Fréttablaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 76
Skolli teiknar
Flestum þykir nógu erfitt að
teikna með augun opin. Hvernig
skyldi þá ganga þegar bundið er
fyrir augun?
Þessi leikur getur verið
skemmtilegur fyrir marga sem
skiptast á að teikna og hinir fylgj-
ast með. Handbrögðin geta orðið
ansi forvitnileg hjá listamanninum
þegar skyndilega vantar sjónina.
Nauðsynlegt er að hafa stórt
blað að teikna á því ekkert má fara
út fyrir.
Albest er krítartafla á vegg.
Einn er stjórnandi. Hann bindur
fyrir augun á einum þátttakanda
í einu og leggur fyrir hann hvað
hann hann eigi að teikna. Það
getur verið hús með dyrum og
gluggum, reiðhjól, kisa, bókahilla,
stórhyrnt naut, róla, ávaxtaskál –
hvað sem er.
Leikurinn
Söngleikurinn og námsefnið Ævin-
týri Sædísar skjaldböku er nýlega
kominn út hjá Menntamálastofnun.
Ævintýrið gerist í undirdjúpum
sjávar. Á vefnum mms.is hafa allir
aðgang að því endurgjaldslaust.
Hægt er að velja „útgefið efni“ og slá
nafn söngleiksins þar inn.
Barnakór Fossvogsskóla og ellefu
einsöngvarar úr Fossvogs- og Snæ-
landsskóla syngja lögin en höfund-
ur texta og tónlistar er Elín Hall-
dórsdóttir tónlistarkennari. Hún
lýsir hér efninu í nokkrum orðum.
Sagan byrjar á því að Nonni trúð-
fiskur og Sædís skjaldbaka eru að
leika sér í feluleik niðri í fjöru og
Sædís smýgur inn í gróður. Þar
festist plasthringur um hálsinn á
henni og annar um fótinn. Þá hætta
þau í feluleiknum og mikil barátta
hefst við að losna við hringina. Þar
koma margir við sögu, f lestir góðir
en aðrir ekki.
Hvert er hættulegasta dýrið í
sjónum? Það er hákarlinn. Allir ótt-
ast Harald hákarl.
En hvert er hjálpfúsast? Nonni
trúðfiskur sem er vinur Sædísar
skjaldböku. Hann er alger hjálpar-
hella og leggur mikið á sig við að
að reyna að bjarga henni. Hann fer
í ferðalag með henni um djúpin til
að leita að einhverjum sem getur
losað hana úr plastinu. Þau hitta
marga sem reyna að leggja þeim lið,
þar eru skrautfiskar og hafmeyjar,
þær eru níu talsins og eru kallaðar
sírenurnar.
Hvort eru hafmeyjarnar vondar
eða góðar? Þær eru góðar og hjálpa
til við björgunarstarfið. Elsa haf-
meyja fer með Nonna og Sædísi
upp í fjöru að finna Krabba kló sem
getur bitið sundur plasthringina.
Svo kemur pabbi hennar og sækir
hana.
Af hverju kemur pabbi hennar?
Hafmeyjar mega ekki fara upp í
fjöru því þá geta þær lent í svo mikl-
um vandræðum. Fólk vill nefnilega
veiða þær og rannsaka þær og sumir
vilja setja þær í búr.
Hver er boðskapurinn í verkinu?
Hann er sá að vernda hafið og hætta
að henda plasti í það svo lífverurnar
þar séu ekki í hættu staddar.
Hafmeyjarnar
hjálpa til við
björgunarstarfið
Elín í búningi Elsu hafmeyju leikur sér í flæðarmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
HAFMEYJAR MEGA
EKKI FARA UPP Í
FJÖRU ÞVÍ ÞÁ GETA ÞÆR LENT Í
SVO MIKLUM VANDRÆÐUM.
FÓLK VILL NEFNILEGA VEIÐA
ÞÆR OG RANNSAKA ÞÆR OG
SUMIR VILJA SETJA ÞÆR Í BÚR.
Af hverju fór kjúkl-
ingurinn yfir götuna?
Til að komast yfir
götuna.
Af hverju fór
bóndinn yfir götuna?
Til að leita að
kjúklingnum sínum.
Af hverju fór
risaeðlan yfir
götuna? Það
var fyrir tíma
kjúklingsins.
Af hverju fór
tyggjóið yfir
götuna? Það var
fast við fótinn á
kjúklingnum.
Af hverju fór apinn yfir götuna?
Það var banani hinum megin.
Af hverju fór froskurinn yfir göt-
una? Einhver hrekkjalómur hafði
límt hann fastan við kjúklinginn.
Spurningar og svör
„Of sein, of sein,“ sagði
Kata pirruð og hermdi e ir
áhyggjurödd Konráðs. „Ég
er búin að heyra þetta væl
alveg nógu o og nenni
ekki að heyra það einu
sinni í viðbót,“ bætti hún
við. „En okkur liggur á,“
sagði Konráð biðjandi
og bar sig aumlega. „Það
gerir ekkert til að vera of
sein,“ sagði Kata. „En það
er gaman að reyna að
komast í gegnum
völundarhús,“ bætti
hún við og bretti upp
ermarnar. „Koma svo,
inn með ykkur og
reynið nú að týnast
ekki. Ég nn réttu
leiðina, sannið
þið til,“ sagði
Kata roggin
um leið og hún
arkaði inn í dimm
göng völundarhússins.
Konráð
á ferð og ugi
og félagar
378
Getur þú fundið leiðina í gegnum völundarhúsið??
?
?
?
1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR
1
6
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:3
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
3
F
-F
3
0
4
2
4
3
F
-F
1
C
8
2
4
3
F
-F
0
8
C
2
4
3
F
-E
F
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
9
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K