Fréttablaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 28
Mér finnst nálægð­in við Öskjuhlíð og miðbæinn d á s a m l e g u r kostur,“ segir Ásta Kristjáns­ dóttir ljósmyndari sem hefur komið sér vel fyrir í Hlíðahverfinu í Reykjavík með átta ára gömlum syni sínum. Hún skildi fyrir rúmu ári og þeim mæðginum gengur vel að finna nýjan takt. Sonur hennar gengur í skóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð. „Þetta hverfi er fallegt og gróið og hefur upp á svo margt að bjóða. Sonur minn getur hjólað í skólann og þarf ekki að fara yfir stórar götur og ég fer reglulega í góða göngutúra sem ég gæti ekki verið án,“ segir Ásta. Íbúðin er björt en hlýleg. Í stof­ unni hanga uppi tvær stórar mynd­ ir, af föður hennar Kristjáni Guð­ laugssyni og ömmusystur hennar Guðmundu Elíasdóttur. „Hún hafði mikil áhrif á mig og var mikilvæg fyrirmynd. Á þessari mynd er hún 92 ára gömul. Hún var svo hlátur­ mild og lífsglöð, það er varla hægt að fá betra veganesti í lífinu,“ segir Ásta en margir þekkja sögu Guð­ mundu úr merkilegri ævisögu hennar, Lífsjátningu, sem Ingólfur Margeirsson skráði. „Mamma trukkur“ „Pabbi og mamma skildu þegar ég var tíu ára gömul og hann flutti til ÞAÐ ER SKRÝTIÐ AÐ MÖRGU LEYTI AÐ SKILJA. ÞAÐ ER AUÐVITAÐ ÁLAG OG ÞAÐ ER ALLTAF SVAKA- LEGA ERFITT. Margir fastir í skyndilausnum Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari þróaði nýjar snyrtivörur og bætiefni úr lýsi. Sjálf glímdi hún við erfitt exem og ofnæmi frá unga aldri. Ásta segir frá uppvextinum, ferðalögunum og jafnvæginu sem hún fann eftir skilnað. Ásta í íbúð sinni í Hlíðahverfinu þar sem hún hefur komið sér vel fyrir. Myndir sem hún tók prýða stofuna og eru af föður hennar og ömmusystur, Guðmundu Elíasdóttur. MYND/KÁRI SVERRISS Ásta fimm ára gömui. það bara en amma bjó nálægt og ég sótti mikið til hennar. Ég full­ orðnaðist f ljótt,“ segir Ásta. Hún var sautján ára gömul þegar hún hóf fyrirsætuferil sinn. „Ég hætti í MR eftir tvö ár og f lutti alla leið til Tókýó í Japan. Mér fannst ég svo fullorðin, ég var bara tilbúin í þetta verkefni. En auðvitað hringdi ég stundum kollekt til mömmu heima á Íslandi þegar ég var blönk og bað hana að hjálpa mér,“ segir hún og brosir. „Það var í Tókýó sem ljósmynda­ áhuginn kviknaði af alvöru. „Ég hef engar skelfilegar sögur að segja úr bransanum. Þvert á móti þá nærði hann áhuga minn á ferðalögum, listum og ljósmyndum. Ég trúi því að þeir hlutir sem þú veitir mikla athygli vaxi og dafni. Ég byrjaði að taka svarthvítar myndir í Tókýó þegar ég þrammaði um borgina og fór í prufur, þar var allt svo fram­ andi fyrir sautján ára stelpu frá Íslandi. Ég fór svo smám saman að prófa mig meira áfram á ferðalögum mínum um heiminn og áhuginn vatt upp á sig. Ég ferðaðist og bjó á þessum árum á Taívan, í London, New York, Japan og Kóreu, og mér fannst ég svo óskaplega fullorðin,“ segir hún. Lærði af ferðalögunum Ferðalögin sem Ásta upplifði á ungl­ ingsaldri héldu áfram og hún hefur á ævi sinni búið á ótrúlegustu stöð­ um um allan heim. Í ólíkum stór­ borgum í mismunandi heimsálfum og á afskekktum svæðum í miklu fámenni. Indlandi, Kanada og Síberíu, svo fáein dæmi séu nefnd. „Ég hef lært mikið af ferðalögum mínum. Fyrst og fremst að bera virðingu fyrir mismunandi fólki, sama af hvaða stétt það er eða hvaða trúarbrögð það aðhyllist. Það allra mikilvægasta sem ég lærði er að við erum öll eins í grunninn. Við höfum sömu tilfinningar og þarfir, og við erum f lest í grunninn góð og vel­ viljuð. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að skoða heiminn og held að það sé hollt að fara reglulega út úr öryggisboxinu og sjá hvernig aðrir hafa það.“ Ásta eignaðist frumburð sinn 25 ára gömul á Íslandi. „Þá breytt­ ist líf mitt. Tilgangur lífs míns var fundinn og mér fannst þegar ég fékk hana í fangið að ég hefði fundið hana aftur. Eins og að áður hefði eitthvað vantað. Einu sinni sagði mér indverskur miðill að við hefðum farið saman í gegnum fyrri líf og fundið hvor aðra aftur í þessu lífi. Ég fann slíka tilfinningu. Ég tók dóttur mína með í f lest ferðalögin, hún var alltaf mér við hlið. Við erum mjög samrýndar, ég tala við hana á hverjum degi. Stundum oft á dag. Og nú hefur hún gert mig að ömmu,“ segir Ásta og ljómar. Ömmuhlutverkið merkilegt „Mig langaði alltaf til að eiga að minnsta kosti fimm börn. En ég og faðir hennar skildum þegar hún var átta ára gömul. Ég eignaðist svo strákinn minn mörgum árum seinna með öðrum manni. Draum­ Noregs. Þar varð hann blaðamaður og seinna ritstjórnarfulltrúi hjá Aftenposten. Hann þvældist út um allan heim, meðal annars til Króatíu og Íraks á meðan á stríðinu stóð. Ég á hálf bróður úti í Noregi sem hefur verið í sama bransa en líka í póli­ tík. Ég og systir mín urðum eftir á Íslandi með mömmu,“ segir Ásta og segist hafa alist upp með sterkum konum. „Mamma var algjör trukkur, hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur og vann myrkranna á milli. Það var ekkert einfalt mál að vera einstæð, tveggja barna móðir á þessum tíma. Ég tók snemma á mig mikla ábyrgð, bara tíu ára passaði ég systur mína og hugsaði um heimilið á meðan mamma var að vinna. Stundum var hún á tvöföldum vöktum frá morgni til miðnættis. Þannig var Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Framhald á síðu 30 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 F -F 3 0 4 2 4 3 F -F 1 C 8 2 4 3 F -F 0 8 C 2 4 3 F -E F 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.