Fréttablaðið - 16.11.2019, Side 2

Fréttablaðið - 16.11.2019, Side 2
Þetta eru jákvæðar niðurstöður og mikil hækkun síðan úr könnun fyrir tveimur árum en þá var meðaltalið tvær bækur á mánuði. Hrefna Haralds- dóttir, fram- kvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bók- mennta Veður Suðvestan 5-10 sunnan og vestan til, og stöku skúrir eða él. Sunnan 8-15 með rigningu fyrir austan, en úrkomuminna norðaustan til. Hiti 0 til 6 stig. SJÁ SÍÐU 46 Verði ljós KEA ÞETTA GAMLA GÓÐA KOLVETNASKERT ÁVEXTIR Í BOTNINUM SAMFÉLAG „Miðstöð íslenskra bók- mennta lét gera könnunina ásamt nokkrum samstarfsaðilum á bók- menntasviðinu,“ segir Hrefna Har- aldsdóttir, framkvæmdastjóri Mið- stöðvar íslenskra bókmennta. Lestrarkönnun var lögð fyrir 2.978 Íslendinga í október og var svarhlutfall 51 prósent. Þar var kannað viðhorf Íslendinga til bók- lestrar og ýmissa tengdra þátta. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist og að hljóðbók- in er að sækja fram,“ segir Hrefna. Um 80 prósent Íslendinga höfðu lesið hefðbundnar bækur á síðustu tólf mánuðum, 31 prósent hafði lesið raf bækur og 41 prósent hlust- að á hljóðbækur sem er sex pró- sentustigum meira en í könnun frá árinu 2018. Íslendingar lesa eða hlusta að meðaltali á 2,3 bækur á mánuði samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar. „Þetta eru jákvæðar niður- stöður og mikil hækkun síðan úr könnun fyrir tveimur árum en þá var meðaltalið tvær bækur á mán- uði,“ segir Hrefna. „Af kastamestu lesendurnir í ár eru konur og barnafjölskyldur. Því f leiri sem börnin eru á heimilinu, því meira er lesið,“ segir Hrefna en að jafnaði lesa konur 3,1 bók á mánuði en karlar 1,5 bækur. Um 76 prósent þeirra kvenna sem svöruðu könnuninni höfðu lesið eða hlustað á bók síðastliðna 30 daga á móti 54 prósentum karla. „Það er reyndar ekki nýtt að konur lesi meira en karlar en það var líka þannig í síðustu könn- unum,“ segir Hrefna. „Í könnuninni er líka spurt út í tungumálalestur og þar blikka ákveðin viðvörunarljós því að hóp- urinn á bilinu 18-35 ára les mark- tækt oftar en aðrir aldurshópar á öðrum tungumálum en íslensku,“ segir Hrefna. „Þetta er eitthvað sem við þurf- um að vera meðvituð um þrátt fyrir að margt geti skýrt þetta,“ segir hún og nefnir sem dæmi að á þessu aldursbili sé stærstur hluti námsmanna og að mikið af náms- bókum sé á öðrum tungumálum en íslensku. „Þó að þetta sé ákveðið hættu- merki er auðvitað gott að við sem lítil þjóð getum lesið á mörgum tungumálum,“ bætir Hrefna við. „Við þurfum þó að halda áfram að hvetja til lestrar á íslensku og vinna markvisst að þýðingunum, þannig getum við aukið úrval og framboð af lesefni á íslenskri tungu,“ segir hún. Hvað varðar val á lesefni sýna niðurstöður könnunarinnar fram á að helmingur svarenda fái hug- myndir að lesefni frá vinum og vandamönnum. „Það er mikið gleðief ni að bók menntir séu umræðuefni hjá fólki og að sam- tal um bækur lifi góðu lífi,“ segir Hrefna. birnadrofn@frettabladid.is Gleðiefni að samtalið um bækur lifi góðu lífi Niðurstöður lestrarkönnunar sýna að lestur Íslendinga er að aukast. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á erlendum tungumálum. Val á lesefni virðist byggjast á samtali um bækur og ábendingum annarra. Konur lesa mun meira en karlar samkvæmt könnuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Unnið var að því í morgunmyrkrinu í gær að koma fyrir ljósastaurum við nýlagðan hjólastíg á Eiðsgranda í Reykjavík til að lýsa leið hjólreiða- manna þar. Nývirkið liggur við hlið stígs sem fram til þessa hefur verið nýttur af bæði hjólandi og gangandi vegfarendum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKFJÁRLÖG Meðal breytingartil- lagna sem samþykktar voru við aðra umræðu fjárlaga er heimild til handa fjármálaráðherra að selja varðskipin Ægi og Tý og kaupa eða leigja hagkvæmari skip í staðinn. Í skrif legu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins fagnar Landhelgis- gæslan umræddri heimild. Þessi skip hafi reynst afar vel í gegnum tíðina en séu komin til ára sinna. Ægir hafi ekki verið í hefð- bundnum rekstri í rúm fjögur ár og ekki sé til fjármagn til að koma skipinu í nothæft ástand. Ægir sé orðinn rúmlega hálfrar aldar gam- all og Týr smíðaður 1975. Því sé fyrirséð að á næstu árum þurfi að endurnýja varðskipaflota Landhelgisgæslunnar. Verkfræði- og ráðgjafarfyrir- tækið NAVIS hefur verið fengið til að gera þarfagreiningu á varð- skipaflotanum sem sé í raun fyrsta skrefið í endurnýjun flotans. „Undanfarin ár hafa orðið breyt- ingar á skipaumferð og þróun á hafinu umhverfis landið. Fleiri skemmtiferða- og f lutningaskip koma hingað til lands og til þess þarf að horfa við uppbyggingu flotans. Á næstu árum væntum við þess að ákvarðanir verði teknar um endurnýjun skipanna,“ segir í svari Gæslunnar. – sar Heimila að Ægir og Týr verði seldir Varðskipið Týr var smíðað 1975. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK K JARAMÁL Hjálmar Jónsson, for- maður Blaðamannafélags Íslands, segir dapurlegt að fréttir hafi haldið áfram að birtast á mbl.is í gær. Í gær fóru blaðamenn á vef, ljósmynd- arar og tökumenn Árvakurs, Sýnar, Fréttablaðsins og RÚV í átta tíma vinnustöðvun. Fréttir héldu þó áfram að birtast á mbl.is þrátt fyrir vinnu- stöðvun annan föstudaginn í röð. „Hinir miðlarnir allir virða rétt blaðamanna til að fara í vinnustöðv- un til að ná fram kröfum sínum. Því miður gerir Morgunblaðið það ekki. Það er ótrúlega dapurlegt,“ segir Hjálmar. Meint verkfallsbrot frá því í síðustu viku hafa verið kærð til félagsdóms. Haraldur Jóhannessen, fram- kvæmdastjóri Árvakurs, hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins vegna málsins. Blaðamenn og frétta- stjórar á mbl.is sendu frá sér yfirlýs- ingu þar sem lýst var yfir vonbrigðum með aðgerðir Árvakurs og telja þær varpa rýrð á fyrirtækið. – ab Dapur vegna skrifa á mbl.is 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 F -C 6 9 4 2 4 3 F -C 5 5 8 2 4 3 F -C 4 1 C 2 4 3 F -C 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.