
19 í læri. Þriðja sætið hlaut svartur
Tinnasonur nr. 93 frá Hægindi en
hann stigaðist uppá 87,5 stig þar
af 9,5 fyrir bringu- og útlögur sem
og malir.
Besti veturgamli frá
Kjalvararstöðum
Í keppni um besta veturgamla
hrútinn hlaut Ármann á Kjal-
vararstöðum fyrstu verðlaun fyr-
ir burknasoninn börk 17-022 en
móðurfaðir hans er sæðingahrút-
urinn Saumur. börkur hefur kom-
ið sterkur út sem lambafaðir á
Kjalvararstöðum í haust þar sem
niðurstöður fyrir 26 dilka gáfu
að meðaltali 12,6 í einkunn fyr-
ir gerð, það verður því gaman að
fylgjast með framvindu barkar á
komandi árum. Annað sætið kom í
hlut Trausts 17-788 frá Hesti sem
er kominn út af sæðingahrútunum
Krafti, Hroka og bursta. Í þriðja
sæti var bjarmi 17-112 frá Hæg-
indi en hann er undan bjarti og á
ættir að rekja til sæðingahrútsins
Hriflons.
shs
Hrútasýning Borgarfjarðardala 2018
Átta veturgamlir hrútar tóku þátt í sýningunni. Efstur stóð Börkur 17-022 frá Kjalvararstöðum í Reyk-
holtsdal. Hér má sjá Sigurð Odd á Oddsstöðum, Helga Elí á Hesti, Björgu Maríu í Hægindi, Árna á Skarði,
Sigvalda í Hægindi, Sigurborgu Hönnu á Oddsstöðum og Ármann á Kjalvararstöðum halda í hrúta.
Efstu hrútar í flokki mislitra lambhrúta. Baldur í Múlakoti heldur í sigurvegarann, þá Ármann á
Kjalvararstöðum og Björg María í Hægindi.
Sigvaldi, Björg María og Ólafur Auðunn voru sigursælir eigendur kollóttra hrúta. Sveinn Hallgrímsson á
Vatnshömrum veitir verðlaun.
Efstu hrútar í flokki hyrndra lambhrúta. Sigurborg Hanna á Oddsstöðum, Ármann á Kjalvararstöðum
og Sigvaldi í Hægindi.