Fréttablaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 22
Ef íslenska tungumálið deyr, þá verður það ykkur að kenna,“ segir Aneta Matuszewska. Síðasta áratug hefur hún verið skólastjóri Retor Fræðslu, íslenskuskóla fyrir innflytjendur. „Ég er búin að búa á Íslandi í átján ár. Ég ákvað að gefa Íslandi tækifæri og sé ekki eftir því. Ég veit hvernig íslenskan mun deyja og hvernig hægt er að koma í veg fyrir það.“ Við hittum Anetu á skrifstofu skólastjórans í Hlíðasmára í Kópa- vogi. Þar eru fimm skólastofur sem taka allt að fimmtán nemendur hver. Aneta er mjög ákveðin en hefur ekki mikinn tíma til að sitja og spjalla. Skilaboðin sem hún vill koma á framfæri eru einföld en beitt. „Við þurfum skýra stefnu, hvort innf lytjendur eigi að tala íslensku eða ekki. Ég vil að hver og einn sem f lytur til Íslands fái þau skilaboð að hér sé töluð íslenska og að Íslendingar tali við innflytjendur á íslensku,“ segir Aneta. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru meira en 43 þúsund innf lytj- endur búsettir á Íslandi í dag. Meira en tólf prósent landsmanna. Þegar Aneta kom til Íslands var hlutfallið um þrjú prósent. „Ímyndaðu þér ef allir íbúar Akureyrar, Selfoss og Reykjanesbæjar væru innflytjend- ur. Í mörgum tilfellum er þetta fólk ekki með kosningarétt, borgar sína skatta en er alveg mállaust í sam- félaginu. Þetta er fólk sem margir hugsa um að komi á færibandi til að vera ódýrt vinnuaf l. Þetta er því miður hugsunarhátturinn hjá mörgum, jafnvel þeim sem stjórna landinu.“ Fundaði með Lilju Fyrir ári fundaði hún um málið með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. „Ráð- herra tók mjög vel í allt sem ég sagði og ég bind enn miklar vonir við að Aneta Matuszewska stofnaði fyrir ellefu árum Retor Fræðslu sem sérhæfir sig í að kenna fólki af erlendu bergi brotnu íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/ARI Mállausir innflytjendur ódýrt vinnuafl Við þurfum skýra stefnu, hvort innflytjendur eigi að tala íslensku eða ekki, segir Aneta Matuszewska. Hún segir niðurskurð til íslenskukennslu innflytjenda stuðla að dauða íslenskrar tungu. Stjórnvöld hafi skorið niður fjármagn til íslenskukennslu um helming á áratug. það muni eitthvað gerast. Staðan er sú að fyrir áratug voru lagðar árlega um 240 milljón krónur í að kenna innflytjendum íslensku, síðustu ár hefur talan verið í 120 milljónum. Helmingi minna, þrátt fyrir gífur- lega fjölgun innflytjenda, þetta þarf að leiðrétta sem fyrst. Að óbreyttu störfum við í óvissu, vitum ekki hvað er fram undan. Í dag líður mér eins og ég sé ein á árabát að róa gegn straumnum, í baráttu fyrir ykkar tungumáli,“ segir Aneta. „Menntamálaráðuneytið hefur, með því að skera niður styrki til íslenskukennslu til innf lytjenda, náð að spara sér einn og hálfan milljarð á tíu árum. Það er auðvelt að spara á skattgreiðendum sem geta hvorki kosið né tjáð sig. Þetta finnst mér ekki í takt við nútíma- samfélag.“ Það þarf að tala við Anetu í dágóðan tíma til að skynja að íslenska er ekki hennar móðurmál. Hún er fædd og uppalin í vestur- hluta Póllands, ekki langt frá landa- mærunum við Þýskaland. Aneta er matvælafræðingur að mennt. Þegar hún var búin með námið um tvítugt ákvað hún, líkt og svo margir aðrir, að prófa að fara út í heim í einhvern tíma. Svo fór að í janúar 2001 varð hún au pair á Kársnesinu. Læra ensku í stað íslensku „Ég man alltaf eftir tilfinningunni á leiðinni frá Keflavík og til höfuð- borgarinnar. Hvert var ég komin? Engin tré. Sjórinn til vinstri og fjöllin til hægri. Hræðilegt veður,“ segir Aneta og hlær. Hún fékk hlýjar móttökur hjá fjölskyldunni og vandist Íslandi tiltölulega fljótt. Í stað þess að snúa aftur heim til Póllands fór hún að vinna á leik- skóla, fyrst í Vesturbænum, svo sem deildarstjóri í Árbæ. „Ég vissi að ég yrði hérna í ár eða tvö. Það að læra íslensku var bara eitthvað til að gera á meðan. Við kennar- arnir í þessum skóla segjum alltaf í fyrsta tíma: Ef þú verður á Íslandi eins lengi og námskeiðið stendur, þá áttu að reyna að læra. Meira að segja ef þú ert kominn með farmiða heim, ekkert mál, ef þú kemur aftur, þá ertu kominn eitthvað áleiðis,“ segir Aneta. „Ég talaði ensku þegar ég flutti til Íslands, það gera ekki allir. Núna lifum við í þannig þjóðfélagi að innflytjendur læra ensku þegar þeir sjá fram á að búa hér í einhvern tíma, ekki íslensku.“ Hvernig lærðir þú íslensku? „Ég fór á tvö íslenskunámskeið, svo kom þetta með áhuganum,“ segir hún og brosir. „Ég lærði af virðingu. Ég er gestur í þessu landi og gat ekki hugsað mér annað en að læra tungumálið.“ Hvers vegna fórstu ekki heim? „Þegar ég var búin að vera á Íslandi í fjögur ár fékk ég tækifæri til að kenna Pólverjum íslensku. Ég sá strax að það vantaði betri lausnir og betri þjónustu fyrir þennan hóp, eftir það var ég staðráðin í að stofna minn eigin skóla.“ Svo fór að hún stofnaði Retor Fræðslu árið 2008. „Þegar ég stofna skólann, þá var hjartað mitt orðið hálft íslenskt. Mér var farið að þykja vænt um Íslendinga, náttúruna og menninguna.“ ÞAÐ ER EKKI LANGT SÍÐAN ÉG FÓR AÐ RÍFAST VIÐ ÍSLENSKAN SÍMASÖLU- MANN SEM VILDI BARA TALA VIÐ MIG ENSKU. HANN SKELLTI Á MIG ÞEGAR ÉG VAR BÚIN AÐ BIÐJA HANN ÞRISVAR UM AÐ SKIPTA YFIR Í ÍSLENSKU Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is Framhald á síðu 24 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 F -F 7 F 4 2 4 3 F -F 6 B 8 2 4 3 F -F 5 7 C 2 4 3 F -F 4 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.