Fréttablaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 8
Börn og samgöngur
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í samvinnu við Samgöngustofu,
Vegagerðina og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir málþinginu
„Börn og samgöngur“ í Sveinatungu á Garðatorgi mánudaginn 18. nóvember
frá 12:30 til 16:30. Boðið verður upp á veitingar frá kl. 12:00.
Á þinginu munu bæði ungir sem aldnir taka til máls og ræða stöðu barna
í samgöngum í víðu samhengi. Málþingið er öllum opið en skráning er á vef
Stjórnarráðsins. Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.
Dagskrá:
12:30 – Málþing sett
• Ávörp
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Þórunn Egilsdóttir, formaður samgönguráðs
• Umferðaröryggi — okkar mál!
Karín Óla Eiríksdóttir, formaður ungmennaráðs Grindavíkur
• Hvernig við sjáum umferðaröryggið
Atli Þór Jónsson og Fannar Freyr Atlason,
björgunarsveitarmenn í Landsbjörgu
• Samstarf við Samgöngustofu um að efla umferðaröryggi
grunnskólabarna í sveitarfélaginu
Ólafur Hilmarsson, deildarstjóri við Grunnskólann í Hveragerði
• „Komiði með hætturnar!“ Skipulag, þjóðvegir og börn.
Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður hjá Vegagerðinni
• Pallborð með fyrirlesurum fyrir hlé
14:20 – Kaffihlé
• Hagnýting sálfræðilegrar þekkingar til að breyta ferðavenjum
Sigrún Birna Sigurðardóttir, samgöngu- og umferðarsálfræðingur
• Mikilvægi umferðaröryggisáætlunar fyrir minni sveitarfélög
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps
• Öryggi barna í Reykjavík
Berglind Hallgrímsdóttir og Höskuldur Kröyer,
samgönguverkfræðingar hjá Eflu og Trafkon
• Pallborð með fyrirlesurum eftir hlé
• Gamanmál
16:30 – Málþingi lýkur
Benni.isReykjanesbærNjarðarbraut 9Sími: 420 3330
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
TRYGGÐU ÞÉR:
• Enga vexti
• Engin lántökugjöld
• Hraðari eignamyndun
• Lægri mánaðargreiðslur NOTAÐIR BÍLARNÚLLVEXTIR
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 12-16
Núll prósent vextir, allt að 80% ármögnun í allt að 24 mánuði af völdum notuðum bílum. Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl.
ENN MEIRA ÚRVAL Á
NÝJU BÍLAPLANI
KRÓKHÁLSI 9
OG Á BENNI.IS
SSANGYONG KORANDO
Skráður: 2011 / Dísel
Sjálfskiptur / 84.000 km.
VERÐ: 1.190.000 KR.
720064
HONDA CIVIC
Skráður: 2012 / Bensín
Sjálfskiptur / 123.000 km.
VERÐ: 990.000 KR.
740429
FORD FIESTA TREND
Skráður: 2012 / Bensín
Sjálfskiptur / 112.000 km.
VERÐ: 799.000 KR.
445339
CHEVROLET CRUZE
Skráður: 2012 / Dísel
Beinskiptur / 106.000 km.
VERÐ: 890.000 KR.
340052
CHEVROLET TRAX
Skráður: 2014 / Bensín
Beinskiptur / 70.000 km.
VERÐ: 990.000 KR.
103641
STJÓRNMÁL „Okkar hlutverk hér er
að heimsækja kjörstaði og fylgjast
með kosningunum, að allt sé eins
og það eigi að vera,“ segir Kolbeinn
Óttarsson Proppé, þingmaður
Vinstri grænna, sem er staddur við
kosningaeftirlit í Hvíta-Rússlandi.
Kolbeinn er þar á vegum Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu en
þingkosningar fara fram í landinu
á morgun. Þá verður kosið um 110
sæti í neðri deild þingsins en síðustu
kosningar fóru fram 2016.
„Flokkakerfið hérna er öðruvísi en
við eigum að venjast heima á Íslandi
en ég er farinn að þekkja stóru lín-
urnar. Þetta eru einmenningskjör-
dæmi og mismargir frambjóðendur
í hverju. Þeir eru þrír í því kjördæmi
sem ég sinni eftirliti við.“
Hann segir magnaða upplifun að
koma til Hvíta-Rússlands. „Sérstak-
lega til þessara minni bæja hvar ég
er við eftirlit. Höfuðborgin Minsk
er risastór borg, blanda af nokkur
hundruð ára byggingum, stórkarla-
legum húsum frá sovéttímanum og
nútímalegum húsum með fjölda
ljósaskilta.“ Sveitin sé yndisleg,
fólkið vinalegt og umhverfið fallegt.
„Að einhverju leyti er þetta eins og
að fara aftur í tímann og þar sem ég
er gömul sál hentar það mér vel,“
segir Kolbeinn að lokum. – sar
Hvíta-Rússland mögnuð upplifun
Kolbeinn
Óttarsson
Proppé.
SAMGÖNGUR Stjórn Isavia hefur
samþykkt verulega breytt skipu-
lag. Stofnuð verða sérstök dóttur-
félög utan um ólíka starfsemi Isavia,
og verður þá samkeppnisrekstur
aðskilinn frá öðrum þáttum fyrir-
tækisins. Breytingarnar munu taka
gildi um áramót. Þetta var kynnt
innan fyrirtækisins í gær.
Isavia, sem er opinbert hlutafélag,
rekur net flugvalla á Íslandi og flug-
leiðsöguþjónustu á einu stærsta
f lugstjórnarsvæði heims. Starfs-
menn telja nú um 1.300 manns.
Flugvallasvið og flugleiðsögusvið
verða gerð að sérstökum dóttur-
félögum. Af núverandi dótturfélög-
um Isavia mun Fríhöfnin haldast
óbreytt, fyrirtækið Domavia verður
félag um innanlandsflugvelli lands-
ins. Fyrirtækin Tern, sem þróar og
framleiðir hugbúnað fyrir f lugleið-
söguþjónustu, og grænlenska flug-
leiðsöguþjónustufyrirtækið Suluk
verða færð undir f lugleiðsögu.
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri
Isavia, segir að með þessu sé verið
að tengja betur saman þarfir við-
skiptavina og framtíðarþróun
Kef lavíkurf lugvallar. Verið sé að
aðskilja ólíkar rekstrareiningar
félagsins. „Í fyrsta lagi starfsemi
sem rekin er á ríkisframlögum,
í öðru lagi þá þætti sem byggja á
endurheimt útlagðs kostnaðar og að
lokum þá starfsemi sem er í harðri
alþjóðlegri samkeppni,“ segir Svein-
björn.
„Hver hluti þessarar ólíku starf-
semi mun fá sitt eigið vægi, stjórn
og tækifæri til innleiðingar mis-
munandi áherslna.“
Keflavíkurflugvöllur mun verða
móðurfélag Isavia. „Þar liggja
stærstu viðskiptatækifærin og
mesta rekstraráhættan. Það er
mikilvægt að þræðir stjórnar Isavia
liggi beint inn til Kef lavíkurf lug-
vallar.“ Sveinbjörn segir að ekki sé
þörf á jafn umfangsmikilli umsýslu
stoðþjónustu hjá flugvallarsviðinu
og á f lugleiðsögusviðinu. Stoðsvið
félagsins verða eftir hjá móðurfélag-
inu. Þá verður stofnað nýtt stoðsvið
stafrænnar þróunar og upplýsinga-
tækni. david@frettabladid.is
Samkeppni skilin
frá öðrum þáttum
Stofnuð verða dótturfélög um ólíka starfsemi Isavia
og samkeppni skilin frá öðrum þáttum fyrirtækis-
ins. Domavia verður félag um innanlandsflugvelli.
Keflavíkurflugvöllur mun verða móðurfélag Isavia. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sveinbjörn
Indriðason,
forstjóri Isavia.
1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:3
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
0
-0
1
D
4
2
4
4
0
-0
0
9
8
2
4
3
F
-F
F
5
C
2
4
3
F
-F
E
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
9
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K