Fréttablaðið - 16.11.2019, Síða 20

Fréttablaðið - 16.11.2019, Síða 20
Hönnunarverðlaun­in 2019 voru af­hent við hátíðlega athöfn í Iðnó síð­astliðið f immtu­dagskvöld. Genki Instruments hlaut aðalverðlaunin fyrir Wave­hringinn sem er hann­ aður til að auka upplifun og túlkun í tónlist. Hringurinn þykir framsækin tæknilausn sem eykur möguleika tónlistarmanna til sköpunar á þægilegan og notendavænan hátt. Hringurinn er hannaður fyrir tón­ listarfólk og byggir á Bluetooth­ tækni. Teymið á bak við Genki er skipað þeim Ólafi Bogasyni, Haraldi Þóri Hugossyni, Jóni Helga Hólmgeirs­ syni og Daníel Grétarssyni. „Þetta er rosalega mikil viður­ kenning fyrir okkur og okkar starf síðustu ár,“ segir Ólafur og segir Hönnunarmiðstöð hafa stutt dyggi­ lega við teymið síðustu ár. „Þetta er hvatning til að halda áfram að beita hönnunardrifinni nálgun í því sem við erum að gera. Varan er komin á markað og við erum að breyta um takt núna. Höfum verið í þróunar­ ferli síðustu fjögur ár. Nú erum við hins vegar að koma út markaðsefni og ná til kúnnans. Finna út hvernig við mætum þeirra þörfum best með þessari vöru, fá endurgjöf og halda áfram að betrumbæta hugbúnað­ inn. Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Ólafur. „Ég fæ að starfa við það sem ég elska,“ segir Veronica Filippin, grafískur hönnuður, sem tók á móti verðlaunum fyrir hönd Omnom súkkulaðigerðar sem hlaut viður­ kenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2019. Omnom framleiðir handgert súkkulaði og var stofnað af þeim Kjartani Gíslasyni og Ósk­ ari Þórðarsyni árið 2013. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Ferlið á bak við vör uþróu n er spennandi en Omnom hefur frá byrjun unnið með hönnuðum í öllu framleiðslu­ ferlinu að heildrænni vöruupp­ lifun, hvort sem það er súkkulaðið sjálft eða með vandaðri hönnun á umbúðum og framsetningu í versl­ ÞETTA ER HVATNING TIL AÐ HALDA ÁFRAM AÐ BEITA HÖNNUNARDRIF- INNI NÁLGUN Í ÞVÍ SEM VIÐ ERUM AÐ GERA. Ólafur Birgitta Stefánsdóttir hjá Umhverfisstofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Réttu handtökin Að flokka rusl Birgitta Stefánsdóttir, sem starfar hjá Grænu teymi Umhverfisstofn- unar, kennir réttu handtökin í að flokka rusl. Flestir kunna undir- stöðuatriðin en Birgitta ræðir um flokkun á umbúðum sem fólk er í vafa um hvernig á að endurvinna. „Á heimilum er mikið af um- búðum sem þarf að flokka rétt. Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga,“ segir Birgitta og tekur til tvo tepoka frá mismunandi framleiðendum. „Til að ákveða hvort tepokinn er plast eða pappír má prófa að reyna að rífa þá. Ef tepokinn rifnar auðveldlega þá er það pappír, annars flokka ég hann í plast.“ Annað dæmi um umbúðir sem fólk er í vafa um hvað það eigi að gera við eru lyfjaþynnur þar sem erfitt er að fletta álpappír utan af plasti. „Lyfjaþynnur eru umbúðir sem fólk á í erfiðleikum með að átta sig á hvað á að gera við. Það er best að setja lyfjaþynnur í óflokkanlegt nema það séu enn lyf í þeim, þá þarf að skila þeim í apótek.“ Margar umbúðir eru sam- settar úr pappa og plasti. Til dæmis mjólkurfernur. Birgitta segir að þótt það standi á umbúðunum að það megi flokka með pappír þá sé betra að taka tappann af og flokka með plasti. „Það er réttast að gera.“ Með því að flokka úrganginn okkar drögum við úr auðlinda- notkun og sóun. Markmiðið fyrir árið 2020 er að ná að endurvinna 50% af úrgangi frá heimilum en raunin í dag er að einungis um 30% eru endurunnin. Ekki er hægt að endurvinna tyggigúmmí, svamp og einnota bleyjur. Spilliefni er nauðsynlegt að flokka og skila til endurvinnslu enda bannað að urða þau eða brenna. Dæmi um spilliefni eru raf- hlöður, terpentína, lyf og fleira. Kennslumyndband og frekari leiðbeiningar á fréttabladid.is. Spennandi tímar eru fram undan Teymið Genki Instruments fékk í vikunni aðalverðlaun Hönnunarverðlaunanna í ár. Veronica Filippin tók á móti verðlaunum fyrir hönd Omnom súkkulaðigerðar sem fékk viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu ársins í hönnun. Teymið á bak við Genki Instruments hlaut aðalverðlaunin. Veronica, hönnuður Omnom súkku- laðigerðarinnar er ítölsk og flutti til Íslands fyrir fjórum árum. Hún er afar ánægð með vinalegt andrúmsloft í fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR unum. Slík samvinna í öllu ferlinu er skýrt dæmi um hvernig hönnun getur haft afgerandi áhrif á vaxtar­ sögu og velgengni fyrirtækis.“ Veronica f lutti hingað til lands frá Ítalíu fyrir fjórum árum með kærasta sínum, Fedorico Remondi ljósmyndara. „Ég hef starfað fyrir Omnom í þrjú ár og lagði hart að mér til að fá starfið. Ég er eini starf­ andi hönnuður fyrirtækisins og hanna allt markaðsefni, til dæmis umbúðir og standa í verslanir. Fyrir­ tækið er lítið og vinalegt og hér ríkir fjölskylduandi,“ segir Veronica sem segist ánægð með lífið á Íslandi þó vissulega sakni hún stundum sól­ ríkra daga heimalandsins og fjöl­ skyldu sinnar. „Ég hef þó eignast vini hér á landi og starfið gefur mér mikið. Áður en ég kom til starfa hjá Omnon hafði ég ekki átt kost á að starfa sem hönnuður í heilt ár. Það var mjög erfitt, mér fannst ég hálf manneskja, viðurkenningin er því mikils virði.“ kristjana@frettabladid.is 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 F -E 4 3 4 2 4 3 F -E 2 F 8 2 4 3 F -E 1 B C 2 4 3 F -E 0 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.