Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 16

Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Það er skynsamlegt – og líklegra til samfélags- sáttar og betri starfs- hátta – að fyrirtæki sem sýsla með stærstu auðlindir þjóðarinnar og geta haft mikil áhrif á orðspor hennar, skoði dreifða eignaraðild og skráningu á hlutabréfa- markaði. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is OPIÐ ALLAR HELGAR FRÁ KL. 11.00-17.00 KOMDU Í KOLAPORTIÐ D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S 30 ÁRA 1989 2019 Árið 2014 fór sextug bandarísk kona til læknis vegna verkja í úlnlið. Læknirinn skrifaði upp á verkjalyfið OxyContin. Ekki leið á löngu uns konan var orðin háð lyfinu. Þegar læknirinn vildi ekki skrifa upp á meira keypti hún lyfið á svörtum markaði. Þegar hún hafði ekki efni á OxyContin tók hún að kaupa ódýrari lyf af dópsölum götunnar. Konan sem um ræðir heitir Nan Goldin og er þekktur ljósmyndari. Í þrjú ár var Goldin í heljar- greipum neyslu. En árið 2017 fór Goldin í meðferð. Að meðferð lokinni tók hún að kynna sér sögu lyfsins sem umturnað hafði lífi hennar. Hún rakst á nafn: Sackler. Hún kannaðist við nafnið úr listaheiminum. Nafn Sackler-fjölskyldunnar prýddi sýningarsali og lista yfir styrktaraðila safna um heim allan. Goldin til hryllings var hin ölmusugóða og listelskandi fjölskylda, Sackler-fjölskyldan, stofnendur Purdue Pharma, fyrirtækisins sem framleiðir OxyContin, og er talið bera mesta ábyrgð á ópíóíðafaraldrinum sem nú geisar í Bandaríkjunum og breiðist um heiminn. Hvers vegna vissi hún þetta ekki? Goldin varð ösku- vond. Hún ákvað að taka til sinna ráða. „Fjarstæðukennd tilhugsun“ Í vikunni fjallaði fréttaskýringaþátturinn Kveikur og fjölmiðillinn Stundin um viðskipti sjávarútvegs- fyrirtækisins Samherja í Namibíu. Fram kom að Samherji hefði undanfarinn áratug greitt háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu hundruð milljóna íslenskra króna til að komast yfir fiskkvóta undan ströndum landsins. Þá hafi lítill eða enginn virðisauki orðið eftir í Namibíu vegna hagnýtingar Samherja á kvótunum. Í kjölfar umfjöllunarinnar spurðu sig margir: Er ástæða til að ætla að viðskipta- hættir fyrirtækisins séu eitthvað snyrtilegri á Íslandi en í Namibíu? Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, taldi engar líkur á ósæmi- legum starfsháttum Samherja á Íslandi. „Ég held að það sé nú fjarstæðukennd tilhugsun,“ sagði hann í viðtali. En er hugmyndin svo fjarstæðukennd? Þótt sjávar- útvegurinn á Íslandi hafi átt fordæmalaust góðæris- skeið síðastliðinn áratug keppist ríkisstjórnin við að lækka veiðigjöldin. Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra – meira en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld næsta árs. Þótt níu af hverjum tíu Íslendingum finnist mikilvægt að kveðið sé á um eignarrétt náttúruauðlinda í stjórnarskrá Íslands breytist aldrei neitt. Hvers vegna viðgengst þetta? Blóðpeningar þvegnir Það sem af er ári hefur fjöldi listasafna afþakkað frekari styrki frá Sackler-fjölskyldunni; Metro politan safnið í New York, Tate í London, Louvre í París. Er það í kjölfar mótmæla fyrrnefndrar Nan Goldin. Goldin sakaði Sackler-fjölskylduna um að nota illa fengið fé til að fela syndir sínar með góðgerðarstarf- semi. „Fjölskyldan hefur þvegið blóðpeningana sína í sölum safna og háskóla um heim allan.“ Mútur eru ekki eina leiðin til að nýta fjárhagslega yfirburði til að fá sitt fram. Samherji hefur veitt háa styrki til stjórnmálaflokka. Samherji hefur þar að auki getið sér gott orð á sviði góðgerðarmála. Fyrir- tækið keppist við að styrkja ýmis samfélagsverkefni, íþrótta- og æskulýðsstarf. Fyrirtækið er þekkt fyrir að styðja myndarlega við Fiskidaginn mikla á Dalvík. Brauðmolar af borði Samherja tryggja þeim þögn og þýlyndi. Þetta er alþekkt aðferð. Spyrjið bara Sackler-fjölskylduna. Með „gjafmildi“ treystir fyrirtækið eignarhald sitt á kvótanum, lágmarkar greiðslur í sameiginlega sjóði og hámarkar hagnað. Með fiskisúpu og flugeldum sannfærir Samherji almenning um að rugga ekki bátnum. Hver vill auka álögur á fyrirtækið sem er svo huggulegt að styrkja fótboltanámskeið barnanna? Kveikur og Stundin upplýstu um arðrán Samherja á auðlindum annarrar þjóðar. En hefur Samherji ekki einmitt komist upp með arðrán á auðlindum íslenskrar þjóðar til áratuga? Gjafmildi, þýlyndi Flestum var brugðið við frétt vik-unnar um Samherjamálið. Málið hverfist um viðamikinn gagna-leka og uppljóstrun fyrrverandi starfsmanns félagsins um greiðslur hundraða milljóna í mútur til erlendra ráðamanna fyrir aðgang að þar- lendum fiskveiðikvótum. Starfsmaðurinn sagði sig og fyrirtækið hafa stundað skipu- lagða glæpastarfsemi til að græða á auðlindum fátæks lands og mergsjúga fjármuni þaðan. Það eru mjög alvarlegar ásakanir. Allt frá árinu 1998 hefur verið saknæmt að bera mútur á erlenda opinbera starfsmenn og lögsaga í slíkum málum er víðtæk. Viðurlög eru hörð við mútubrotum Flestir hljóta að vera sammála því að Sam- herjamálið sæti ítarlegri skoðun þar til bærra yfirvalda. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Málið er komið til rannsóknar héraðssaksóknara og nauðsynlegt að hann fái ráðrúm og fjármuni til ítarlegrar rannsóknar. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið í for- ystu í þekkingaruppbyggingu víða um heim. Útf lutningur kraftmikilla fyrirtækja í útvegi og tækniþjónustu sjávarútvegs hefur ekki einungis leitt lífskjör hér heldur víðar. Þessi útf lutningur hvílir á góðum samskiptum. Þau hvíla á trúverðugleika og trausti. Þessir atburðir og umfjöllun um þá á inn- lendum sem erlendum vettvangi hljóta að vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt athafnalíf. Heiðarleiki, traust og gott orðspor er mikil- væg auðlind, ekki síður en orka landsins eða fiskimið. Mikilvægt er að Íslendingar skynji ábyrgð sína sem forystuþjóð í sjávarútvegi og leiti allra leiða til að svona atburðir endurtaki sig ekki. Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á hluta- bréfamarkaði felur í sér leiðarljós gagnsæis, aga og ríkar kröfur um vandaða starfshætti. Þá getur skráning aukið kröfur um fjárhagsupp- lýsingar, skýrt betur hagsmunatengsl og bætt þannig eftirlit. Það er skynsamlegt – og líklegra til sam- félagssáttar og betri starfshátta – að fyrirtæki sem sýsla með stærstu auðlindir þjóðarinnar og geta haft mikil áhrif á orðspor hennar, skoði dreifða eignaraðild og skráningu á hlutabréfa- markaði. Í stað krafna um frystingu fyrirtækjaeigna og upphrópana um spillingu og ógagnsæi ættu menn að hvetja til þess að leið markaðarins sé nýtt til að skapa meira traust og setja fyrirtæki sem þessi á markað. Það færi betur á því að atvinnulífið tæki þannig frumkvæði fremur en að löggjafinn neyði menn til betri starfshátta. Þörf á gagnsæi 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 F -C 1 A 4 2 4 3 F -C 0 6 8 2 4 3 F -B F 2 C 2 4 3 F -B D F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.