Fréttablaðið - 16.11.2019, Síða 24

Fréttablaðið - 16.11.2019, Síða 24
Mun aldrei breyta eftirnafninu Hvernig er að kynnast Íslendingum? „Það tekst um leið og maður gerir sér grein fyrir því að Íslendingar eru ekki Pólverjar. Það hefur verið rosa­ lega skemmtilegt ævintýri að kynn­ ast Íslendingum. Það þarf að gefa frá sér alla dómhörku og sýna auð­ mýkt, þá er hægt að eignast alvöru vini úr öðrum menningarheimi.“ Aneta mun aldrei sleppa sumum hlutum sem eru sérstaklega pólskir. „Ég elska að setja tómatsósu ofan á pítsu,“ segir hún og hlær. „Það er alltaf ákveðin súpa á aðfangadag. Svo fæ ég tvo konudaga á ári.“ Hún mun heldur aldrei breyta eft­ irnafni sínu. „Ég heiti Matuszewska og mun alltaf heita það. Ég hef tekið eftir því að margir innf lytjendur gera það, það er allt í lagi, en ekki ég.“ Nafnið verður þó til þess að oft gerir fólk ráð fyrir því að hún tali ekki íslensku. „Það er ekki langt síðan ég fór að rífast við íslenskan símasölumann sem vildi bara tala við mig ensku. Hann skellti á mig þegar ég var búin að biðja hann þrisvar um að skipta yfir í íslensku.“ Star fsemin byrjaði smátt, í atvinnuhúsnæði í Auðbrekku áður en þau fluttu í núverandi húsnæði. Hún vissi að hún gæti gert betur en námskeiðin sem hún fór á. „Það verða að vera litir í kennsluefninu, það var það fyrsta sem ég ákvað. Það er drepleiðinlegt að læra þegar allt er svarthvítt,“ segir Aneta og hlær. „Þetta er allt öðruvísi kennsla, við förum hægar og pössum okkur að svara öllum spurningum sem vakna.“ Gagnrýnir ráðuneytisstjóra Nýverið var greint frá því að Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félags­ málaráðuneytisins og fyrrverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, hefði sagt á málþingi að fólk af erlendum uppruna sem starfar á íslenskum vinnumarkaði „nenni ekki að læra tungumálið“, þrátt fyrir að vera boðið á íslenskunámskeið. „Slík viðhorf eru algeng hjá stjórnendum. Stefnuleysið hefur gert það að verkum að þessir ein­ staklingar vinna á kössum, keyra strætó, vinna á veitingastöðum og ýmis verkamannastörf. Mállausir innf lytjendur. Það er ekki okkur innflytjendunum að kenna að þetta er staðan. Það er ykkur að kenna. Mállausi einstaklingurinn á búðar­ kassanum er afleiðing stefnuleysis stjórnvalda,“ segir Aneta. „Að mínu mati geta allir lært grunninn í íslensku og lært að bjarga sér. Ég get fullyrt að meiri­ hlutinn vill læra, hindranirnar eru hins vegar of margar. En inn­ f lytjendur þurfa hvata, reglur og stefnu. Stundum lítur þetta út eins og stjórnvöld vilji ekki að við lærum íslensku. Kannski er málleysið okkar kostur og heldur okkur sem ódýru vinnuafli. Ég hvet embættis­ menn eins og Gissur til að líta sér nær. Þetta er vandamál sem þið þurfið að leysa í stað þess að varpa ábyrgðinni á okkur innflytjendur. Þetta er ykkar land og ykkar tungu­ mál.“ Aneta segir að ef stjórnvöld myndu draga línu í sandinn og gera það að opinberri stefnu að allir sem hér búa skuli læra íslensku, þá þurfi því líka að fylgja fjármagn. „Opin­ ber stefna og aukið fjármagn er fyrsta skrefið í að viðhalda íslensku á Íslandi. Þannig gætum við að framtíð íslenskunnar.“ Viljið þið að við tölum íslensku? Stefna myndi einnig eyða óvissu. „Við innflytjendur krefjumst þess að fá að vita hvað þið viljið. Viljið þið að við tölum íslensku eða ekki?“ Retor Fræðsla tekur á móti stórum hópi nemenda. Hluti þeirra kemur á eigin forsendum. Aðrir koma í gegnum Vinnumálastofnun eða fyrirtæki. „Við höfum varla undan. Við vinnum oft fram á kvöld til að reyna að hjálpa eins mörgum og við getum,“ segir Aneta. Þrátt fyrir það er reksturinn þungur. „Námskeiðin fyrir einstaklinga eru of dýr. Það að fólk sem hefur ekki mikið á milli handanna sé til­ búið að leggja á sig mikla fjárfest­ ingu er vitnisburður um hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að læra íslensku,“ segir Aneta. „Stéttarfélög og stofnanir verða síðan að bjóða fólki sem ætlar að læra tungumálið betri endurgreiðslur. Það má ekki vera enn ein hindrunin.“ Þegar blaðamaður var á staðnum var hópur frá stóru fyrirtæki á íslenskunámskeiði. „Það hefur farið mikil vinna í að aðlaga námskeiðin þörfum fyrirtækja. Þá er áherslan lögð á að nota íslensku í því til­ tekna starfi, fagheiti og orð sem eiga aðeins við einhverja tiltekna vinnu. Fyrirtækin sem leita til okkar eiga mikið hrós skilið fyrir að átta sig á því hversu mikilvæg íslenskan er.“ Borgað fyrir að þegja Þó svo að íslenskukennsla sé aðal­ atriðið þá aðstoða þau einnig inn­ flytjendur við að gæta að réttindum sínum. „Í mörgum tilfellum veit fólk ekki hvað það má gera. Íslenskan er lykillinn að samfélaginu og þeir sem eru lyklalausir eru látnir þola ótrú­ legustu hluti,“ segir Aneta. Hefur hún oft og mörgum sinnum heyrt sögur um hvernig komið er fram við starfsfólk af erlendum uppruna. „Það eru mörg dæmi um að brotið sé á réttindum þeirra. Stundum er þeim borgað fyrir að leita ekki rétt­ ar síns. Borgað aukalega fyrir að þegja yfir alvarlegum vinnuslysum. Alls konar hlutir sem ég veit að yrði aldrei gert ef viðkomandi talaði íslensku.“ Aneta hefur fengið viðurkenn­ ingu á starfi sínu, sú stærsta var þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, notaði hennar orð í ræðu á Íslensku bókmenntaverð­ laununum snemma á þessu ári. „Ég sprakk úr stolti,“ segir hún og roðnar. Aðspurð hvort hún stefni á póli­ tík í framtíðinni segir Aneta það ekki vera á dagskrá. „Ég er of upp­ tekin við það sem ég er að gera í dag,“ segir Aneta. „Árið 2007 hélt Vigdís Finn­ bogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, erindi á degi íslenskrar tungu. Þið hafið ekki hlustað á hana. Hún sagði að við ættum að ef la virðinguna fyrir íslensk­ unni, vegna þess að ef við glötum henni þá eigum við ekkert lengur. Stjórnvöld verða að hlusta áður en það verður of seint, annars deyr íslenskan.“ ÞAÐ ER EKKI OKKUR INNFLYTJENDUNUM AÐ KENNA AÐ ÞETTA ER STAÐAN. ÞAÐ ER YKKUR AÐ KENNA. Aneta segir of margar hindranir í vegi þeirra sem vilji læra íslensku. Vill hún að það verði opinber stefna að allir á Íslandi tali íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/ARI Framhald af síðu 22 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 0 -0 B B 4 2 4 4 0 -0 A 7 8 2 4 4 0 -0 9 3 C 2 4 4 0 -0 8 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.