Fréttablaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 80
Listakonan Ragnheiður Jónsdóttir stendur rétt innan við dyrnar á gamla Borgarbókasafninu í Þingholtunum. Hún er með vasaljós sem hún
beinir að sonum sínum tveimur sem
eru að koma fyrir stórri og glæsi-
legri mynd vinstra megin við inn-
ganginn. „Ég var með þessa mynd
á fyrstu sýningunni með kola-
teikningum árið 1990 og hef ekki
sýnt hana síðan. Hún heitir Síðasta
blómið,“ segir listakonan og bætir
við að verkin á þessari sýningu séu
sambland frá öllum tímaskeiðum,
bæði grafík og kolateikningar.
Þótt arkitektúr Einars Erlends-
sonar arkitekts sé samur við sig í
húsinu er það allt steypugrátt að
innan. Enn er eftir að tengja ljósin
á neðri hæðinni þegar mig ber
að garði en Ragnheiður segir þau
verða komin fyrir sýningaropnun
og kveðst ekki hafa hikað þegar
henni bauðst að sýna í þessu flotta
húsnæði, þó að það sé á byggingar-
stigi. Við höldum upp gamla snúna
stigann með virðulegum handrið-
unum. Þó að Ragnheiður sé 86 ára
er hún létt í spori. Staðnæmumst
við tvær myndir sem hún kveðst
hafa verið með á samsýningu úti í
Danmörku 1969, í fyrsta skipti sem
hún sýndi erlendis. „Önnur minna
mynda birtist í blaði með krítík um
sýninguna, ég ætlaði ekki að trúa
mínum eigin augum.“ Næsta stopp
er við svarthvíta grafíkmynd. „Þessi
er frá 1970, þá var ég í París að læra
að setja lit í grafík. Hún heitir Sum-
arið 70 og þarna er ég strax farin að
vekja athygli á menguninni.“
Margt sem konur upplifa
Staða kvenna hefur verið Ragnheiði
hugleikin. Konan með tertuna er
dæmi um það. Þó að hún sé reist,
þá sér hún ekkert, tertan, sem er
hennar kóróna, veldur því. „Þessi
mynd heitir Deluxe and delightful,
upplýsir Ragnheiður. Fleiri myndir
eru í sama anda. „Það er margt sem
konur upplifa og kringum þessar
myndir voru heilmiklar vanga-
veltur. Þær eru frá 1979,“ segir hún
og næst snúum við okkur að seríu
með bókamyndum sem gerð er með
grafík. „Þessar eru frá 80 og 81. Ég
spyr karlmann: Hvað er líkt með
konu og bók? – Þér finnst hún álit-
leg, þú festir þér hana, þú strýkur
hana, þú sekkur þér ofan í hana,
þér finnst hún frábær, þú setur hana
í efstu hillu svo allir fái að sjá hana.
Svo einn góðan veðurdag finnst þér
hún algerlega innantóm, andlaus
skrudda og þú losar þig við hana og
lánar hana öðrum.“
Ertu fráskilin? Er það fyrsta sem
mér dettur í hug eftir þessar útskýr-
ingar.
„Nei, nei. Því miður dó maðurinn
minn fyrir næstum sex árum, hann
hét Hafsteinn Ingvarsson og var
tannlæknir en hafði sönginn sem
áhugamál. Hann varð 81 árs og
hætti bara að vinna
þremur mánuðum
áður en hann dó.
Varð aldrei skjálf-
hentur, hugsaðu þér
hvað hann var lán-
samur. Ég hitti hann
í Versló, Þar sat hann
á aftasta bekk, ári
seinna vorum við
orðin par og vorum
sama n það sem
eftir var. Giftum
o k k u r t ve i m u r
dögum eftir að við
útskrifuðumst sem
stúdentar, fórum í
skólaferðalag, með
bekknum til allra
h i n n a Nor ðu r-
landanna, sem var
líka okkar brúð-
kaupsferð. Fjórum
mánuðum seinna fæddist
fyrsti sonurinn. Þannig að maður
skipulagði tímann vel!“ segir Ragn-
heiður brosandi.
Mikill dómur upp kveðinn
Við erum komnar að glugga á efri
hæðinni og lítum út. „Grundar-
stígurinn hér við hliðina er dásam-
legur partur af mínu lífi, þar voru
bæði Verslunarskólinn og Hand-
íðaskólinn sem ég byrjaði á kvöld-
námskeiðum í þegar ég var 17 ára.
Ég bjó hjá móðurbróður mínum
og fjölskyldu í Þingholtsstræti 21
svo það var stutt að fara. Þá gekk ég
alltaf fram hjá þessu húsi sem við
erum í núna. Ég var alin upp austur
í Þykkvabæ og þó að það væri heil-
mikill bær á þeim tíma hafði ég ekki
séð aðra eins höll. Það er því alger
draumur að fá að sýna hér. Ég á svo
gleðilegar minningar frá þessum
árum.“
Í sal á neðri hæðinni er risastór
kolamynd Ragnheiðar á einum vegg
og nýtur sín vel. „Ég dvaldi í Nor-
rænu listamiðstöðinni úti í Finn-
landi 1993, það var yndislegt og ég
fékk þar flotta vinnustofu, þá gerði
ég svo stórar myndir án þess eigin-
lega að átta mig á því. Ég hef aldrei
getað sýnt þessa,“ segir hún.
Húmtjöld heit a t vær háar
myndir í einni stofunni og í ann-
arri er meðal annars sex mynda
sería úr Völuspá. „Völuspá hefur
alltaf heillað mig frá því ég kynnt-
ist henni í sögutímum í Versló. Ég
gerði seríu út frá henni 91-92, þar
er mikill dómur upp kveðinn,“ segir
Ragnheiður.
Nú þokumst við nær útidyrum
og áður en ég kveð tekur Ragn-
heiður fram að sýningin verði
opnuð í dag, laugardag, klukkan
16 og standi í hálfan mánuð. „Það
eru allir velkomnir, ég ætla að vera
hér sem mest, allan tímann, og hafa
gaman af að spjalla við þá sem líta
inn. Viltu koma þeim skilaboðum
áfram að fólk er beðið að taka með
sér gesti!“
Hafði ekki séð
aðra eins höll
Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður
opnar sýningu í dag á verkum sínum í
Villa Frida – sem er upprunalega nafnið á
gamla Borgarbókasafnshúsinu við Þing-
holtsstræti 29a. Sýninguna kallar hún
Þú vaknar að morgni.
Ragnheiður segir algeran draum að fá að sýna í gamla Borgarbókasafninu. „Ég á svo gleðilegar minningar frá þessum slóðum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Konan með tertuna
er meðal þekktustu
mynda Ragnheiðar.
VÖLUSPÁ HEFUR
ALLTAF HEILLAÐ MIG
FRÁ ÞVÍ ÉG KYNNTIST HENNI Í
SÖGUTÍMUM Í VERSLÓ. ÉG
GERÐI SERÍU ÚT FRÁ HENNI
91-92, ÞAR ER MIKILL DÓMUR
UPP KVEÐINN.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R48 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
1
6
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:3
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
3
F
-C
B
8
4
2
4
3
F
-C
A
4
8
2
4
3
F
-C
9
0
C
2
4
3
F
-C
7
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
9
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K