Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 47

Fréttablaðið - 16.11.2019, Page 47
Starfsmaður í bókhald Bókvís ehf – bókhaldsþjónusta, óskar eftir að ráða starfs- mann til bókhaldsstarfa frá og með næstu áramótum. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af færslu bókhalds, uppgjörsvinnslum og skattauppgjörum. Möguleiki er á hlutastarfi. Bókvís ehf er bókhaldsstofa í eigu Búnaðarsambands Eyja- fjarðar og er staðsett á Óseyri 2 á Akureyri og annast bók- hald, launavinnslur og skatta- og ársuppgjör fyrir bændur, einkahlutafélög og félagasamtök. Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á Bókvís ehf, Óseyri, 603 Akureyri eða netföngin jhs@bugardur.is eða sigurgeir@bugardur.is fyrir 1. des. n.k. Safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar Reykjanesbær leitar að öflugum safnstjóra fyrir Listasafn Reykjanesbæjar. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, skipulagður og býr yfir gagnrýnni hugsun. Viðkomandi þarf að vera skapandi og hafa framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Helstu verkefni • Mótar stefnu um starfsemi safnsins • Skipuleggur og sinnir daglegum rekstri • Stýrir undirbúningi og uppsetningu á sýningum • Sér um umsýslu og útlán safngripa • Þáttaka í stefnumótun málaflokksins • Markaðssetning og samvinna við aðrar stofnanir Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Víðtæk þekking á innlendri og alþjóðlegri myndlist • Góð þekking á stjórnun og rekstri • Sannfærandi stjórnenda- og leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfni • Þekking og reynsla á markaðsstörfum er mikill kostur • Góð tungumálakunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku og ensku • Góð tölvufærni Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélags landsins með rúmlega 19 þúsund íbúa. Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsmanna sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarfélagsins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Við bjóðum góða starfsaðstöðu og jákvætt andrúmsloft. Framtíðarsýn Reykjanesbæjar: Fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi. Listasafn Reykjanesbæjar starfar eftir safnalögum og telst viðurkennt safn í samræmi við skilyrði safnaráðs. Safnið er staðsett í Duus safnahúsum og skipar mikilvægan sess í menningarlífi bæjarins. Gildi Reykjanesbæjar eru framsækni, virðing og eldmóður og viljum við að nýr safnstjóri endurspegli þá eiginleika. Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórdís Ósk Helgadóttir, thordis.o.helgadottir@reykjanesbaer.is Umsóknarfrestur er til 3. desember 2019. Atvinnueign ehf - Síðumúla 13 - s: 577 5500 - www.atvinnueign.is Atvinnueign auglýsir eftir sjálfstæðum og árangursdrifnum löggiltum fasteignasala og eða aðstoðarmanni fasteigna- sala til starfa, til að annast sölu og leigu á fasteignum. Mikil eftirspurn og næg verkefni fyrir duglega einstaklinga. Fagmennska, góð þjónustulund og áræðni eru afar mikilvægir kostir. Óskum eftir löggiltum fasteignasala eða aðstoðarmanni fasteignasala FASTEIGNAMIÐLUN Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir berist á netfangið atvinnueign@atvinnueign.is Nánari upplýsingar veitir Halldór Már í síma 898 5599 RÁÐGJAFI á sviði starfsendurhæfingar VIRK Starfsendurhæfingarsjóður í samvinnu við BHM, KÍ og SSF leitar að ráðgjafa í 100% ótímabundna stöðu í starfsstöð BHM sem sinnir öllum háskólamenntuðum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Helstu verkefni • Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu • Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum • Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK • Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu og vinnustaði • Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, sálfræði, iðju- þroska eða sjúkraþjálfunar • Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund • Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum • Skipulagshæfni og kostnaðarvitund • Góð þekking á vinnumarkaði • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti Ráðgjafar VIRK starfa hjá BHM samkvæmt samningi við VIRK. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekanda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélags- legum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Nánari upplýsingar um BHM er að finna á https://www.bhm.is/ og um VIRK á virk.is. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um störf. Upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til 24. nóvember 2019. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins. KENNARASAMBAND ÍSLANDS 1 6 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :3 9 F B 0 9 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 4 0 -1 F 7 4 2 4 4 0 -1 E 3 8 2 4 4 0 -1 C F C 2 4 4 0 -1 B C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.